Tilkynnt um nýja ríkisstjórn á Ítalíu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 18:06 Leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar segist hafa í hyggju að skipa Giouseppe Conte forsætisráðherra á ný. Leiðtogar Lýðræðisflokksins og Fimmstjörnuhreyfingarinnar hafa komið sér saman um stjórnarsáttmála og ákveðið að mynda ríkisstjórn. Hún mun sitja til ársins 2023 þegar næsta þjóðaratkvæðagreiðsla er á dagskrá.Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að Luigi Di Maio, formaður Fimmstjörnuhreyfingarinnar, myndi glaður skipa Giouseppe Conte forsætisráðherra á ný en Conte sagði af sér embætti 20. ágúst síðastliðinn vegna ábyrgðarleysis sem hann sagði Matteo Salvini, leiðtoga Norðurbandalagsins, hafa sýnt af sér. Salvini, sem einnig var fyrrverandi innanríkiráðherra landsins, kom ítölsku þjóðinni í opna skjöldu í upphafi mánaðarins þegar hann sleit ríkisstjórnarsamstarfi við Fimmstjörnuhreyfinguna eftir aðeins eitt ár við stjórnvölinn en þess má geta að áður en flokkarnir tveir skrifuðu undir stjórnarsáttmála fyrir um ári síðan ríkti margra mánaða stjórnarkreppa í landinu. „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að rík ástæða sé til að gera þessa tilraun,“ sagði Nicola Zigaretti í samtali við BBC að loknum fundi með forsetanum. Lýðræðisflokkurinn sem staðsetur sig vinstra megin við miðju á hinu pólitíska litrófi og Fimmstjörnuhreyfingin sem rekur harða innflytjendastefnu, hafa löngum verið á öndverðum meiði í hinum ýmsu málum. „Á erfiðum tímum sem þessum verðum við að axla ábyrgð. Við höfum ekki efni á öðru en að sýna hugrekki og láta reyna á þetta,“ sagði Zigaretti. Von er á yfirlýsingu Sergio Mattarella, forseta Ítalíu, vegna nýrrar ríkisstjórnar síðar í kvöld. Mattarella biðlaði á dögunum til þingflokkanna að reyna að ná saman ellegar þyrfti hann að skipa bráðabirgðastjórn og blása til kosninga. Ítalía Tengdar fréttir Engin sátt um kosningar Öldungadeild ítalska þingsins komst ekki að niðurstöðu þegar þingmenn ræddu í gær um hvort tillaga Matteos Salvini, leiðtoga þjóðernisflokksins Bandalagsins og innanríkisráðherra, um vantraust á ríkisstjórnina yrði tekin til umræðu. 13. ágúst 2019 06:00 Forsætisráðherra krefst þess að Salvini réttlæti stjórnarslit Matteo Salvini þarf að réttlæta fyrir ítölsku þjóðinni ákvörðun sína að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Fimmstjörnuhreyfinguna eftir aðeins eitt ár við stjórnvölinn og margra mánaða stjórnarkreppu. 9. ágúst 2019 14:06 Stjórnarkrísa á Ítalíu eftir afsögn Conte Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti um afsögn sína í gær. Sakaði hann Matteo Salvini, leiðtoga Norðurbandalagsins, um að setja hagsmuni sína og flokks síns ofar hagsmunum landsins. 21. ágúst 2019 08:00 Forsætisráðherra Ítalíu segir af sér Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, sakaði innanríkisráðherra landsins um ábyrgðarleysi þegar hann tilkynnti um afsögn sína. 20. ágúst 2019 14:27 Lýsir yfir endalokum ítölsku ríkisstjórnarinnar Slitnað hefur upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Bandalagsins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar. Ríkisstjórn þeirra er ársgömul. 8. ágúst 2019 20:25 Gere segir ítölsk stjórnvöld skrímslavæða flóttafólk Hollywoodstjarnan Richard Gere kallaði á hjálp ítalskra yfirvalda til að aðstoða flóttafólk sem hefur verið haldið á spænskum björgunarbáti á Miðjarðarhafinu í meira en viku. 11. ágúst 2019 14:58 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Leiðtogar Lýðræðisflokksins og Fimmstjörnuhreyfingarinnar hafa komið sér saman um stjórnarsáttmála og ákveðið að mynda ríkisstjórn. Hún mun sitja til ársins 2023 þegar næsta þjóðaratkvæðagreiðsla er á dagskrá.Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að Luigi Di Maio, formaður Fimmstjörnuhreyfingarinnar, myndi glaður skipa Giouseppe Conte forsætisráðherra á ný en Conte sagði af sér embætti 20. ágúst síðastliðinn vegna ábyrgðarleysis sem hann sagði Matteo Salvini, leiðtoga Norðurbandalagsins, hafa sýnt af sér. Salvini, sem einnig var fyrrverandi innanríkiráðherra landsins, kom ítölsku þjóðinni í opna skjöldu í upphafi mánaðarins þegar hann sleit ríkisstjórnarsamstarfi við Fimmstjörnuhreyfinguna eftir aðeins eitt ár við stjórnvölinn en þess má geta að áður en flokkarnir tveir skrifuðu undir stjórnarsáttmála fyrir um ári síðan ríkti margra mánaða stjórnarkreppa í landinu. „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að rík ástæða sé til að gera þessa tilraun,“ sagði Nicola Zigaretti í samtali við BBC að loknum fundi með forsetanum. Lýðræðisflokkurinn sem staðsetur sig vinstra megin við miðju á hinu pólitíska litrófi og Fimmstjörnuhreyfingin sem rekur harða innflytjendastefnu, hafa löngum verið á öndverðum meiði í hinum ýmsu málum. „Á erfiðum tímum sem þessum verðum við að axla ábyrgð. Við höfum ekki efni á öðru en að sýna hugrekki og láta reyna á þetta,“ sagði Zigaretti. Von er á yfirlýsingu Sergio Mattarella, forseta Ítalíu, vegna nýrrar ríkisstjórnar síðar í kvöld. Mattarella biðlaði á dögunum til þingflokkanna að reyna að ná saman ellegar þyrfti hann að skipa bráðabirgðastjórn og blása til kosninga.
Ítalía Tengdar fréttir Engin sátt um kosningar Öldungadeild ítalska þingsins komst ekki að niðurstöðu þegar þingmenn ræddu í gær um hvort tillaga Matteos Salvini, leiðtoga þjóðernisflokksins Bandalagsins og innanríkisráðherra, um vantraust á ríkisstjórnina yrði tekin til umræðu. 13. ágúst 2019 06:00 Forsætisráðherra krefst þess að Salvini réttlæti stjórnarslit Matteo Salvini þarf að réttlæta fyrir ítölsku þjóðinni ákvörðun sína að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Fimmstjörnuhreyfinguna eftir aðeins eitt ár við stjórnvölinn og margra mánaða stjórnarkreppu. 9. ágúst 2019 14:06 Stjórnarkrísa á Ítalíu eftir afsögn Conte Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti um afsögn sína í gær. Sakaði hann Matteo Salvini, leiðtoga Norðurbandalagsins, um að setja hagsmuni sína og flokks síns ofar hagsmunum landsins. 21. ágúst 2019 08:00 Forsætisráðherra Ítalíu segir af sér Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, sakaði innanríkisráðherra landsins um ábyrgðarleysi þegar hann tilkynnti um afsögn sína. 20. ágúst 2019 14:27 Lýsir yfir endalokum ítölsku ríkisstjórnarinnar Slitnað hefur upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Bandalagsins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar. Ríkisstjórn þeirra er ársgömul. 8. ágúst 2019 20:25 Gere segir ítölsk stjórnvöld skrímslavæða flóttafólk Hollywoodstjarnan Richard Gere kallaði á hjálp ítalskra yfirvalda til að aðstoða flóttafólk sem hefur verið haldið á spænskum björgunarbáti á Miðjarðarhafinu í meira en viku. 11. ágúst 2019 14:58 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Engin sátt um kosningar Öldungadeild ítalska þingsins komst ekki að niðurstöðu þegar þingmenn ræddu í gær um hvort tillaga Matteos Salvini, leiðtoga þjóðernisflokksins Bandalagsins og innanríkisráðherra, um vantraust á ríkisstjórnina yrði tekin til umræðu. 13. ágúst 2019 06:00
Forsætisráðherra krefst þess að Salvini réttlæti stjórnarslit Matteo Salvini þarf að réttlæta fyrir ítölsku þjóðinni ákvörðun sína að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Fimmstjörnuhreyfinguna eftir aðeins eitt ár við stjórnvölinn og margra mánaða stjórnarkreppu. 9. ágúst 2019 14:06
Stjórnarkrísa á Ítalíu eftir afsögn Conte Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti um afsögn sína í gær. Sakaði hann Matteo Salvini, leiðtoga Norðurbandalagsins, um að setja hagsmuni sína og flokks síns ofar hagsmunum landsins. 21. ágúst 2019 08:00
Forsætisráðherra Ítalíu segir af sér Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, sakaði innanríkisráðherra landsins um ábyrgðarleysi þegar hann tilkynnti um afsögn sína. 20. ágúst 2019 14:27
Lýsir yfir endalokum ítölsku ríkisstjórnarinnar Slitnað hefur upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Bandalagsins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar. Ríkisstjórn þeirra er ársgömul. 8. ágúst 2019 20:25
Gere segir ítölsk stjórnvöld skrímslavæða flóttafólk Hollywoodstjarnan Richard Gere kallaði á hjálp ítalskra yfirvalda til að aðstoða flóttafólk sem hefur verið haldið á spænskum björgunarbáti á Miðjarðarhafinu í meira en viku. 11. ágúst 2019 14:58