Segir flesta Dani ánægða með ákvörðun Trump að fresta heimsókn Sylvía Hall skrifar 21. ágúst 2019 18:39 Trump tilkynnti á Twitter í gær að hann hygðist fresta fyrirhugaðri heimsókn sinni til Danmerkur. Vísir/Getty Fátt annað er til umræðu í Danmörku þessa dagana en fjaðrafokið í kringum Donald Trump Bandaríkjaforseta og áhuga hans á að kaupa Grænland. Þetta segir Þorvaldur Flemming Jensen sem búsettur er í Danmörku en hann ræddi samskipti Trump við Danmörku síðustu daga í Reykjavík síðdegis í dag. Þorvaldur segir málið vera með ólíkindum. Fyrr í mánuðinum var greint frá áhuga Trump á eyjunni stóru og vakti það furðu margra, þar á meðal Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra, sem sagði ummælin hljóta að vera aprílgabb.Sjá einnig: Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa GrænlandNúverandi forsætisráðherra Danmerkur, Mette Fredriksen, gaf lítið fyrir hugmyndir forsetans um að festa kaup á Grænlandi og sagði umræðuna vera fáránlega, Grænland væri eign Grænlendinga en ekki eitthvað sem gengi kaupum og sölu. Í kjölfarið frestaði Trump fyrirhugaðri heimsókn sinni til Danmerkur um óákveðin tíma. „Þeir flestir sem ég hef talað við og það sem maður heyrir í samfélaginu er að mönnum finnist mjög gott að hann hafi hætt við og eins og hann lýsti yfir, að það væri hægt að skipuleggja þetta seinna, það eru margir sem vilja meina að það sé engin ástæða til þess að skipuleggja þetta nokkuð seinna, Danir séu uppteknari af öðrum hlutum sem eru mikilvægari,“ segir Þorvaldur.Mette Fredriksen sagði Grænland vera eign Grænlendinga.Vísir/GettySala Grænlands til Bandaríkjanna myndi „skítfalla“ í þjóðaratkvæðagreiðslu Þorvaldur segir marga sérfræðinga tala um að þessi samskipti þjóðanna hafi neikvæð áhrif á samband þeirra til lengri tíma litið. Þá höfðu margir séð tækifæri í því að fá Bandaríkjaforseta í heimsókn til landsins, sérstaklega einstaklingar úr atvinnulífinu, og harma það að hann hafi frestað heimsókn sinni. „Ef maður lítur á þetta frá öðrum sjónarhóli þá hafði fólk úr atvinnulífinu hugsað sér gott til glóðarinnar að geta kynnt bæði vörur og þjónustu og haft samtöl við embættismenn sem fylgja Donald Trump hérna í Danmörku og menn svona sáu fram á að það væri hægt að koma því á dagskrána í sambandi við Bandaríkjanna, þannig þeir sjá nú eftir þessum fundi flestir úr atvinnulífinu. Það eru ekkert allir rosalega ánægðir með þetta,“ segir Þorvaldur. Það þykir ljóst að áhugi Trump á Grænlandi hafi verið vegna landfræðilegrar stöðu eyjunnar. Bæði Rússland og Kína hafi aukið umsvif sín á norðurslóðum enda sé verðmæti þess svæðis að aukast í ljósi loftslagsbreytinga. Danir séu meðvitaðir um þær ástæður sem liggja að baki áhuga Trump og því ekki bjartsýnn á að Danir og Grænlendingar myndu samþykkja slíka sölu. „Það myndi alveg skítfalla ef það væri í þjóðaratkvæðagreiðslu í Danmörku að selja Grænland, það er engin spurning. Hvort að mönnum þyki svo vænt um Grænland eða hvort að það sé af því að þeir vilji ekki selja það til Bandaríkjanna skal ég ekki alveg segja, en þetta er mikilvægt svæði af mörgum ástæðum og sérstaklega norðurheimskautin.“ Danmörk Donald Trump Grænland Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. 21. ágúst 2019 13:39 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Danskir stjórnmálamenn furða sig á óvæntri ákvörðun Trump Danska konungsfjölskyldan hefur staðfest að ekki verði af fyrirhugaðri opinberri heimsókn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til Danmerkur í september. Upplýsingafulltrúi segir ákvörðunina koma á óvart. 21. ágúst 2019 08:48 Íslendingar gerðu tilkall til Grænlands fyrir sjálfstæði Áætlanir Trumps Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland af Dönum hafa valdið töluverðri furðu og úlfúð. Framan af 20. öldinni héldu Íslendingar fram kröfu um yfirráð yfir Grænlandi þó að Ísland sjálft væri ekki orðið sjálfstætt. 21. ágúst 2019 07:15 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira
Fátt annað er til umræðu í Danmörku þessa dagana en fjaðrafokið í kringum Donald Trump Bandaríkjaforseta og áhuga hans á að kaupa Grænland. Þetta segir Þorvaldur Flemming Jensen sem búsettur er í Danmörku en hann ræddi samskipti Trump við Danmörku síðustu daga í Reykjavík síðdegis í dag. Þorvaldur segir málið vera með ólíkindum. Fyrr í mánuðinum var greint frá áhuga Trump á eyjunni stóru og vakti það furðu margra, þar á meðal Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra, sem sagði ummælin hljóta að vera aprílgabb.Sjá einnig: Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa GrænlandNúverandi forsætisráðherra Danmerkur, Mette Fredriksen, gaf lítið fyrir hugmyndir forsetans um að festa kaup á Grænlandi og sagði umræðuna vera fáránlega, Grænland væri eign Grænlendinga en ekki eitthvað sem gengi kaupum og sölu. Í kjölfarið frestaði Trump fyrirhugaðri heimsókn sinni til Danmerkur um óákveðin tíma. „Þeir flestir sem ég hef talað við og það sem maður heyrir í samfélaginu er að mönnum finnist mjög gott að hann hafi hætt við og eins og hann lýsti yfir, að það væri hægt að skipuleggja þetta seinna, það eru margir sem vilja meina að það sé engin ástæða til þess að skipuleggja þetta nokkuð seinna, Danir séu uppteknari af öðrum hlutum sem eru mikilvægari,“ segir Þorvaldur.Mette Fredriksen sagði Grænland vera eign Grænlendinga.Vísir/GettySala Grænlands til Bandaríkjanna myndi „skítfalla“ í þjóðaratkvæðagreiðslu Þorvaldur segir marga sérfræðinga tala um að þessi samskipti þjóðanna hafi neikvæð áhrif á samband þeirra til lengri tíma litið. Þá höfðu margir séð tækifæri í því að fá Bandaríkjaforseta í heimsókn til landsins, sérstaklega einstaklingar úr atvinnulífinu, og harma það að hann hafi frestað heimsókn sinni. „Ef maður lítur á þetta frá öðrum sjónarhóli þá hafði fólk úr atvinnulífinu hugsað sér gott til glóðarinnar að geta kynnt bæði vörur og þjónustu og haft samtöl við embættismenn sem fylgja Donald Trump hérna í Danmörku og menn svona sáu fram á að það væri hægt að koma því á dagskrána í sambandi við Bandaríkjanna, þannig þeir sjá nú eftir þessum fundi flestir úr atvinnulífinu. Það eru ekkert allir rosalega ánægðir með þetta,“ segir Þorvaldur. Það þykir ljóst að áhugi Trump á Grænlandi hafi verið vegna landfræðilegrar stöðu eyjunnar. Bæði Rússland og Kína hafi aukið umsvif sín á norðurslóðum enda sé verðmæti þess svæðis að aukast í ljósi loftslagsbreytinga. Danir séu meðvitaðir um þær ástæður sem liggja að baki áhuga Trump og því ekki bjartsýnn á að Danir og Grænlendingar myndu samþykkja slíka sölu. „Það myndi alveg skítfalla ef það væri í þjóðaratkvæðagreiðslu í Danmörku að selja Grænland, það er engin spurning. Hvort að mönnum þyki svo vænt um Grænland eða hvort að það sé af því að þeir vilji ekki selja það til Bandaríkjanna skal ég ekki alveg segja, en þetta er mikilvægt svæði af mörgum ástæðum og sérstaklega norðurheimskautin.“
Danmörk Donald Trump Grænland Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. 21. ágúst 2019 13:39 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Danskir stjórnmálamenn furða sig á óvæntri ákvörðun Trump Danska konungsfjölskyldan hefur staðfest að ekki verði af fyrirhugaðri opinberri heimsókn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til Danmerkur í september. Upplýsingafulltrúi segir ákvörðunina koma á óvart. 21. ágúst 2019 08:48 Íslendingar gerðu tilkall til Grænlands fyrir sjálfstæði Áætlanir Trumps Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland af Dönum hafa valdið töluverðri furðu og úlfúð. Framan af 20. öldinni héldu Íslendingar fram kröfu um yfirráð yfir Grænlandi þó að Ísland sjálft væri ekki orðið sjálfstætt. 21. ágúst 2019 07:15 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira
Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. 21. ágúst 2019 13:39
Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53
Danskir stjórnmálamenn furða sig á óvæntri ákvörðun Trump Danska konungsfjölskyldan hefur staðfest að ekki verði af fyrirhugaðri opinberri heimsókn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til Danmerkur í september. Upplýsingafulltrúi segir ákvörðunina koma á óvart. 21. ágúst 2019 08:48
Íslendingar gerðu tilkall til Grænlands fyrir sjálfstæði Áætlanir Trumps Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland af Dönum hafa valdið töluverðri furðu og úlfúð. Framan af 20. öldinni héldu Íslendingar fram kröfu um yfirráð yfir Grænlandi þó að Ísland sjálft væri ekki orðið sjálfstætt. 21. ágúst 2019 07:15