Körfubolti

Myndir frá enda­lokum Ís­lands á EM

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason huggar Kára Jónsson að leik loknum.
Tryggvi Snær Hlinason huggar Kára Jónsson að leik loknum. Vísir/Hulda Margrét

Ísland lék sinn síðasta leik á Evrópumóti karla í körfubolta í dag þegar liðið steinlá fyrir sterku liði Frakklands sem vantaði þó tvo af sínum bestu leikmönnum. 

Hvort leikirnir fjórir fyrir leik dagsins hafi tekið sinn toll er óvíst en strákarnir okkar áttu aldrei möguleika gegn Frökkum. Ljósmyndari Vísis, Hulda Margrét, var á staðnum og myndaði allt sem þar fór fram. Sjá má hluta af afrakstrinum hér að neðan.

Tapið var óþarflega stórt.Vísir/Hulda Margrét
Kári gat ekki leynt tilfinningum sínum.Vísir/Hulda Margrét
Menn fundu þó ástæðu til að brosa.Vísir/Hulda Margrét
„Jesús“ teygir úr sér.Vísir/Hulda Margrét
Strákarnir okkar að leik loknum.Vísir/Hulda Margrét
Stuðningsfólk Íslands lét í sér heyra að venju.Vísir/Hulda Margrét
Stuðningurinn var frábær að venju.Vísir/Hulda Margrét
Tryggvi Snær gaf allt sem hann átti á mótinu.Vísir/Hulda Margrét
Strákarnir fengu góðan stuðning.Vísir/Hulda Margrét
Menn gátu leyft sér að brosa.Vísir/Hulda Margrét
Goðsögnin Jón Arnór Stefánsson var í stúkunni.Vísir/Hulda Margrét
Ægir Þór og stuðningsmenn hans.Vísir/Hulda Margrét
Ægir Þór Steinarsson hefur mögulega leikið sinn síðasta landsleik.Vísir/Hulda Margrét
Það sem öllu máli skiptir.Vísir/Hulda Margrét
Martin Hermannson og fjölskylda.Vísir/Hulda Margrét
Elvar Már Friðriksson stefnir eflaust á eitt EM í viðbót.Vísir/Hulda Margrét

Tengdar fréttir

Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú

Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði fimmta leiknum sínum í röð á Evrópumótinu í Póllandi en að þessu sinni kom stóri skellurinn sem liðið hafði ekki kynnst hingað til í mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×