Lögreglan látin svara fyrir handtöku Elínborgar Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2019 13:50 Elínborg Harpa Önundardóttir segir ekkert hafa legið að baki því að hún hafi verið handtekin, annað en það að lögreglan kannaðist við hana. Vísir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar, hefur óskað komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, á næsta fund ráðsins. Í tilkynningu frá Pírötum vegna málsins er ósk Dóru sögð koma í kjölfar kvartana yfir framgöngu lögreglu á tónlistarhátíðinni Secret Solstice og Hinsegin dögum. Bæði tilfellin hafa verið mikill fréttamatur: Það fyrra lýtur að leit lögreglu á tónleikagestum án dómsúrskurðar en fyrir vikið eru mörg mál í bótakröfuferli. Síðarnefnda dæmið snýr að harðri gagnrýni Elínborgar Hörpu Önundardóttur, sem var handtekin á Hinsegin dögum um liðna helgi. Að hennar sögn var það vegna þess að lögreglan hefur horn í síðu hennar vegna starfa hennar fyrir No Borders-samtökin. Lögreglan segir aftur á móti að Elínborg hafi verið inni á lokuðu svæði og neitað að hlýða skipunum. „Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar fer með eftirlit með því að mannréttindi og borgaraleg og lýðræðisleg réttindi borgarbúa séu virt þvert á stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og á viðburðum með aðkomu Reykjavíkurborgar. Því var ákveðið að fylgja þessum málum eftir með því að fá kynningu lögreglu og koma ábendingum á framfæri,“ segir í útskýringu Pírata. Næsti fundur ráðsins fer fram á fimmtudag og er gert ráð fyrir að lögreglustjóri muni þar kynna umgjörð lögreglu og verklag við borgarhátíðir sem og svara spurningum ráðsins vegna starfa lögreglu. Haft er eftir fyrrnefndri Dóru í tilkynningunni að virðing fyrir borgararéttindum séu hornsteinn lýðræðisins. „Lögreglan hefur einkarétt á beitingu valds gagnvart þegnum okkar lýðræðissamfélags og gríðarlega mikilvægt er að vel sé farið með það vald til að halda trausti borgarbúa á löggæslukerfinu og réttarríkinu sem slíku,” segir Dóra Björt. Borgarstjórn Hinsegin Lögreglan Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Lögreglan hafi gengið of langt í Laugardalnum Samtök um borgaraleg réttindi gagnrýna framgöngu lögreglu á Secret Solstice í gær. 22. júní 2019 14:02 Segist ekki hafa verið að mótmæla þegar hún var handtekin: „Það er ógeðslega sárt að vera hinsegin og vera tekin á þessum degi“ Konan sem var handtekin á Gleðigöngunni í miðborg Reykjavíkur í dag er Elínborg Harpa Önundardóttir en hún er meðal annars meðlimur samtakanna No Borders Iceland. Hún segir engin mótmæli hafa verið fyrir huguð, hvorki af sinni hálfu né No Borders-samtakanna. 17. ágúst 2019 16:33 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar, hefur óskað komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, á næsta fund ráðsins. Í tilkynningu frá Pírötum vegna málsins er ósk Dóru sögð koma í kjölfar kvartana yfir framgöngu lögreglu á tónlistarhátíðinni Secret Solstice og Hinsegin dögum. Bæði tilfellin hafa verið mikill fréttamatur: Það fyrra lýtur að leit lögreglu á tónleikagestum án dómsúrskurðar en fyrir vikið eru mörg mál í bótakröfuferli. Síðarnefnda dæmið snýr að harðri gagnrýni Elínborgar Hörpu Önundardóttur, sem var handtekin á Hinsegin dögum um liðna helgi. Að hennar sögn var það vegna þess að lögreglan hefur horn í síðu hennar vegna starfa hennar fyrir No Borders-samtökin. Lögreglan segir aftur á móti að Elínborg hafi verið inni á lokuðu svæði og neitað að hlýða skipunum. „Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar fer með eftirlit með því að mannréttindi og borgaraleg og lýðræðisleg réttindi borgarbúa séu virt þvert á stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og á viðburðum með aðkomu Reykjavíkurborgar. Því var ákveðið að fylgja þessum málum eftir með því að fá kynningu lögreglu og koma ábendingum á framfæri,“ segir í útskýringu Pírata. Næsti fundur ráðsins fer fram á fimmtudag og er gert ráð fyrir að lögreglustjóri muni þar kynna umgjörð lögreglu og verklag við borgarhátíðir sem og svara spurningum ráðsins vegna starfa lögreglu. Haft er eftir fyrrnefndri Dóru í tilkynningunni að virðing fyrir borgararéttindum séu hornsteinn lýðræðisins. „Lögreglan hefur einkarétt á beitingu valds gagnvart þegnum okkar lýðræðissamfélags og gríðarlega mikilvægt er að vel sé farið með það vald til að halda trausti borgarbúa á löggæslukerfinu og réttarríkinu sem slíku,” segir Dóra Björt.
Borgarstjórn Hinsegin Lögreglan Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Lögreglan hafi gengið of langt í Laugardalnum Samtök um borgaraleg réttindi gagnrýna framgöngu lögreglu á Secret Solstice í gær. 22. júní 2019 14:02 Segist ekki hafa verið að mótmæla þegar hún var handtekin: „Það er ógeðslega sárt að vera hinsegin og vera tekin á þessum degi“ Konan sem var handtekin á Gleðigöngunni í miðborg Reykjavíkur í dag er Elínborg Harpa Önundardóttir en hún er meðal annars meðlimur samtakanna No Borders Iceland. Hún segir engin mótmæli hafa verið fyrir huguð, hvorki af sinni hálfu né No Borders-samtakanna. 17. ágúst 2019 16:33 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Lögreglan hafi gengið of langt í Laugardalnum Samtök um borgaraleg réttindi gagnrýna framgöngu lögreglu á Secret Solstice í gær. 22. júní 2019 14:02
Segist ekki hafa verið að mótmæla þegar hún var handtekin: „Það er ógeðslega sárt að vera hinsegin og vera tekin á þessum degi“ Konan sem var handtekin á Gleðigöngunni í miðborg Reykjavíkur í dag er Elínborg Harpa Önundardóttir en hún er meðal annars meðlimur samtakanna No Borders Iceland. Hún segir engin mótmæli hafa verið fyrir huguð, hvorki af sinni hálfu né No Borders-samtakanna. 17. ágúst 2019 16:33