Körfubolti

Gaf báðum stelpunum sem hann datt á á­ritaða treyju

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Önnur stúlkan með árituðu treyjuna.
Önnur stúlkan með árituðu treyjuna. FIBA EuroBasket

Stuðningsmaður sænska landsliðsins í körfubolta var aðeins of æstur í æsispennandi leik Svía og Finna í riðlinum sem fer fram í Tampere í Finnlandi.

Maðurinn ókyrri og óstöðugi var að reyna að trufla finnsku stórstjörnuna Lauri Markkanen í vítaskoti.

Markkanen er vanur ýmsu úr NBA deildinni og lét manninn nú ekkert trufla sig.

Stuðningsmaðurinn kom aftur á móti sjálfum sér úr jafnvægi með öllu saman. Hann missti fæturna og datt fram fyrir sig og til hliðar.

Það varð til að Svíinn æsti datt á tvær finnskar stelpur.

Stelpurnar sátu fyrir aftan körfuna og höfðu það hlutverk að þurrka svita af gólfinu.

Stuðningsmaðurinn skammaði sig mikið fyrir það sem gerðist og ákvað að reyna að gleðja stelpurnar um leið og hann bað þær afsökunar.

Maðurinn fékk leikmenn sænsku landsliðsmennina til að árita treyju og gefa stelpunum. Það er ekki hægt að sjá annað en þær séu sáttar og hafi fyrirgefið honum.

Með því að fletta hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar maðurinn dettur á stelpurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×