Harkaleg deila Carragher og umboðsmanns: „Viltu líka ráðleggja hvernig eigi að hrækja á fólk út um bílrúðu?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. ágúst 2019 15:28 Carragher svaraði umboðsmanni Bobbys Duncan fullum hálsi. vísir/getty Jamie Carragher og Saif Rubie, umboðsmaður Bobbys Duncan, 18 ára leikmanns Liverpool, fóru í hár saman á Twitter í dag. Forsaga málsins er sú að Liverpool vill ekki leyfa Duncan að fara frá félaginu. Fiorentina á Ítalíu og Nordsjælland í Danmörku gerðu bæði tilboð í strákinn en Liverpool hafnaði þeim. Í yfirlýsingu sem Rubie sendi frá sér í dag segir hann að málið hafi haft mikil áhrif á andlega heilsu Duncans og hann sakar Liverpool um að hafa eyðilagt líf stráksins. Hann hafi t.a.m. ekki farið út úr húsi í fjóra daga og Rubie segir að Duncan mæti aldrei aftur á æfingu hjá Liverpool. Rubie gagnrýndi Michael Edwards, yfirmann knattspyrnumála hjá Liverpool, harkalega fyrir hans framgöngu í máli Duncans.Official statement regarding Bobby Duncan @bobbyduncan999 shame on you @LFC#mentalhealth#considerationpic.twitter.com/OFYUJnwiJA — Saif Rubie (@saifpr) August 28, 2019 Carragher tjáði sig um yfirlýsingu Rubies og gaf henni ekki háa einkunn. „Ég þekki Bobby og fjölskyldu hans vel. Hann er ungur og á þeim aldri viljum við fá allt strax. Hann lék með aðalliðinu á undirbúningstímabilinu sem er frábær byrjun. Hann ætti að reyna að bæta sig á þessu tímabili og kannski komast á bekkinn í deildabikarnum. Þú ættir að ráðleggja honum það,“ skrifaði Carragher á Twitter og lét mynd af trúð fylgja með færslunni.I know Bobby & his family well, he’s young & at that age we all want everything right now. Played for the 1st team in pre season which is a great start & he should try & develop this season & maybe make the bench in Caraboa Cup. That should be the advice you’re giving him you https://t.co/RqXd9eupc1 — Jamie Carragher (@Carra23) August 28, 2019 Rubie svaraði um hæl og rifjaði upp atvik frá því í mars í fyrra þegar Carragher hrækti á stelpu út um bílrúðu. Í kjölfarið fór Carragher í leyfi frá störfum á Sky Sports. „Viltu líka ráðleggja hvernig eigi að hrækja á fólk út um bílrúðu? Þú ert síðasta manneskjan sem ætti að segja eitthvað og þú veist ekkert hvað gengur á bak við tjöldin. Einbeittu þér að þínu starfi og ég einbeiti mér að mínu stafi,“ skrifaði Rubie.Do you also want to give advice on how to spit at people from the outside of a car? You're the last person to say or know what's really going on behding the scenes. Focus on your job and I'll focus on mine. https://t.co/1bJ6ru7smC — Saif Rubie (@saifpr) August 28, 2019 „Ég gerði stór mistök og skaðaði mig meira en nokkurn annan. Þú hefur gert stór mistök, ert að skaða sjálfan þig og það sem mikilvægara er, ferils ungs leikmanns. Það er líka vandræðalegt að draga nafn Stevens Gerrard inn í umræðuna,“ skrifaði Carragher en Duncan er frændi Gerrards.I made a huge mistake & apologised, I hurt myself more than anyone. You have made a big mistake & are hurting yourself but more importantly a young lads career. Throwing Stevie Gerrard’s name in also is embarrassing. https://t.co/VXEx2JsViD — Jamie Carragher (@Carra23) August 28, 2019 Carragher og Rubie héldu ritdeilu sinni áfram en hana má sjá hér fyrir neðan. Carragher hvatti Duncan m.a. til að finna sér nýjan umboðsmann.No problem Jamie. But in life you can't be wrong and strong. When the truth comes out as to how Michael Edwards has handled Bobby's wellbeing and future you will be thinking differently I promise you. Not a single word in the statement is not the hard truth. https://t.co/xvJB4RAIlT — Saif Rubie (@saifpr) August 28, 2019There is a problem & it’s you. You take on the most powerful person at the club besides Klopp?!! Madness. Club will never deal with you again https://t.co/26AP9PXylp — Jamie Carragher (@Carra23) August 28, 2019You talking about the glorified data analyst Michael Edwards? The one who doesn't even know that @KPBofficial is a midfielder not a centre forward. Goes to show how much he knows. Oh and he doesn't give a shit about a young players well-being more importantly. https://t.co/mrGD9LSe2B — Saif Rubie (@saifpr) August 28, 2019I think @bobbyduncan999 should leave this guy before he gets sacked by the club. https://t.co/4nmKH7ZHTb — Jamie Carragher (@Carra23) August 28, 2019 Duncan, sem er fæddur árið 2001, kom til Liverpool frá Manchester City í fyrra. Hann lék nokkra leiki með aðalliðinu á undirbúningstímabilinu. Á síðasta tímabili lék Duncan með unglinga- og varaliði Liverpool. Hann hefur einnig leikið með yngri landsliðum Englands.Umræddur Bobby Duncan sem Liverpool vill ekki selja eða lána.vísir/getty Enski boltinn Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Sjá meira
Jamie Carragher og Saif Rubie, umboðsmaður Bobbys Duncan, 18 ára leikmanns Liverpool, fóru í hár saman á Twitter í dag. Forsaga málsins er sú að Liverpool vill ekki leyfa Duncan að fara frá félaginu. Fiorentina á Ítalíu og Nordsjælland í Danmörku gerðu bæði tilboð í strákinn en Liverpool hafnaði þeim. Í yfirlýsingu sem Rubie sendi frá sér í dag segir hann að málið hafi haft mikil áhrif á andlega heilsu Duncans og hann sakar Liverpool um að hafa eyðilagt líf stráksins. Hann hafi t.a.m. ekki farið út úr húsi í fjóra daga og Rubie segir að Duncan mæti aldrei aftur á æfingu hjá Liverpool. Rubie gagnrýndi Michael Edwards, yfirmann knattspyrnumála hjá Liverpool, harkalega fyrir hans framgöngu í máli Duncans.Official statement regarding Bobby Duncan @bobbyduncan999 shame on you @LFC#mentalhealth#considerationpic.twitter.com/OFYUJnwiJA — Saif Rubie (@saifpr) August 28, 2019 Carragher tjáði sig um yfirlýsingu Rubies og gaf henni ekki háa einkunn. „Ég þekki Bobby og fjölskyldu hans vel. Hann er ungur og á þeim aldri viljum við fá allt strax. Hann lék með aðalliðinu á undirbúningstímabilinu sem er frábær byrjun. Hann ætti að reyna að bæta sig á þessu tímabili og kannski komast á bekkinn í deildabikarnum. Þú ættir að ráðleggja honum það,“ skrifaði Carragher á Twitter og lét mynd af trúð fylgja með færslunni.I know Bobby & his family well, he’s young & at that age we all want everything right now. Played for the 1st team in pre season which is a great start & he should try & develop this season & maybe make the bench in Caraboa Cup. That should be the advice you’re giving him you https://t.co/RqXd9eupc1 — Jamie Carragher (@Carra23) August 28, 2019 Rubie svaraði um hæl og rifjaði upp atvik frá því í mars í fyrra þegar Carragher hrækti á stelpu út um bílrúðu. Í kjölfarið fór Carragher í leyfi frá störfum á Sky Sports. „Viltu líka ráðleggja hvernig eigi að hrækja á fólk út um bílrúðu? Þú ert síðasta manneskjan sem ætti að segja eitthvað og þú veist ekkert hvað gengur á bak við tjöldin. Einbeittu þér að þínu starfi og ég einbeiti mér að mínu stafi,“ skrifaði Rubie.Do you also want to give advice on how to spit at people from the outside of a car? You're the last person to say or know what's really going on behding the scenes. Focus on your job and I'll focus on mine. https://t.co/1bJ6ru7smC — Saif Rubie (@saifpr) August 28, 2019 „Ég gerði stór mistök og skaðaði mig meira en nokkurn annan. Þú hefur gert stór mistök, ert að skaða sjálfan þig og það sem mikilvægara er, ferils ungs leikmanns. Það er líka vandræðalegt að draga nafn Stevens Gerrard inn í umræðuna,“ skrifaði Carragher en Duncan er frændi Gerrards.I made a huge mistake & apologised, I hurt myself more than anyone. You have made a big mistake & are hurting yourself but more importantly a young lads career. Throwing Stevie Gerrard’s name in also is embarrassing. https://t.co/VXEx2JsViD — Jamie Carragher (@Carra23) August 28, 2019 Carragher og Rubie héldu ritdeilu sinni áfram en hana má sjá hér fyrir neðan. Carragher hvatti Duncan m.a. til að finna sér nýjan umboðsmann.No problem Jamie. But in life you can't be wrong and strong. When the truth comes out as to how Michael Edwards has handled Bobby's wellbeing and future you will be thinking differently I promise you. Not a single word in the statement is not the hard truth. https://t.co/xvJB4RAIlT — Saif Rubie (@saifpr) August 28, 2019There is a problem & it’s you. You take on the most powerful person at the club besides Klopp?!! Madness. Club will never deal with you again https://t.co/26AP9PXylp — Jamie Carragher (@Carra23) August 28, 2019You talking about the glorified data analyst Michael Edwards? The one who doesn't even know that @KPBofficial is a midfielder not a centre forward. Goes to show how much he knows. Oh and he doesn't give a shit about a young players well-being more importantly. https://t.co/mrGD9LSe2B — Saif Rubie (@saifpr) August 28, 2019I think @bobbyduncan999 should leave this guy before he gets sacked by the club. https://t.co/4nmKH7ZHTb — Jamie Carragher (@Carra23) August 28, 2019 Duncan, sem er fæddur árið 2001, kom til Liverpool frá Manchester City í fyrra. Hann lék nokkra leiki með aðalliðinu á undirbúningstímabilinu. Á síðasta tímabili lék Duncan með unglinga- og varaliði Liverpool. Hann hefur einnig leikið með yngri landsliðum Englands.Umræddur Bobby Duncan sem Liverpool vill ekki selja eða lána.vísir/getty
Enski boltinn Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Sjá meira