Ekki stysta tjónlausa vegalengdin Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2019 14:15 Hið undarlega umferðaróhapp hefur vakið töluverða athygli í dag. Erlendur Þorsteinsson Þrátt fyrir að töluvert tjón hafi orðið á bílunum, sem lentu í hinu sérstaka umferðaróhappi á Granda í dag, segist Sævar Sævarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri bílaleigunnar Blue Car Rental, vera þakklátur fyrir að ekki hafi farið verr. Bílaleigan var með Toyota-jepplinginn á sinni könnu, þann sem ekið var inn um afturrúðu Kia-fólksbíls á ellefta tímanum í morgun eftir um 200 metra ferðalag - sem þó er ekki stysta tjónlausa vegalengd sem Sævar man eftir. Hann segir í samtali við Vísi að jepplingur bílaleigunnar sé töluvert skemmdur eftir uppákomuna; stýrisendi og spyrna séu ónýt auk þess sem töluvert „nudd“ hafi orðið á lakki bílsins. Tryggingamálin séu núna í skoðun, hann sé þannig ekki viss um það á þessari stundu hvort ferðamennirnir sem leigðu bílinn hafi keypt sér viðbótartryggingu.Sjá einnig: Beint af bílaleigunni og upp á bílFyrst og fremst sé hann þó ánægður með að engin slys hafi orðið á fólki.Sævar Sævarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Blue Car Rental.„Bíllinn sem viðskiptavinir okkar er á eru með hefðbundna kaskótryggingu eins og flestir bílaleigubílar. Hins vegar er sjálfsábyrgð á kaskótryggingum bílaleigubíla fremur há, oft á bilinu 350-400 þúsund,“ segir Sævar. „Hafi viðskiptavinur ekki fjárfest í viðbótartryggingum er hann rukkaður þá upphæð þar til ljóst er hvert eiginlegt tjón er. Oftar en ekki eru þó viðskiptavinir okkar með viðbótatryggingar sem lækka sjálfsábyrgðina og endar þá umframkostnaðurinn á bílaleigunni. Þá eru auðvitað ýmis tjón undanþegin kaskótryggingum, s.s. undirvagnstjón, vatnstjón og svo framvegis.“ Hann segist þó ekki búast við öðru en að eigendur hinna bílanna tveggja, fólksbíla af gerðunum Kia og BMW, fái sitt greitt frá tryggingunum. Þrátt fyrir að þetta sé með sérstakari tilfellum sem Sævar man eftir minnir hann á að óhöppin geti alltaf átt sér stað. Þegar viðskiptavinir komast í hann krappan sé það yfirleitt leyst með því að hann greiðir sjálfsábyrgðina á bílnum og honum færður nýr bíll um leið. Fyrir allar útleigur sé gengið úr skugga um að ökumennirnir séu með gild ökuskírteini - „þó erfitt sé að vita hversu færir ökumenn eru í raun og veru en menn séu auðvitað jafn misjafnir bakvið stýrið og þeir eru margir en ætla má að yfirgnæfandi meirihluti viðskiptavina okkar séu fínir ökumenn enda tjón ansi fátíð,“ segir Sævar. Óhappið í morgun sé þannig ekkert einsdæmi. „Þegar við vorum með útibú á Klapparstíg á árum áður tókst einum að keyra um 70 til 100 metra áður en hann var búinn að aka á kyrrstæðan Porsche Cayenne,“ segir Sævar. „Sá ökumaður var svo öruggur með sig að hann sagðist ekki þurfa að kaupa neina viðbótartryggingu á bílinn. Eftir áreksturinn tók hann hins vegar enga áhættu og ákvað að bæta við tryggingu á næsta bíl sem hann leigði.“ Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Á bílaleigubíl á Langjökli: „Am I doing something wrong?“ Fararstjóri sem mætti fimm manna fjölskyldu á illa útbúnum bílaleigubíl á jöklinum segir að Íslendingar verði að gera betur í varúðarmerkingum á hálendinu. 26. ágúst 2014 14:37 Beint af bílaleigunni og upp á bíl Ökumaður bílaleigubíls komst í hann krappan á Grandanum í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11 í dag. 20. ágúst 2019 11:36 Fylgdu leiðbeiningum Google Maps og óku beint út í Hraunhafnará Fjórar kínverskar stúlkur á ferðalagi á Íslandi sluppu með skrekkinn í liðinni viku. 4. október 2016 15:17 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Þrátt fyrir að töluvert tjón hafi orðið á bílunum, sem lentu í hinu sérstaka umferðaróhappi á Granda í dag, segist Sævar Sævarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri bílaleigunnar Blue Car Rental, vera þakklátur fyrir að ekki hafi farið verr. Bílaleigan var með Toyota-jepplinginn á sinni könnu, þann sem ekið var inn um afturrúðu Kia-fólksbíls á ellefta tímanum í morgun eftir um 200 metra ferðalag - sem þó er ekki stysta tjónlausa vegalengd sem Sævar man eftir. Hann segir í samtali við Vísi að jepplingur bílaleigunnar sé töluvert skemmdur eftir uppákomuna; stýrisendi og spyrna séu ónýt auk þess sem töluvert „nudd“ hafi orðið á lakki bílsins. Tryggingamálin séu núna í skoðun, hann sé þannig ekki viss um það á þessari stundu hvort ferðamennirnir sem leigðu bílinn hafi keypt sér viðbótartryggingu.Sjá einnig: Beint af bílaleigunni og upp á bílFyrst og fremst sé hann þó ánægður með að engin slys hafi orðið á fólki.Sævar Sævarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Blue Car Rental.„Bíllinn sem viðskiptavinir okkar er á eru með hefðbundna kaskótryggingu eins og flestir bílaleigubílar. Hins vegar er sjálfsábyrgð á kaskótryggingum bílaleigubíla fremur há, oft á bilinu 350-400 þúsund,“ segir Sævar. „Hafi viðskiptavinur ekki fjárfest í viðbótartryggingum er hann rukkaður þá upphæð þar til ljóst er hvert eiginlegt tjón er. Oftar en ekki eru þó viðskiptavinir okkar með viðbótatryggingar sem lækka sjálfsábyrgðina og endar þá umframkostnaðurinn á bílaleigunni. Þá eru auðvitað ýmis tjón undanþegin kaskótryggingum, s.s. undirvagnstjón, vatnstjón og svo framvegis.“ Hann segist þó ekki búast við öðru en að eigendur hinna bílanna tveggja, fólksbíla af gerðunum Kia og BMW, fái sitt greitt frá tryggingunum. Þrátt fyrir að þetta sé með sérstakari tilfellum sem Sævar man eftir minnir hann á að óhöppin geti alltaf átt sér stað. Þegar viðskiptavinir komast í hann krappan sé það yfirleitt leyst með því að hann greiðir sjálfsábyrgðina á bílnum og honum færður nýr bíll um leið. Fyrir allar útleigur sé gengið úr skugga um að ökumennirnir séu með gild ökuskírteini - „þó erfitt sé að vita hversu færir ökumenn eru í raun og veru en menn séu auðvitað jafn misjafnir bakvið stýrið og þeir eru margir en ætla má að yfirgnæfandi meirihluti viðskiptavina okkar séu fínir ökumenn enda tjón ansi fátíð,“ segir Sævar. Óhappið í morgun sé þannig ekkert einsdæmi. „Þegar við vorum með útibú á Klapparstíg á árum áður tókst einum að keyra um 70 til 100 metra áður en hann var búinn að aka á kyrrstæðan Porsche Cayenne,“ segir Sævar. „Sá ökumaður var svo öruggur með sig að hann sagðist ekki þurfa að kaupa neina viðbótartryggingu á bílinn. Eftir áreksturinn tók hann hins vegar enga áhættu og ákvað að bæta við tryggingu á næsta bíl sem hann leigði.“
Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Á bílaleigubíl á Langjökli: „Am I doing something wrong?“ Fararstjóri sem mætti fimm manna fjölskyldu á illa útbúnum bílaleigubíl á jöklinum segir að Íslendingar verði að gera betur í varúðarmerkingum á hálendinu. 26. ágúst 2014 14:37 Beint af bílaleigunni og upp á bíl Ökumaður bílaleigubíls komst í hann krappan á Grandanum í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11 í dag. 20. ágúst 2019 11:36 Fylgdu leiðbeiningum Google Maps og óku beint út í Hraunhafnará Fjórar kínverskar stúlkur á ferðalagi á Íslandi sluppu með skrekkinn í liðinni viku. 4. október 2016 15:17 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Á bílaleigubíl á Langjökli: „Am I doing something wrong?“ Fararstjóri sem mætti fimm manna fjölskyldu á illa útbúnum bílaleigubíl á jöklinum segir að Íslendingar verði að gera betur í varúðarmerkingum á hálendinu. 26. ágúst 2014 14:37
Beint af bílaleigunni og upp á bíl Ökumaður bílaleigubíls komst í hann krappan á Grandanum í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11 í dag. 20. ágúst 2019 11:36
Fylgdu leiðbeiningum Google Maps og óku beint út í Hraunhafnará Fjórar kínverskar stúlkur á ferðalagi á Íslandi sluppu með skrekkinn í liðinni viku. 4. október 2016 15:17