Hinsegin skjöl? Svanhildur Bogadóttir skrifar 16. ágúst 2019 13:00 Borgarskjalasafn Reykjavíkur er stolt af því að hafa fengið til varðveislu skjalasafn Samtakanna ´78 og tengdra samtaka. Hluti safnsins er opinn öllum en takmarkaður aðgangur er að viðkvæmum skjölum. Eftirsótt er að fá aðgang að safni Samtakanna til rannsókna því sívaxandi áhugi er á þessari mikilvægu sögu. Söfnun heimilda um réttindabaráttu hinsegin fólks og ekki síður heimildir um líf þeirra er mikilvæg fyrir komandi kynslóðir. Hinsegin saga er hluti af sögu og menningu Íslands og því nauðsynlegt að varðveita, fræðast um og miðla þeirri sögu. En saga hinsegin fólks er ekki einskorðuð við skjöl Samtakanna ´78 og yrði harla einhæf ef eingöngu yrði stuðst við þau skjöl. Því miður hefur Borgarskjalasafn, ekki frekar en önnur opinber skjalasöfn, fengið mikið af skjölum hinsegin einstaklinga til varðveislu. Skjöl þeirra eru mikilvæg til að skrá og varðveita sögu þeirra sem einstaklinga og hóps fyrir framtíðina. Það væri mikill missir ef skjöl og saga hinsegin einstaklinga glötuðust. Í tilefni Hinsegin daga óskar Borgarskjalasafn Reykjavíkur eftir að fá til varðveislu skjöl, útgáfuefni eða annað efni sem segir, lýsir eða tengist sögu hinsegin fólks eða réttindabaráttu þeirra á einn eða annan hátt, til dæmis sendibréf, dagbækur, frásagnir, ljósmyndir, úrklippur og póstkort. Skjölin sem afhent eru geta verið allt frá einu bréfi til stærri safna. Þau verða skráð af starfsmönnum Borgarskjalasafns og varðveitt í skjalageymslu safnsins. Hægt er að setja takmarkanir á aðgang, til dæmis þannig að enginn megi skoða skjölin í ákveðinn tíma eða án leyfis. Þeir sem eiga eða vita um áhugaverð skjöl eru hvattir til að hafa samband við starfsmenn Borgarskjalasafns. Til að fá nánari upplýsingar má hafa samband við safnið í síma 4116060, senda póst á netfangið borgarskjalasafn@reykjavik.is eða koma á safnið frá mánudegi til föstudags milli kl. 13 og 16 í Tryggvagötu 15, 3. hæð, Reykjavík.Höfundur er borgarskjalavörður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Borgarskjalasafn Reykjavíkur er stolt af því að hafa fengið til varðveislu skjalasafn Samtakanna ´78 og tengdra samtaka. Hluti safnsins er opinn öllum en takmarkaður aðgangur er að viðkvæmum skjölum. Eftirsótt er að fá aðgang að safni Samtakanna til rannsókna því sívaxandi áhugi er á þessari mikilvægu sögu. Söfnun heimilda um réttindabaráttu hinsegin fólks og ekki síður heimildir um líf þeirra er mikilvæg fyrir komandi kynslóðir. Hinsegin saga er hluti af sögu og menningu Íslands og því nauðsynlegt að varðveita, fræðast um og miðla þeirri sögu. En saga hinsegin fólks er ekki einskorðuð við skjöl Samtakanna ´78 og yrði harla einhæf ef eingöngu yrði stuðst við þau skjöl. Því miður hefur Borgarskjalasafn, ekki frekar en önnur opinber skjalasöfn, fengið mikið af skjölum hinsegin einstaklinga til varðveislu. Skjöl þeirra eru mikilvæg til að skrá og varðveita sögu þeirra sem einstaklinga og hóps fyrir framtíðina. Það væri mikill missir ef skjöl og saga hinsegin einstaklinga glötuðust. Í tilefni Hinsegin daga óskar Borgarskjalasafn Reykjavíkur eftir að fá til varðveislu skjöl, útgáfuefni eða annað efni sem segir, lýsir eða tengist sögu hinsegin fólks eða réttindabaráttu þeirra á einn eða annan hátt, til dæmis sendibréf, dagbækur, frásagnir, ljósmyndir, úrklippur og póstkort. Skjölin sem afhent eru geta verið allt frá einu bréfi til stærri safna. Þau verða skráð af starfsmönnum Borgarskjalasafns og varðveitt í skjalageymslu safnsins. Hægt er að setja takmarkanir á aðgang, til dæmis þannig að enginn megi skoða skjölin í ákveðinn tíma eða án leyfis. Þeir sem eiga eða vita um áhugaverð skjöl eru hvattir til að hafa samband við starfsmenn Borgarskjalasafns. Til að fá nánari upplýsingar má hafa samband við safnið í síma 4116060, senda póst á netfangið borgarskjalasafn@reykjavik.is eða koma á safnið frá mánudegi til föstudags milli kl. 13 og 16 í Tryggvagötu 15, 3. hæð, Reykjavík.Höfundur er borgarskjalavörður