Ræða um skógareldana í Amason á G7-fundinum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. ágúst 2019 08:45 Merkel og Macron í París í nóvember síðastliðnum. Nordicphotos/Getty Leiðtogar Frakka og Þjóðverja tjáðu sig báðir í gær um þann metfjölda skógarelda sem hafa geisað í Amasonfrumskóginum í Brasilíu á árinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að þetta þyrfti að ræða á fundi G7-ríkjanna um helgina. Algjört neyðarástand hefði skapast. Tók Merkel þannig undir með Emmanuel Macron Frakklandsforseta. „Húsið okkar er að brenna. Bókstaflega. Amasonfrumskógurinn, lungun sem framleiða fimmtung af súrefni jarðar, er alelda,“ sagði Frakkinn. Og Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, er á sama máli. „Nú þegar við göngum í gegnum hnattræna loftslagskrísu höfum við ekki efni á því að slík auðlind súrefnis og fjölbreytts lífríkis skaðist meira.“ Öfgaíhaldsmaðurinn Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sagði ákall um að málið skyldi ræða á fundinum litast af nýlenduhyggju. Hann hefur sagt mögulegt að alþjóðleg samtök beri ábyrgð á eldunum til að koma óorði á stjórn sína en gengist við því að fyrir því séu engar sannanir. Á fimmtudag sagði hann svo, samkvæmt BBC, að bændur gætu verið að kveikja í skóginum til að rýma land. CNN hafði eftir leiðtogum umhverfisverndarsamtaka og rannsakendum í gær að mannfólk hefði kveikt meirihluta elda ársins. Haley Brink, veðurfræðingur CNN, sagði líklegast að nautgripabændur hefðu kveikt í til að fá meira beitiland. Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Skógareldar Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Sjá meira
Leiðtogar Frakka og Þjóðverja tjáðu sig báðir í gær um þann metfjölda skógarelda sem hafa geisað í Amasonfrumskóginum í Brasilíu á árinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að þetta þyrfti að ræða á fundi G7-ríkjanna um helgina. Algjört neyðarástand hefði skapast. Tók Merkel þannig undir með Emmanuel Macron Frakklandsforseta. „Húsið okkar er að brenna. Bókstaflega. Amasonfrumskógurinn, lungun sem framleiða fimmtung af súrefni jarðar, er alelda,“ sagði Frakkinn. Og Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, er á sama máli. „Nú þegar við göngum í gegnum hnattræna loftslagskrísu höfum við ekki efni á því að slík auðlind súrefnis og fjölbreytts lífríkis skaðist meira.“ Öfgaíhaldsmaðurinn Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sagði ákall um að málið skyldi ræða á fundinum litast af nýlenduhyggju. Hann hefur sagt mögulegt að alþjóðleg samtök beri ábyrgð á eldunum til að koma óorði á stjórn sína en gengist við því að fyrir því séu engar sannanir. Á fimmtudag sagði hann svo, samkvæmt BBC, að bændur gætu verið að kveikja í skóginum til að rýma land. CNN hafði eftir leiðtogum umhverfisverndarsamtaka og rannsakendum í gær að mannfólk hefði kveikt meirihluta elda ársins. Haley Brink, veðurfræðingur CNN, sagði líklegast að nautgripabændur hefðu kveikt í til að fá meira beitiland.
Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Skógareldar Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Sjá meira