Lögreglan hafi gengið of langt í Laugardalnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júní 2019 14:02 Gæsla á Secret Solstice í fyrra. Fréttablaðið/Þórsteinn Samtök um borgaraleg réttindi gagnrýna framgöngu lögreglu á Secret Solstice í gær. Hún hafi leitað á tónleikagestum án dómsúrskurðar og kunni lögreglan því að vera bótaskyld. Talsmaður samtakanna segir lögregluna fara í manngreiningarálit í fíkniefnamálum, enda sé neyslu að finna í öllum þjóðfélagshópum. Tónleikahátíðinni Secret Solstice var ýtt úr vör í Laugardal í gær. Hátíðin hefur á undanförnum árum verið gagnrýnd af nágrönnum fyrir hljóðmengun og fíknefnaneyslu gesta, sem aðstandendur hátíðarinnar hafa brugðist við með margvíslegum hætti. Þannig lýkur dagskránni fyrr en áður auk þess sem fjöldi gæslumanna og lögregluþjóna halda uppi röð og reglu á hátíðarsvæðinu. Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi, telur lögregluna þó hafa gengið of langt í aðgerðum sínum í gær. Þannig hafi lögregluþjónar, sem nutu liðsinnis fíkefnahunda, krafist þess að leita á fólki ellegar verið vísað af tónleikunum án þess þó að hafa til þess lagaheimild að sögn Sigrúnar Jóhannsdóttur hjá Snarrótinni. „Það þurfa að vera ákveðin skilyrði fyrir hendi til þess að lögreglan megi yfirhöfuð leita á fólki. Neiti einstaklingur að láta leita á sér þarf úrskurð dómara. Þetta er talið til þvingunarúrræða og litið alvarlegum augum. Þetta er mikið inngrip í einkalíf fólks,“ segir Sigrún. Snarrótinni hafi borist fjölda ábendinga eftir gærkvöldið sem nú sé unnið úr. Þannig munu lögmenn Snarrótarinnar bjóða gestum hátíðarinnar sem telja að brotið hafi verið á sér fría lögfræðiaðstoð til að sækja rétt sinn. Sigrún segir enda fullt tilefni til. „Löggjöfin litur á þetta inngrip svo alvarlegum augum að einstaklingur, sem hefur verið beittur þvingunarúrræðum eins og leit, handtöku, líkamsrannsókn eða fangelsun, á rétt á bótum - burtséð frá því hvort talið sé að lögreglan hafi farið út fyrir sitt valdsvið. Þetta er í eðli sínu talið það alvarlegt inngrip.“ Hún segir lögregluna fara manngreiningarálit í þessum efnum. „Lögreglan mætir aðeins á ákveðnar hátíðir með leitarhunda og annað, þrátt fyrir að við vitum að fíkniefnaneyslu sé að finna í öllum þjóðfélagshópum,“ segir Sigrún Jóhannsdóttir hjá Snarrótinni. Lögreglan greindi sjálf frá því í morgun að 18 fíkniefnamál hafi komið upp á hátíðinni. Hún gaf þó ekkert upp um hversu stóra skammta um var að ræða eða hvort efnin hafi fundist við líkamsleit. Lögreglumál Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Slagsmál, stympingar og fíkniefni Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í kvöld og nótt vegna skemmtanahalds en flest mál hafa þó verið leyst nokkuð farsællega og einungis sex gista í fangaklefa þegar þetta er ritað. 22. júní 2019 07:07 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Samtök um borgaraleg réttindi gagnrýna framgöngu lögreglu á Secret Solstice í gær. Hún hafi leitað á tónleikagestum án dómsúrskurðar og kunni lögreglan því að vera bótaskyld. Talsmaður samtakanna segir lögregluna fara í manngreiningarálit í fíkniefnamálum, enda sé neyslu að finna í öllum þjóðfélagshópum. Tónleikahátíðinni Secret Solstice var ýtt úr vör í Laugardal í gær. Hátíðin hefur á undanförnum árum verið gagnrýnd af nágrönnum fyrir hljóðmengun og fíknefnaneyslu gesta, sem aðstandendur hátíðarinnar hafa brugðist við með margvíslegum hætti. Þannig lýkur dagskránni fyrr en áður auk þess sem fjöldi gæslumanna og lögregluþjóna halda uppi röð og reglu á hátíðarsvæðinu. Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi, telur lögregluna þó hafa gengið of langt í aðgerðum sínum í gær. Þannig hafi lögregluþjónar, sem nutu liðsinnis fíkefnahunda, krafist þess að leita á fólki ellegar verið vísað af tónleikunum án þess þó að hafa til þess lagaheimild að sögn Sigrúnar Jóhannsdóttur hjá Snarrótinni. „Það þurfa að vera ákveðin skilyrði fyrir hendi til þess að lögreglan megi yfirhöfuð leita á fólki. Neiti einstaklingur að láta leita á sér þarf úrskurð dómara. Þetta er talið til þvingunarúrræða og litið alvarlegum augum. Þetta er mikið inngrip í einkalíf fólks,“ segir Sigrún. Snarrótinni hafi borist fjölda ábendinga eftir gærkvöldið sem nú sé unnið úr. Þannig munu lögmenn Snarrótarinnar bjóða gestum hátíðarinnar sem telja að brotið hafi verið á sér fría lögfræðiaðstoð til að sækja rétt sinn. Sigrún segir enda fullt tilefni til. „Löggjöfin litur á þetta inngrip svo alvarlegum augum að einstaklingur, sem hefur verið beittur þvingunarúrræðum eins og leit, handtöku, líkamsrannsókn eða fangelsun, á rétt á bótum - burtséð frá því hvort talið sé að lögreglan hafi farið út fyrir sitt valdsvið. Þetta er í eðli sínu talið það alvarlegt inngrip.“ Hún segir lögregluna fara manngreiningarálit í þessum efnum. „Lögreglan mætir aðeins á ákveðnar hátíðir með leitarhunda og annað, þrátt fyrir að við vitum að fíkniefnaneyslu sé að finna í öllum þjóðfélagshópum,“ segir Sigrún Jóhannsdóttir hjá Snarrótinni. Lögreglan greindi sjálf frá því í morgun að 18 fíkniefnamál hafi komið upp á hátíðinni. Hún gaf þó ekkert upp um hversu stóra skammta um var að ræða eða hvort efnin hafi fundist við líkamsleit.
Lögreglumál Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Slagsmál, stympingar og fíkniefni Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í kvöld og nótt vegna skemmtanahalds en flest mál hafa þó verið leyst nokkuð farsællega og einungis sex gista í fangaklefa þegar þetta er ritað. 22. júní 2019 07:07 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Slagsmál, stympingar og fíkniefni Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í kvöld og nótt vegna skemmtanahalds en flest mál hafa þó verið leyst nokkuð farsællega og einungis sex gista í fangaklefa þegar þetta er ritað. 22. júní 2019 07:07
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent