Tölvuforrit geti brenglað verð til Íslands Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 11:00 Tölvuyrki höfðu meiri áhuga á ferðum til Íslands en raunverulegir ferðalangar ef marka má úttekt netöryggisfyrirtækisins. Getty/Oscar Bjarnason Áhugi tölvuyrkja (e. bot) á ferðalögum til Íslands í júlí var meiri en áhugi ferðalanga af holdi og blóði. Yrkin geta hermt eftir raunverulegri eftirspurn og þannig haft merkjanleg áhrif á flugmiðaverð til vinsælla áfangastað. Þetta kemur fram í úttekt ísraelska netöryggisfyrirtækisins PerimeterX, sem m.a. sérhæfir sig í þjónustu við ferðaþjónustufyrirtæki. Ferðaskrifstofur, sölusíður og önnur ferðaþjónustufyrirtæki eru í auknum mæli farin að nota yrki til að betrumbæta reikningsaðferðir sínar með það fyrir augum að bregðast við eftirspurnarsveiflum og bæta kjör til viðskiptavina. Yrkin sé þó jafnframt hægt að nota til ýmis konar myrkraverka. Í úttektinni segir m.a. að hægt sé að nota þau til að herma eftir viðskiptavinum, taka frá flugmiða eða hótelgistingu og þannig koma í veg fyrir að alvöru viðskiptavinir geta pantað sömu vöru og þjónustu. Með þessu sé hægt að falsa eftirspurn með tilheyrandi verðhækkunum, jafnvel senda hálffullar flugvélar í loftið og fækka gistinóttum. Í úttekt PerimeterX kemur fram að flest yrki séu ræst út um það leyti sem fólk sé einna helst að íhuga utanlandsferðir, þ.e. yfir köldu vetrarmánuðina. Fjöldi ferðaþjónustuyrkja hafi aukist um 37 prósent frá fyrra ári og nefnir PerimeterX einna helst tvær ástæður fyrir þessari fjölgun: Þjónusta yrkjanna sé orðin ódýrari og að fleiri, stór ferðaþjónustufyrirtæki séu farin að nýta sér yrkja í harðri samkeppninni.Hlutfall yrkja af heildaráhuga á völdum flugvöllum.perimeterxÍ úttektinni segir að í júlí síðastliðnum hafi „áhugi yrkja“ á ýmsum nafntoguðum flugvöllum verið meiri en áhugi almennra neytenda. Fjögur dæmi eru nefnd í þssu samhengi: Keflavíkurflugvöllur, alþjóðaflugvellirnir í Hamborg og Berlín auk Palma de Mallorca-flugvallarins á spænsku eyjunni Mallorca. Þannig hafi næstum 83 prósent allra sem leituðu að flugvallarkóða Keflavíkurflugvallar, KEF, í júlí verið yrki. Þessi mikla yrkjaumferð er talin geta brenglað (e. badly skew) reikniforritin sem ákvarði verð, enda geri þau það ekki síst út frá eftirspurn. PerimeterX segist gruna að yrkin sem leituðu til Íslands og Mallorca hafi verið peð í verðstríði ferðaþjónustufyrirtækja sem selja ferðir til eyjanna tveggja. Yrkin séu þannig notuð til að betrumbæta fyrrnefnd reikniforrit með því að grandskoða sætaframboð og verðbreytingar hjá keppinautunum, með það fyrir augum að teikna upp verð sem sé hagstætt fyrir viðskiptavininn en um leið hámarki hagnað fyrirtækjanna. Nánar má fræðast um úttekt PerimeterX á heimasíðu netöryggisfyrirtækisins. Ferðamennska á Íslandi Ísrael Tækni Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Áhugi tölvuyrkja (e. bot) á ferðalögum til Íslands í júlí var meiri en áhugi ferðalanga af holdi og blóði. Yrkin geta hermt eftir raunverulegri eftirspurn og þannig haft merkjanleg áhrif á flugmiðaverð til vinsælla áfangastað. Þetta kemur fram í úttekt ísraelska netöryggisfyrirtækisins PerimeterX, sem m.a. sérhæfir sig í þjónustu við ferðaþjónustufyrirtæki. Ferðaskrifstofur, sölusíður og önnur ferðaþjónustufyrirtæki eru í auknum mæli farin að nota yrki til að betrumbæta reikningsaðferðir sínar með það fyrir augum að bregðast við eftirspurnarsveiflum og bæta kjör til viðskiptavina. Yrkin sé þó jafnframt hægt að nota til ýmis konar myrkraverka. Í úttektinni segir m.a. að hægt sé að nota þau til að herma eftir viðskiptavinum, taka frá flugmiða eða hótelgistingu og þannig koma í veg fyrir að alvöru viðskiptavinir geta pantað sömu vöru og þjónustu. Með þessu sé hægt að falsa eftirspurn með tilheyrandi verðhækkunum, jafnvel senda hálffullar flugvélar í loftið og fækka gistinóttum. Í úttekt PerimeterX kemur fram að flest yrki séu ræst út um það leyti sem fólk sé einna helst að íhuga utanlandsferðir, þ.e. yfir köldu vetrarmánuðina. Fjöldi ferðaþjónustuyrkja hafi aukist um 37 prósent frá fyrra ári og nefnir PerimeterX einna helst tvær ástæður fyrir þessari fjölgun: Þjónusta yrkjanna sé orðin ódýrari og að fleiri, stór ferðaþjónustufyrirtæki séu farin að nýta sér yrkja í harðri samkeppninni.Hlutfall yrkja af heildaráhuga á völdum flugvöllum.perimeterxÍ úttektinni segir að í júlí síðastliðnum hafi „áhugi yrkja“ á ýmsum nafntoguðum flugvöllum verið meiri en áhugi almennra neytenda. Fjögur dæmi eru nefnd í þssu samhengi: Keflavíkurflugvöllur, alþjóðaflugvellirnir í Hamborg og Berlín auk Palma de Mallorca-flugvallarins á spænsku eyjunni Mallorca. Þannig hafi næstum 83 prósent allra sem leituðu að flugvallarkóða Keflavíkurflugvallar, KEF, í júlí verið yrki. Þessi mikla yrkjaumferð er talin geta brenglað (e. badly skew) reikniforritin sem ákvarði verð, enda geri þau það ekki síst út frá eftirspurn. PerimeterX segist gruna að yrkin sem leituðu til Íslands og Mallorca hafi verið peð í verðstríði ferðaþjónustufyrirtækja sem selja ferðir til eyjanna tveggja. Yrkin séu þannig notuð til að betrumbæta fyrrnefnd reikniforrit með því að grandskoða sætaframboð og verðbreytingar hjá keppinautunum, með það fyrir augum að teikna upp verð sem sé hagstætt fyrir viðskiptavininn en um leið hámarki hagnað fyrirtækjanna. Nánar má fræðast um úttekt PerimeterX á heimasíðu netöryggisfyrirtækisins.
Ferðamennska á Íslandi Ísrael Tækni Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent