Félag eldri borgara nýtti kauprétt að íbúð sem deilt er um fyrir dómstólum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 18:45 Fjölbýlishúsið við Árskóga sem Félag eldri borgara lét byggja. Vísir Félag eldri borgara í Reykjavík (FEB) hefur nýtt kauprétt sinn að íbúð sem deilt hefur verið um fyrir dómstólum þar sem kaupendurnir neita að greiða hærra verð fyrir íbúðina en kveðið er á um í kaupsamningi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FEB. Þar segir að félagið nýti kaupréttinn samkvæmt kvöð sem þinglýst er á Árskóga 1 til 3 og vísað er í til í kaupsamningum og úthlutunarreglum félagsins. „Um er að ræða þrautarlausn til að varna því að málsókn kaupandans, nái hún fram að ganga, setji félagið í þrot. Aðgerð félagsins byggir á þeim sama kaupsamningi og deilt er um og er studd bæði óháðu lögfræðiáliti og fjölmörgum málsástæðum sem fram koma í greinargerð félagsins sem lögð var fram við fyrirtöku málsins í héraðsdómi í morgun,“ segir í tilkynningunni. Kaupendur að tveimur íbúðum höfðuðu mál gegn FEB vegna aukagreiðslu sem félagið krefur kaupendur að íbúðum um vegna mistaka sem gerð voru við verðlagningu þeirra á sínum tíma. FEB náði samkomulagi við kaupendur annarrar íbúðarinnar fyrr í vikunni en hitt málið er enn fyrir dómstólum.„Það hefði verið óskandi ef báðum þessum málum hefði lokið með samkomulagi en því miður var aðeins annar aðilinn tilbúinn til að fallast á sáttatilboð sem byggði á jafnræði þeirra beggja. Von Félags eldri borgara stendur til að meðferð málsins fyrir dómstólum taki skamman tíma og að óvissunni ljúki sem fyrst,“ segir í tilkynningu FEB. Þar kemur jafnframt fram að 49 núverandi og verðandi íbúar í Árskógum hafi nú lýst því yfir að þeir séu samþykkir tilboði FEB um að greiða hærra verð fyrir íbúðirnar en upphaflega var samið um í kaupsamningum. „45 hafa þegar skrifað undir skilmálabreytingu þess efnis en fjórir til viðbótar, sem allir eiga það sameiginlegt að dvelja utan höfuðborgarsvæðisins, hyggjast gera sér ferð til að skrifa undir á næstunni. Þá hafa allir nema tveir af þeim 33 sem voru með afhendingardag á íbúð í lok júlí samþykkt að greiða hækkað verð, en einn á eftir að skrifa undir. Enn á eftir ræða við 10 kaupendur, en illa hefur gengið að ná í suma þeirra. Eftir meðbyr síðustu daga er Félag eldri borgara orðið bjartsýnt á að nær allir samþykki aukagreiðsluna. Þá vonast stjórn félagsins til að dómari í máli kaupandans sem ekki hefur viljað samþykkja aukagreiðsluna, úrskurði félaginu í hag,“ segir í tilkynningu FEB sem lesa má í heild sinni hér. Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Halda máli sínu til streitu vegna „grófrar framkomu og mikillar hörku“ Félags eldri borgara Segja félagið skorta samningsvilja og fara fram með hótunum. 21. ágúst 2019 18:32 Fallið frá öðru málinu á hendur FEB Félag eldri borgara hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur einstaklingum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna íbúðanna í Árskógum. 21. ágúst 2019 13:13 Reynt að ná samningum við FEB í Árskógamálinu Fyrirtöku sem fara átti fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í málum kaupenda að tveimur íbúðum í Árskógum 1-3 var frestað rétt áður en hún átti að hefjast klukkan níu í morgun. 21. ágúst 2019 10:26 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Félag eldri borgara í Reykjavík (FEB) hefur nýtt kauprétt sinn að íbúð sem deilt hefur verið um fyrir dómstólum þar sem kaupendurnir neita að greiða hærra verð fyrir íbúðina en kveðið er á um í kaupsamningi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FEB. Þar segir að félagið nýti kaupréttinn samkvæmt kvöð sem þinglýst er á Árskóga 1 til 3 og vísað er í til í kaupsamningum og úthlutunarreglum félagsins. „Um er að ræða þrautarlausn til að varna því að málsókn kaupandans, nái hún fram að ganga, setji félagið í þrot. Aðgerð félagsins byggir á þeim sama kaupsamningi og deilt er um og er studd bæði óháðu lögfræðiáliti og fjölmörgum málsástæðum sem fram koma í greinargerð félagsins sem lögð var fram við fyrirtöku málsins í héraðsdómi í morgun,“ segir í tilkynningunni. Kaupendur að tveimur íbúðum höfðuðu mál gegn FEB vegna aukagreiðslu sem félagið krefur kaupendur að íbúðum um vegna mistaka sem gerð voru við verðlagningu þeirra á sínum tíma. FEB náði samkomulagi við kaupendur annarrar íbúðarinnar fyrr í vikunni en hitt málið er enn fyrir dómstólum.„Það hefði verið óskandi ef báðum þessum málum hefði lokið með samkomulagi en því miður var aðeins annar aðilinn tilbúinn til að fallast á sáttatilboð sem byggði á jafnræði þeirra beggja. Von Félags eldri borgara stendur til að meðferð málsins fyrir dómstólum taki skamman tíma og að óvissunni ljúki sem fyrst,“ segir í tilkynningu FEB. Þar kemur jafnframt fram að 49 núverandi og verðandi íbúar í Árskógum hafi nú lýst því yfir að þeir séu samþykkir tilboði FEB um að greiða hærra verð fyrir íbúðirnar en upphaflega var samið um í kaupsamningum. „45 hafa þegar skrifað undir skilmálabreytingu þess efnis en fjórir til viðbótar, sem allir eiga það sameiginlegt að dvelja utan höfuðborgarsvæðisins, hyggjast gera sér ferð til að skrifa undir á næstunni. Þá hafa allir nema tveir af þeim 33 sem voru með afhendingardag á íbúð í lok júlí samþykkt að greiða hækkað verð, en einn á eftir að skrifa undir. Enn á eftir ræða við 10 kaupendur, en illa hefur gengið að ná í suma þeirra. Eftir meðbyr síðustu daga er Félag eldri borgara orðið bjartsýnt á að nær allir samþykki aukagreiðsluna. Þá vonast stjórn félagsins til að dómari í máli kaupandans sem ekki hefur viljað samþykkja aukagreiðsluna, úrskurði félaginu í hag,“ segir í tilkynningu FEB sem lesa má í heild sinni hér.
Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Halda máli sínu til streitu vegna „grófrar framkomu og mikillar hörku“ Félags eldri borgara Segja félagið skorta samningsvilja og fara fram með hótunum. 21. ágúst 2019 18:32 Fallið frá öðru málinu á hendur FEB Félag eldri borgara hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur einstaklingum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna íbúðanna í Árskógum. 21. ágúst 2019 13:13 Reynt að ná samningum við FEB í Árskógamálinu Fyrirtöku sem fara átti fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í málum kaupenda að tveimur íbúðum í Árskógum 1-3 var frestað rétt áður en hún átti að hefjast klukkan níu í morgun. 21. ágúst 2019 10:26 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Halda máli sínu til streitu vegna „grófrar framkomu og mikillar hörku“ Félags eldri borgara Segja félagið skorta samningsvilja og fara fram með hótunum. 21. ágúst 2019 18:32
Fallið frá öðru málinu á hendur FEB Félag eldri borgara hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur einstaklingum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna íbúðanna í Árskógum. 21. ágúst 2019 13:13
Reynt að ná samningum við FEB í Árskógamálinu Fyrirtöku sem fara átti fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í málum kaupenda að tveimur íbúðum í Árskógum 1-3 var frestað rétt áður en hún átti að hefjast klukkan níu í morgun. 21. ágúst 2019 10:26