Körfubolti

Síðasti lands­leikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ægir Þór Steinarsson hefur leikið 101. landsleik fyrir Ísland þar af fimmtán þeirra í úrslitakeppni EM.
Ægir Þór Steinarsson hefur leikið 101. landsleik fyrir Ísland þar af fimmtán þeirra í úrslitakeppni EM. Vísir/Hulda Margrét

Ægir Þór Steinarsson lék sinn 101. landsleik á móti Frökkum í dag en er þetta hans síðasti landsleikur?

Ægir er elstur og reynslumestur í hópnum og var að klára sitt þriðja Evrópumót með íslenska landsliðinu.

Valur Páll Eiríksson spurði hann eftir leikinn í dag hvort þetta væri hans síðasti landsleikur.

„Já ég íhugaði það alveg. Það má vel vera en ég er samt ekki búinn að hugsa það alveg hreint í gegn,“ sagði Ægir.

„Það eru góðar líkur á því en svo leyfir maður þessu móti aðeins að sjatna og lætur aðeins tímann líða. Þú þarf tíma að til að melta svona mót,“ sagði Ægir.

„Þetta átti aldrei að vera eitthvað um mig, hvort þetta væri síðasti leikurinn eða ekki. Þetta átti bara að vera körfuboltaleikur og svo sér maður bara til,“ sagði Ægir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×