Borgarstjóra blöskrar umræða um stam Seðlabankastjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2019 13:05 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, getur ekki orða bundist yfir því hve margir leggja lykkju á leið sinni í umræðu um nýjan Seðlabankastjóra til að gera lítið úr þeirri staðreynd að hann stami. Borgarstjóri skrifar pistil í tilefni þessa en Ásgeir tók við starfinu í vikunni. „Ég ólst upp við það að Gauti bróðir stamaði. Mjög illa. Frá frumbernsku man ég eftir kvíðanum og angistinni sem fylgdi þessu og ég man eftir umræðum við foreldra okkar um mikilvægi þolinmæði, bíða, ekki grípa frammí og ekki gera óþarfa mál úr þessu. Það þurfti varla að hafa orð á því að stríðni eða háð væri útilokað,“ segir Dagur. „Ég gat hins vegar orðið mjög reiður ef ég fann fyrir háði eða stríðni í garð bróður míns út af þessu. Stamið eltist af honum og ég veit fyrir víst að Ásgeir hefur með mikilli vinnu unnið mjög úr sínu málhelti.“ Hann segir að síðar á ævinni hafi hann kynnst því að margt kjarkmesta fólk sem hann hafi kynnst hafi þá reynslu að hafa þurft að glíma við stam.Heiðar Helguson var kjörinn íþróttamaður ársins 2011. Dagur segir hann mikla fyrirmynd þegar komi að stami.Fréttablaðið/pjetur„Ég vona að Heiðar Helguson knattspyrnumaður fyrirgefi mér að ég nefni hann sem sérstaka fyrirmynd í þessu efni. Við þurfum greinilega að ræða stam og málhelti meira sem samfélag og bið allt fullorðið fólk að hugleiða þessi orð. Ef við krakkarnir gátum tekið tillit og sýnt stuðning fjögurra, fimm ára gömul, hljótum við öll að geta gert það.“ Fleiri virðast hafa tekið eftir þessari umræðu og leggja orð í belg. Þeirra á meðal Jóna Hrönn Bolladóttir prestur. „Það er alveg ótrúlegt að fylgjast með því hvað fullorðið fólk hefur talað um málhelti seðlabankastjóra með ljótum og stórum orðum. Ég veit að Ásgeir getur tekist á við það en það er bara svo vont að verða vitni að svona miklum andstyggilegheitum, maður verður ekkert sérlega bjartsýnn á samfélagið.“ Umræðan sem Dagur nefnir virðist hins vegar koma Illuga Jökulssyni og fleirum í opna skjöldu. Sumir gerðu sér ekki grein fyrir að Ásgeir stamaði og aðrir segjast ekki hafa orðið varir við neina umræðu hvað þetta varði. „Þetta er fínn pistill en ég hef hlustað á Ásgeir Jónsson tala í 12-13 ár og hafði ekki hugmynd um að hann stamaði og hef hvorki fyrr né síðar séð neinn skamma hann fyrir það. Ég vissi ekki af þessu fyrr en það var farið að skamma einhverja ónafngreinda menn fyrir að gera lítið úr honum vegna þessa.“ „Vel mælt. Tek hér undir hvert orð!“ segir Jakob Frímann Magnússon. Reykjavík Seðlabankinn Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, getur ekki orða bundist yfir því hve margir leggja lykkju á leið sinni í umræðu um nýjan Seðlabankastjóra til að gera lítið úr þeirri staðreynd að hann stami. Borgarstjóri skrifar pistil í tilefni þessa en Ásgeir tók við starfinu í vikunni. „Ég ólst upp við það að Gauti bróðir stamaði. Mjög illa. Frá frumbernsku man ég eftir kvíðanum og angistinni sem fylgdi þessu og ég man eftir umræðum við foreldra okkar um mikilvægi þolinmæði, bíða, ekki grípa frammí og ekki gera óþarfa mál úr þessu. Það þurfti varla að hafa orð á því að stríðni eða háð væri útilokað,“ segir Dagur. „Ég gat hins vegar orðið mjög reiður ef ég fann fyrir háði eða stríðni í garð bróður míns út af þessu. Stamið eltist af honum og ég veit fyrir víst að Ásgeir hefur með mikilli vinnu unnið mjög úr sínu málhelti.“ Hann segir að síðar á ævinni hafi hann kynnst því að margt kjarkmesta fólk sem hann hafi kynnst hafi þá reynslu að hafa þurft að glíma við stam.Heiðar Helguson var kjörinn íþróttamaður ársins 2011. Dagur segir hann mikla fyrirmynd þegar komi að stami.Fréttablaðið/pjetur„Ég vona að Heiðar Helguson knattspyrnumaður fyrirgefi mér að ég nefni hann sem sérstaka fyrirmynd í þessu efni. Við þurfum greinilega að ræða stam og málhelti meira sem samfélag og bið allt fullorðið fólk að hugleiða þessi orð. Ef við krakkarnir gátum tekið tillit og sýnt stuðning fjögurra, fimm ára gömul, hljótum við öll að geta gert það.“ Fleiri virðast hafa tekið eftir þessari umræðu og leggja orð í belg. Þeirra á meðal Jóna Hrönn Bolladóttir prestur. „Það er alveg ótrúlegt að fylgjast með því hvað fullorðið fólk hefur talað um málhelti seðlabankastjóra með ljótum og stórum orðum. Ég veit að Ásgeir getur tekist á við það en það er bara svo vont að verða vitni að svona miklum andstyggilegheitum, maður verður ekkert sérlega bjartsýnn á samfélagið.“ Umræðan sem Dagur nefnir virðist hins vegar koma Illuga Jökulssyni og fleirum í opna skjöldu. Sumir gerðu sér ekki grein fyrir að Ásgeir stamaði og aðrir segjast ekki hafa orðið varir við neina umræðu hvað þetta varði. „Þetta er fínn pistill en ég hef hlustað á Ásgeir Jónsson tala í 12-13 ár og hafði ekki hugmynd um að hann stamaði og hef hvorki fyrr né síðar séð neinn skamma hann fyrir það. Ég vissi ekki af þessu fyrr en það var farið að skamma einhverja ónafngreinda menn fyrir að gera lítið úr honum vegna þessa.“ „Vel mælt. Tek hér undir hvert orð!“ segir Jakob Frímann Magnússon.
Reykjavík Seðlabankinn Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent