Vilja láta taka niður steinvegg hvalaskoðunarfyrirtækis Sveinn Arnarsson skrifar 22. ágúst 2019 06:15 Hlaðni steinveggurinn sem um ræðir umlykur lóð hvalaskoðunarfyrirtækisins við Hafnarstétt á Húsavík. Norðurþing hefur farið fram á það við hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle Giants að fjarlægt verði mannvirki sem fyrirtækið nýtir við Hafnarstétt á Húsavík. Ekki hafa fengist tilætluð leyfi að mati sveitarfélagsins fyrir mannvirkinu og er það því kallað óleyfismannvirki. Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings sendi fyrirtækinu Gentle Giants bréf þann 16. ágúst þar sem þess er einfaldlega krafist að fjarlægt verði það mannvirki sem stendur utan lóðar fyrirtækisins við Hafnarstétt 13. Mannvirkið er í raun hlaðinn veggur sem umlykur lóðina, steinveggur sem er utan lóðarmarka. Gaukur Hjartarson, skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings, segir málið hafa hafist í ágúst í fyrra þegar hann hafi orðið þess áskynja að framkvæmdir væru hafnar við þennan steinvegg utan lóðarmarka. Var þá farið fram á verkstöðvun og að veggurinn yrði fjarlægður. „Sú ákvörðun sveitarfélagsins var svo kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Úrskurðarnefndin kvað svo upp í lok síðasta árs sveitarfélaginu í vil,“ segir Gaukur. „Þá fór sveitarfélagið í það að reyna að koma á samkomulagi við fyrirtækið en forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ekki viljað ganga að því samkomulagi.“ Því eru skiptar skoðanir á málinu og menn ekki á eitt sáttir um lyktir mála. Ljóst er samkvæmt fundargerðum skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings að nú sé mál að linni og umleitanir um samkomulag ekki í höfn. „Fyrirtækið hefur síðan haldið áfram að framkvæma utan lóðarmarka eftir að úrskurður var kveðinn upp, umfram það sem áður var,“ bætir Gaukur við. Saga hvalaskoðunar á Húsavík er nokkuð löng og hún er ein af undirstöðum ferðaþjónustu í bænum. Að minnsta kosti fjögur fyrirtæki, misstór að vanda, hafa starfað við hvalaskoðun á svæðinu í gegnum tíðina og er Gentle Giants eitt það stærsta á landinu og sinnir tugþúsundum gesta ár hvert. Um það bil níu skip eru í notkun hjá fyrirtækinu og eru svokallaði RIB-bátar, hraðskreiðir opnir harðskeljabátar, þeir vinsælustu innan flotans. Stefán Guðmundsson, forstjóri fyrirtækisins Gentle Giants, vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Skipulag Tengdar fréttir Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30 Vill að kjörnir fulltrúar rífi sjálfir niður vegg sem þeir krefjast að víki Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants, hefur kært ákvörðun byggingarfulltrúa Norðurþings um að nýhlaðinn veggur á lóð fyrirtækisins við höfnina í Húsavík verði fjarlægður. Hann telur að pólítík ráði för. 4. október 2018 11:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Norðurþing hefur farið fram á það við hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle Giants að fjarlægt verði mannvirki sem fyrirtækið nýtir við Hafnarstétt á Húsavík. Ekki hafa fengist tilætluð leyfi að mati sveitarfélagsins fyrir mannvirkinu og er það því kallað óleyfismannvirki. Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings sendi fyrirtækinu Gentle Giants bréf þann 16. ágúst þar sem þess er einfaldlega krafist að fjarlægt verði það mannvirki sem stendur utan lóðar fyrirtækisins við Hafnarstétt 13. Mannvirkið er í raun hlaðinn veggur sem umlykur lóðina, steinveggur sem er utan lóðarmarka. Gaukur Hjartarson, skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings, segir málið hafa hafist í ágúst í fyrra þegar hann hafi orðið þess áskynja að framkvæmdir væru hafnar við þennan steinvegg utan lóðarmarka. Var þá farið fram á verkstöðvun og að veggurinn yrði fjarlægður. „Sú ákvörðun sveitarfélagsins var svo kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Úrskurðarnefndin kvað svo upp í lok síðasta árs sveitarfélaginu í vil,“ segir Gaukur. „Þá fór sveitarfélagið í það að reyna að koma á samkomulagi við fyrirtækið en forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ekki viljað ganga að því samkomulagi.“ Því eru skiptar skoðanir á málinu og menn ekki á eitt sáttir um lyktir mála. Ljóst er samkvæmt fundargerðum skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings að nú sé mál að linni og umleitanir um samkomulag ekki í höfn. „Fyrirtækið hefur síðan haldið áfram að framkvæma utan lóðarmarka eftir að úrskurður var kveðinn upp, umfram það sem áður var,“ bætir Gaukur við. Saga hvalaskoðunar á Húsavík er nokkuð löng og hún er ein af undirstöðum ferðaþjónustu í bænum. Að minnsta kosti fjögur fyrirtæki, misstór að vanda, hafa starfað við hvalaskoðun á svæðinu í gegnum tíðina og er Gentle Giants eitt það stærsta á landinu og sinnir tugþúsundum gesta ár hvert. Um það bil níu skip eru í notkun hjá fyrirtækinu og eru svokallaði RIB-bátar, hraðskreiðir opnir harðskeljabátar, þeir vinsælustu innan flotans. Stefán Guðmundsson, forstjóri fyrirtækisins Gentle Giants, vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar Fréttablaðið náði tali af honum.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Skipulag Tengdar fréttir Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30 Vill að kjörnir fulltrúar rífi sjálfir niður vegg sem þeir krefjast að víki Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants, hefur kært ákvörðun byggingarfulltrúa Norðurþings um að nýhlaðinn veggur á lóð fyrirtækisins við höfnina í Húsavík verði fjarlægður. Hann telur að pólítík ráði för. 4. október 2018 11:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30
Vill að kjörnir fulltrúar rífi sjálfir niður vegg sem þeir krefjast að víki Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants, hefur kært ákvörðun byggingarfulltrúa Norðurþings um að nýhlaðinn veggur á lóð fyrirtækisins við höfnina í Húsavík verði fjarlægður. Hann telur að pólítík ráði för. 4. október 2018 11:30