Lítil von til þess að ferðamaðurinn finnist í Þingvallavatni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 14:18 Frá leit í Þingvallavatni þann 10. ágúst síðastliðinn. Landsbjörg Leit stendur nú yfir að belgískum ferðamanni sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn fyrir tæpum tveimur vikum. Kafbátur fór niður í vatnið klukkan rúmlega tíu í morgun en báturinn myndar botn vatnsins á því svæði þar sem lögreglan telur líklegast að maðurinn hafi fallið í vatnið. Þar er vatnið allt að 80 metra djúpt og því lítil birta og jafnvel grugg í vatninu. Maðurinn sem talið er að hafi fallið í vatnið heitir Björn Debecker og er tveggja barna faðir frá Leuven í Belgíu. Þann 10. ágúst síðastliðinn fannst mannlaus bátur á floti á vatninu en bakpoki Debecker fannst sama dag í flæðarmálinu. Strax þá hófst leit að manninum en hann var einn á ferð hér á landi. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að kafbáturinn komi til baka á milli klukkan þrjú og fjögur í dag. Þá verði skipt um batterí og myndakort í honum. Báturinn fer svo aftur af stað og verður úti í vatninu í aðra fimm klukkutíma. „Hann siglir samkvæmt fyrir fram ákveðnu munstri sem er búið að forrita. Hann skannar botninn með sónarskannar og tekur þar að auki ljósmyndir,“ segir Oddur. Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur umsjón með leitinni í dag en auk þeirra eru björgunarsveitarmenn á svæðinu á bát og fulltrúi frá fyrirtækinu Gavia sem á kafbátinn. Oddur segir að báturinn taki á milli 40 og 50 þúsund ljósmyndir. Það geti svo tekið nokkra daga að vinna úr gögnunum. Aðspurður hvort hann sé vongóður um að finna manninn í vatninu svarar Oddur því neitandi. „Ég á alveg eftir að sjá hvað kemur út úr þessu í dag en ef það er hægt að finna hann þá held ég að þetta sé leiðin,“ segir hann. Bróðir Debecker kom til landsins á dögunum og er farinn aftur út. Oddur segir lögregluna vera í góðu sambandi við hann sem og aðra aðstandendur vegna málsins. Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir Nota neðansjávardróna við leit í Þingvallavatni Björgunarsveitir að störfum við leit að belgískum ferðamanni, sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn síðustu helgi, munu beita neðansjávardrónum við leitina í dag 18. ágúst 2019 13:50 Einungis notast við kafara við leit í Þingvallavatni Rannsókn málsins hefur leitt til þess að leitarsvæðið hefur verið þrengt og er nú horft sérstaklega til suðurhluta vatnsins. 16. ágúst 2019 10:21 Styðjast við mynd sem Belginn sendi móður sinni Lögreglan á Suðurlandi hefur stuðst við farsímagöng við leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi farið í Þingvallavatn. 16. ágúst 2019 12:25 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Leit stendur nú yfir að belgískum ferðamanni sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn fyrir tæpum tveimur vikum. Kafbátur fór niður í vatnið klukkan rúmlega tíu í morgun en báturinn myndar botn vatnsins á því svæði þar sem lögreglan telur líklegast að maðurinn hafi fallið í vatnið. Þar er vatnið allt að 80 metra djúpt og því lítil birta og jafnvel grugg í vatninu. Maðurinn sem talið er að hafi fallið í vatnið heitir Björn Debecker og er tveggja barna faðir frá Leuven í Belgíu. Þann 10. ágúst síðastliðinn fannst mannlaus bátur á floti á vatninu en bakpoki Debecker fannst sama dag í flæðarmálinu. Strax þá hófst leit að manninum en hann var einn á ferð hér á landi. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að kafbáturinn komi til baka á milli klukkan þrjú og fjögur í dag. Þá verði skipt um batterí og myndakort í honum. Báturinn fer svo aftur af stað og verður úti í vatninu í aðra fimm klukkutíma. „Hann siglir samkvæmt fyrir fram ákveðnu munstri sem er búið að forrita. Hann skannar botninn með sónarskannar og tekur þar að auki ljósmyndir,“ segir Oddur. Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur umsjón með leitinni í dag en auk þeirra eru björgunarsveitarmenn á svæðinu á bát og fulltrúi frá fyrirtækinu Gavia sem á kafbátinn. Oddur segir að báturinn taki á milli 40 og 50 þúsund ljósmyndir. Það geti svo tekið nokkra daga að vinna úr gögnunum. Aðspurður hvort hann sé vongóður um að finna manninn í vatninu svarar Oddur því neitandi. „Ég á alveg eftir að sjá hvað kemur út úr þessu í dag en ef það er hægt að finna hann þá held ég að þetta sé leiðin,“ segir hann. Bróðir Debecker kom til landsins á dögunum og er farinn aftur út. Oddur segir lögregluna vera í góðu sambandi við hann sem og aðra aðstandendur vegna málsins.
Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir Nota neðansjávardróna við leit í Þingvallavatni Björgunarsveitir að störfum við leit að belgískum ferðamanni, sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn síðustu helgi, munu beita neðansjávardrónum við leitina í dag 18. ágúst 2019 13:50 Einungis notast við kafara við leit í Þingvallavatni Rannsókn málsins hefur leitt til þess að leitarsvæðið hefur verið þrengt og er nú horft sérstaklega til suðurhluta vatnsins. 16. ágúst 2019 10:21 Styðjast við mynd sem Belginn sendi móður sinni Lögreglan á Suðurlandi hefur stuðst við farsímagöng við leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi farið í Þingvallavatn. 16. ágúst 2019 12:25 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Nota neðansjávardróna við leit í Þingvallavatni Björgunarsveitir að störfum við leit að belgískum ferðamanni, sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn síðustu helgi, munu beita neðansjávardrónum við leitina í dag 18. ágúst 2019 13:50
Einungis notast við kafara við leit í Þingvallavatni Rannsókn málsins hefur leitt til þess að leitarsvæðið hefur verið þrengt og er nú horft sérstaklega til suðurhluta vatnsins. 16. ágúst 2019 10:21
Styðjast við mynd sem Belginn sendi móður sinni Lögreglan á Suðurlandi hefur stuðst við farsímagöng við leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi farið í Þingvallavatn. 16. ágúst 2019 12:25