Undirritar í dag friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum gegn orkuvinnslu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. ágúst 2019 12:15 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Vísir/Stöð 2 Umhverfisráðherra undirritar í dag friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum. Undirritunin er hluti af átaki stjórnvalda í friðlýsingum og segir ráðherrann að í framhaldinu verði fleiri svæði friðlýst. Undirritunin fer fram klukkan 15.30 í Ásbyrgi og er hluti af átaki stjórnvalda í friðlýsingum. „Ég er að fara að friðlýsa Jökulsá á Fjöllum gegn orkuvinnslu. Þetta er langt ferli sem hefur átt sér stað. Alþingi samþykkti árið 2013 rammaáætlun þar sem ákveðnar virkjanahugmyndir voru teknar af borðinu og ákveðið að friðlýsa þau svæði gegn orkunýtingu,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Jökulsá á Fjöllum er fyrsta friðlýsta svæðið í verndarflokki rammaáætlunar. „Jökulsá á Fjöllum er þá sú fyrsta og því vil ég meina að þetta séu ákveðin tímamót í friðlýsingu að fyrsta svæðið í rammaáætlun sé nú friðlýst gegn orkuvinnslu. Þetta er mikið fljót, vatnið hefur sorfið í gegnum tíðina alveg gríðarlega fallegar og flottar jarðmyndanir og er alveg einstakt svæði þannig verndin sem þarna er sett á gegn orkuvinnslu byggir á faglegu mati verkefnistjórnar og faghópa rammaáætlunar á sínum tíma,“ sagði Guðmundur. Hann segir að fleiri svæði munu bætast við á næstu vikum sem fyrirhugað er að friðlýsa. „Líka ýmsum svæðum sem að álag ferðamanna er mikið. Það er nýtt í þessum friðlýsingum að þá erum við að beita þessum friðlýsingum sem tæki til að vernda svæðin en jafnframt að byggja upp innviðina þannig að hægt sé að taka betur á móti gestum og koma umsjón á þessi svæði,“ sagði Guðmundur. Undirritunin fer fram á sama tíma og jökulsárhlaupið fer fram en um er að ræða hlaup eftir stígum Vatnajökulsþjóðgarðs sem notið hefur mikilla vinsælda. Samhliða friðlýsingunni undirritar ráðherra breytingu á reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð um stækkun hans sem nemur um tveggja ferkílómetra svæði í Ásbyrgi. Norðurþing Orkumál Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Umhverfisráðherra undirritar í dag friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum. Undirritunin er hluti af átaki stjórnvalda í friðlýsingum og segir ráðherrann að í framhaldinu verði fleiri svæði friðlýst. Undirritunin fer fram klukkan 15.30 í Ásbyrgi og er hluti af átaki stjórnvalda í friðlýsingum. „Ég er að fara að friðlýsa Jökulsá á Fjöllum gegn orkuvinnslu. Þetta er langt ferli sem hefur átt sér stað. Alþingi samþykkti árið 2013 rammaáætlun þar sem ákveðnar virkjanahugmyndir voru teknar af borðinu og ákveðið að friðlýsa þau svæði gegn orkunýtingu,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Jökulsá á Fjöllum er fyrsta friðlýsta svæðið í verndarflokki rammaáætlunar. „Jökulsá á Fjöllum er þá sú fyrsta og því vil ég meina að þetta séu ákveðin tímamót í friðlýsingu að fyrsta svæðið í rammaáætlun sé nú friðlýst gegn orkuvinnslu. Þetta er mikið fljót, vatnið hefur sorfið í gegnum tíðina alveg gríðarlega fallegar og flottar jarðmyndanir og er alveg einstakt svæði þannig verndin sem þarna er sett á gegn orkuvinnslu byggir á faglegu mati verkefnistjórnar og faghópa rammaáætlunar á sínum tíma,“ sagði Guðmundur. Hann segir að fleiri svæði munu bætast við á næstu vikum sem fyrirhugað er að friðlýsa. „Líka ýmsum svæðum sem að álag ferðamanna er mikið. Það er nýtt í þessum friðlýsingum að þá erum við að beita þessum friðlýsingum sem tæki til að vernda svæðin en jafnframt að byggja upp innviðina þannig að hægt sé að taka betur á móti gestum og koma umsjón á þessi svæði,“ sagði Guðmundur. Undirritunin fer fram á sama tíma og jökulsárhlaupið fer fram en um er að ræða hlaup eftir stígum Vatnajökulsþjóðgarðs sem notið hefur mikilla vinsælda. Samhliða friðlýsingunni undirritar ráðherra breytingu á reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð um stækkun hans sem nemur um tveggja ferkílómetra svæði í Ásbyrgi.
Norðurþing Orkumál Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira