Talsverð truflun verður á bílaumferð vegna Menningarnætur og Reykjavíkurmaraþonsins.Vísir/Einar
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka árið 2019 er hafið en hlaupararnir í maraþoni og hálfmaraþoni voru ræstir af stað klukkan 8:30 í morgun en þeir sem fara tíu kílómetra leggja af stað klukkan 9:35.
Áheitasöfnunin á hlaupastyrkur.is er í fullum gangi en rétt í þessu var 150 milljóna króna múrinn rofinn. Þetta segir Anna Lilja Sigurðardóttir upplýsinga- og samskiptastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur.
Fjölmargir hafa styrkt gott málefni með því að heita á hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu.Vísir/EinarBúast má við talsverðum töfum á umferð bæði vegna Menningarnætur og Reykjavíkurmaraþonsins og því þurfa hlauparar, bílstjórar og aðrir vegfarendur að gæta fyllstu varúðar. Fólk er hvatt til að skilja bílinn eftir og taka þess í stað strætó, sem verður ókeypis í dag.
Þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoninu munu setja sinn svip á borgina í dag.RSI.isLokað var fyrir bílaumferð í miðborginni klukkan sjö í morgun og verður ekki opnað á ný fyrr en eftir klukkan eitt eftir miðnætti. Lokaða svæðið afmarkast af Snorrabraut, gömlu Hringbraut, Ægisgötu og Mýrargötu. Sæbraut verður einnig lokuð frá Snorrabraut. Á vefsvæði Reykjavíkurmaraþonsins er síðan að finna frekari upplýsingar um umferðartafir.
Sérstök skutluþjónusta Strætó verður í boði í dag fyrir þá sem vilja komast hratt og örugglega inn á mitt hátíðarsvæðið.
Skutlurnar munu ganga frá kl. 07:30 og fram yfir miðnætti eða þar til hátíðargestir eru farnir heim úr miðbænum. Skutlurnar aka frá Laugardalshöll með viðkomu á stoppustöðvum strætó í Borgartúni og Hlemmi og þaðan beinustu leið upp að Hallgrímskirkju. Skutlustöðvar verða merktar. Hægt er að nálgast kort af akstursleiðum skutlu.
Norskar konur hlaupa maraþon næstum þrettán mínútum hraðar en bandarískir karlar samkvæmt nýrri rannsókn. Íslenskir hlauparar eru í sjöunda sæti og konur fjölmennar.