Myndu kljúfa markaðinn í tvennt Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 28. ágúst 2019 08:15 Kjarasamningar á almenna markaðnum voru undirritaðir í aprílbyrjun. Fréttablaðið/Ernir Nái frumvarpið um breytingu á lögum um verðtrygginguna fram að ganga má búast við að fjármögnun lánastofnana á verðtryggðum fasteignalánum verði erfiðari og lánskjör verri. Lögin myndu kljúfa markaðinn fyrir verðtryggðar skuldbindingar í tvennt, grynnka hann og þannig veikja verðmyndun, að mati hagfræðings Samtaka fjármálafyrirtækja. Grynnri markaður muni að öllum líkindum þýða hærri vexti á verðtryggðum skuldbindingum. Fjármálaráðuneytið birti í sumar drög að frumvarpinu sem er hluti af skuldbindingum stjórnvalda vegna lífskjarasamningsins. Breytingarnar sem í því felast eru tvíþættar. Annars vegar verður hámarkið á lánstíma verðtryggðra jafngreiðslulána til neytenda lækkað úr 40 árum í 25 ár. Frumvarpsdrögin fela þó í sér töluverðar undanþágur vegna aldurs, tekna og veðsetningar. Hins vegar verður heimilað að verðtryggja nýjar fjárskuldbindingar miðað við vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Allar eldri skuldbindingar verða þó áfram verðtryggðar með vísitölu neysluverðs eins og verið hefur. Öll ný verðtryggð lán til neytenda, neyslulán og fasteignalán, skulu verðtryggð með vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja sem hafa skilað umsögn um frumvarpsdrögin, segir í samtali við Markaðinn að ný vísitala muni flækja stýringu eigna og skuldbindinga hjá fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum. „Markaðurinn verður grynnri og það er verið að kljúfa hann í tvennt. Þetta skapar vanda fyrir lífeyrissjóðina sem verða áfram með sínar skuldbindingar, þ.e.a.s. lífeyrisgreiðslurnar, tryggðar með vísitölu neysluverðs en sjóðfélagalánin og ef til vill fleiri eignir verða á nýju vísitölunni. Þannig myndast misvægi og það er hugsanlegt að áhugi sjóðanna á því að veita fasteignalán til neytenda muni minnka,“ segir Yngvi Örn. Lífeyrissjóðirnir muni hafa mestan áhuga á verðtryggðum markaðsskuldabréfum sem tryggð eru með vísitölu neysluverðs til jafnvægis við skuldbindingarnar. Lífeyrissjóðirnir eru stærstu kaupendur innlendra skuldabréfa og leiðir Yngvi Örn líkur að því að ríkissjóður muni ekki gefa út skuldabréf með verðtryggingu með vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Verðmyndun á vöxtum sem tryggðir eru með nýju vísitölunni verði því ábótavant enda myndi ríkisskuldabréf grunn að verðmyndun á vaxtamarkaði. „Síðan er hætta á því að bankarnir, sem verða að lána til fasteignakaupa í nýju vísitölunni, verði í erfiðleikum að fjármagna fasteignalánin með sértryggðum skuldabréfum. Bankar myndu vilja að sértryggðu skuldabréfin yrðu framvegis verðtryggð með vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Áhugi lífeyrissjóða sem eru helstu kaupendur skulda bréfa á innlendum markaði, og þannig verðtryggðra skuldabréfa, er óviss. Hugsanlega verður erfitt að finna markað fyrir skuldabréfin nema með því að hækka vextina,“ segir Yngvi Örn. Þannig muni hærri fjármögnunarkostnaður stuðla að hækkun vaxta á fasteignalánum bankanna. Auk þess sé líklegt að nýja vísitalan hækki minna en sú gamla til lengri tíma litið og því verði vextirnir á lánum með nýju vísitölunni hærri. Þá nefnir Yngvi Örn fleiri galla á því að hafa tvær vísitölur á lánamarkaði. „Það er hætt við því að þegar misgengi verður milli þessara vísitalna, til dæmis þegar verðlag hækkar hraðar en húsnæðisverð, komi upp óánægja og þrýstingur á stjórnmálamenn að breyta fyrirkomulaginu á ný. Við sáum þetta þegar launavísitalan var tekin inn í verðtrygginguna árið 1989 og tekin aftur út nokkrum árum síðar þegar í ljós kom að laun voru að hækka hraðar en verðlag,“ segir Yngvi Örn. „Það hefur síðan verið ákveðin hefð fyrir því að gera breytingar afturvirkar til að forðast rugling en eins og útfærslan er í dag þá virðist áformað að eldri skuldbindingar verði áfram á gömlu vísitölunni. Þetta datt mönnum ekki í hug í þau skipti sem vísitölunni var breytt.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Nái frumvarpið um breytingu á lögum um verðtrygginguna fram að ganga má búast við að fjármögnun lánastofnana á verðtryggðum fasteignalánum verði erfiðari og lánskjör verri. Lögin myndu kljúfa markaðinn fyrir verðtryggðar skuldbindingar í tvennt, grynnka hann og þannig veikja verðmyndun, að mati hagfræðings Samtaka fjármálafyrirtækja. Grynnri markaður muni að öllum líkindum þýða hærri vexti á verðtryggðum skuldbindingum. Fjármálaráðuneytið birti í sumar drög að frumvarpinu sem er hluti af skuldbindingum stjórnvalda vegna lífskjarasamningsins. Breytingarnar sem í því felast eru tvíþættar. Annars vegar verður hámarkið á lánstíma verðtryggðra jafngreiðslulána til neytenda lækkað úr 40 árum í 25 ár. Frumvarpsdrögin fela þó í sér töluverðar undanþágur vegna aldurs, tekna og veðsetningar. Hins vegar verður heimilað að verðtryggja nýjar fjárskuldbindingar miðað við vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Allar eldri skuldbindingar verða þó áfram verðtryggðar með vísitölu neysluverðs eins og verið hefur. Öll ný verðtryggð lán til neytenda, neyslulán og fasteignalán, skulu verðtryggð með vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja sem hafa skilað umsögn um frumvarpsdrögin, segir í samtali við Markaðinn að ný vísitala muni flækja stýringu eigna og skuldbindinga hjá fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum. „Markaðurinn verður grynnri og það er verið að kljúfa hann í tvennt. Þetta skapar vanda fyrir lífeyrissjóðina sem verða áfram með sínar skuldbindingar, þ.e.a.s. lífeyrisgreiðslurnar, tryggðar með vísitölu neysluverðs en sjóðfélagalánin og ef til vill fleiri eignir verða á nýju vísitölunni. Þannig myndast misvægi og það er hugsanlegt að áhugi sjóðanna á því að veita fasteignalán til neytenda muni minnka,“ segir Yngvi Örn. Lífeyrissjóðirnir muni hafa mestan áhuga á verðtryggðum markaðsskuldabréfum sem tryggð eru með vísitölu neysluverðs til jafnvægis við skuldbindingarnar. Lífeyrissjóðirnir eru stærstu kaupendur innlendra skuldabréfa og leiðir Yngvi Örn líkur að því að ríkissjóður muni ekki gefa út skuldabréf með verðtryggingu með vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Verðmyndun á vöxtum sem tryggðir eru með nýju vísitölunni verði því ábótavant enda myndi ríkisskuldabréf grunn að verðmyndun á vaxtamarkaði. „Síðan er hætta á því að bankarnir, sem verða að lána til fasteignakaupa í nýju vísitölunni, verði í erfiðleikum að fjármagna fasteignalánin með sértryggðum skuldabréfum. Bankar myndu vilja að sértryggðu skuldabréfin yrðu framvegis verðtryggð með vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Áhugi lífeyrissjóða sem eru helstu kaupendur skulda bréfa á innlendum markaði, og þannig verðtryggðra skuldabréfa, er óviss. Hugsanlega verður erfitt að finna markað fyrir skuldabréfin nema með því að hækka vextina,“ segir Yngvi Örn. Þannig muni hærri fjármögnunarkostnaður stuðla að hækkun vaxta á fasteignalánum bankanna. Auk þess sé líklegt að nýja vísitalan hækki minna en sú gamla til lengri tíma litið og því verði vextirnir á lánum með nýju vísitölunni hærri. Þá nefnir Yngvi Örn fleiri galla á því að hafa tvær vísitölur á lánamarkaði. „Það er hætt við því að þegar misgengi verður milli þessara vísitalna, til dæmis þegar verðlag hækkar hraðar en húsnæðisverð, komi upp óánægja og þrýstingur á stjórnmálamenn að breyta fyrirkomulaginu á ný. Við sáum þetta þegar launavísitalan var tekin inn í verðtrygginguna árið 1989 og tekin aftur út nokkrum árum síðar þegar í ljós kom að laun voru að hækka hraðar en verðlag,“ segir Yngvi Örn. „Það hefur síðan verið ákveðin hefð fyrir því að gera breytingar afturvirkar til að forðast rugling en eins og útfærslan er í dag þá virðist áformað að eldri skuldbindingar verði áfram á gömlu vísitölunni. Þetta datt mönnum ekki í hug í þau skipti sem vísitölunni var breytt.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira