Að duga eða drepast í Laugardalnum Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. ágúst 2019 11:30 Hörður Axel og Ragnar ræða málin á æfingu í gær. Fréttablaðið/Ernir Íslenska karlalandsliðið mætir Sviss í öðrum leik Íslands í undankeppni EuroBasket 2021 í Laugardalshöll í dag. Eftir naumt tap Íslands fyrir Portúgal í vikunni er landsliðið komið í þá stöðu að það má varla við því að tapa öðrum leik í riðlakeppninni ef Strákarnir okkar ætla sér áfram á næsta stig undankeppninnar. Efsta lið riðilsins fær þátttökurétt í umspilinu fyrir EuroBasket 2021 og er Ísland að reyna að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð en með ósigri í dag eru örlögin ekki lengur í höndum íslenska liðsins. Þetta er í níunda skipti sem Ísland mætir Sviss og hefur Ísland til þessa unnið tvisvar, síðast í undankeppni EuroBasket 2017 á heimavelli þar sem liðið lék á als oddi. Íslenska liðið fékk ekki langan tíma til endurhæfingar eftir grátlegt tap fyrir Portúgal í vikunni á meðan Sviss hefur fengið heila viku til að undirbúa þennan leik. „Undirbúningurinn hefur gengið ágætlega, við vorum búnir að undirbúa gögn um svissneska liðið og höfum verið að fara yfir það þó að auðvitað væri maður til í meiri tíma,“ segir Craig Pedersen, þjálfari landsliðsins, hreinskilinn spurður út í undirbúningstímann á milli leikja. „Við þurftum að hætta undir eins að hugsa um þennan tapleik í Portúgal. Við eigum möguleika á því að vinna hérna heima og þá er allt jafnt í riðlinum. Auðvitað voru menn vonsviknir eftir leikinn í Portúgal þar sem hlutirnir duttu ekki með okkur í lokasókninni, þetta er annað árið í röð sem við töpum með minnsta mun úti í Portúgal en spilamennskan var góð. Það komu mistök en heilt yfir léku menn vel og við fengum gott framlag frá mörgum leikmönnum og við gerðum allt sem við ætluðum okkur þótt það hafi ekki dugað til.“ Stærsta verkefni Íslands er að stöðva Clint Capela, miðherja Sviss sem leikur með Houston Rockets og var með 16,6 stig og 12,7 fráköst að meðaltali í NBA-deildinni síðasta vetur en Craig minnti á Sviss væri einnig með öflugar skyttur. „Clint er frábær í því sem hann gerir auk þess sem það eru öflugir leikmenn á vængjunum, góðar skyttur sem við þurfum að hafa góðar gætur á,“ segir Craig. Það er því ærið hlutverk sem bíður miðherja íslenska liðsins að stöðva Capela í teig íslenska liðsins. „Hann er frábær í vaggi og veltu (e. pick and roll) og frábær í kringum körfuna en hann vill helst vera sem næst körfunni. Hann er ólíkur mörgum af evrópsku miðherjunum sem vilja jafnvel draga sig út fyrir þriggja stiga línuna,“ segir Hlynur Bæringsson sem er orðinn vanur því að mæta leikmönnum á þessu getustigi eftir að hafa farið tvívegis í lokakeppni EuroBasket. „Maður er aðeins búinn að venjast þessu þótt það sé spennandi að takast á við leikmann sem er að spila með einu af bestu liðum NBA-deildarinnar. Hún dofnar kannski aðeins með árunum, spennan við að takast á við þessar stjörnur,“ segir Hlynur glottandi. Körfubolti Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið mætir Sviss í öðrum leik Íslands í undankeppni EuroBasket 2021 í Laugardalshöll í dag. Eftir naumt tap Íslands fyrir Portúgal í vikunni er landsliðið komið í þá stöðu að það má varla við því að tapa öðrum leik í riðlakeppninni ef Strákarnir okkar ætla sér áfram á næsta stig undankeppninnar. Efsta lið riðilsins fær þátttökurétt í umspilinu fyrir EuroBasket 2021 og er Ísland að reyna að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð en með ósigri í dag eru örlögin ekki lengur í höndum íslenska liðsins. Þetta er í níunda skipti sem Ísland mætir Sviss og hefur Ísland til þessa unnið tvisvar, síðast í undankeppni EuroBasket 2017 á heimavelli þar sem liðið lék á als oddi. Íslenska liðið fékk ekki langan tíma til endurhæfingar eftir grátlegt tap fyrir Portúgal í vikunni á meðan Sviss hefur fengið heila viku til að undirbúa þennan leik. „Undirbúningurinn hefur gengið ágætlega, við vorum búnir að undirbúa gögn um svissneska liðið og höfum verið að fara yfir það þó að auðvitað væri maður til í meiri tíma,“ segir Craig Pedersen, þjálfari landsliðsins, hreinskilinn spurður út í undirbúningstímann á milli leikja. „Við þurftum að hætta undir eins að hugsa um þennan tapleik í Portúgal. Við eigum möguleika á því að vinna hérna heima og þá er allt jafnt í riðlinum. Auðvitað voru menn vonsviknir eftir leikinn í Portúgal þar sem hlutirnir duttu ekki með okkur í lokasókninni, þetta er annað árið í röð sem við töpum með minnsta mun úti í Portúgal en spilamennskan var góð. Það komu mistök en heilt yfir léku menn vel og við fengum gott framlag frá mörgum leikmönnum og við gerðum allt sem við ætluðum okkur þótt það hafi ekki dugað til.“ Stærsta verkefni Íslands er að stöðva Clint Capela, miðherja Sviss sem leikur með Houston Rockets og var með 16,6 stig og 12,7 fráköst að meðaltali í NBA-deildinni síðasta vetur en Craig minnti á Sviss væri einnig með öflugar skyttur. „Clint er frábær í því sem hann gerir auk þess sem það eru öflugir leikmenn á vængjunum, góðar skyttur sem við þurfum að hafa góðar gætur á,“ segir Craig. Það er því ærið hlutverk sem bíður miðherja íslenska liðsins að stöðva Capela í teig íslenska liðsins. „Hann er frábær í vaggi og veltu (e. pick and roll) og frábær í kringum körfuna en hann vill helst vera sem næst körfunni. Hann er ólíkur mörgum af evrópsku miðherjunum sem vilja jafnvel draga sig út fyrir þriggja stiga línuna,“ segir Hlynur Bæringsson sem er orðinn vanur því að mæta leikmönnum á þessu getustigi eftir að hafa farið tvívegis í lokakeppni EuroBasket. „Maður er aðeins búinn að venjast þessu þótt það sé spennandi að takast á við leikmann sem er að spila með einu af bestu liðum NBA-deildarinnar. Hún dofnar kannski aðeins með árunum, spennan við að takast á við þessar stjörnur,“ segir Hlynur glottandi.
Körfubolti Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti