Corbyn hvetur Katrínu til að lýsa yfir neyðarástandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. ágúst 2019 10:45 Katrín Jakobsdóttir og Jeremy Corbyn funduðu saman í Lundúnum í apríl síðastliðnum. Getty/Jack Taylor Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, hvetur Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, til dáða í loftslagsmálum. Í bréfi sem hann ritaði Katrínu í gær lýsir hann yfir stuðningi við framgöngu íslenska forsætisráðherrans í þessum málaflokki, segir hana í raun vera í leiðtogahlutverki. Í bréfi sínu minnist Corbyn á baráttu Katrínar fyrir því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum, sem hann styður heilshugar. Hún ætli sér jafnvel að berjast fyrir því á fundi norrænu forsætisráðherranna sem hefst á morgun. Ekki er ljóst til hvers Corbyn vísar þar, enda hefur Katrín ekki talað opinberlega fyrir slíkri yfirlýsingu.Sjá einnig: Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Þannig sagði hún í samtali við Ríkisútvarpið í gærkvöld að þrátt fyrir að ríkisstjórn hennar hefði ekki útilokað slíka yfirlýsingu sé mikilvægara, að hennar mati, að horfast í augu við þá neyð sem uppi er vegna loftslagsbreytinga og grípa til aðgerða. „Því það dugir ekki bara að koma með yfirlýsingar, við þurfum líka að sjá raunverulegar aðgerðir.“ Bretar hafa lýst yfir slíku neyðarásandi, að frumkvæði fyrrnefnds Jeremy Corbyn. Hann heitir því að vinna náið með öllum þeim ríkjum sem vilja bregðast við loftslagsbreytingum og nefnir Ísland og hvarf jökulsins Ok í því samhengi. „Ég veit að þú ert sama sinnis og það er ábyrgð okkar allra að horfast í augu við það að loftslagsbreytingar eru alþjóðleg neyð og ýta undir skjót og réttmæt umskipti yfir í kolefnishlutlaust hagkerfi,“ skrifar Corbyn í bréfinu sem sjá má hér að neðan.I've written to the Icelandic PM Katrín Jakobsdóttir to offer my support for her efforts to win backing for a declaration of a climate emergency, including at next week's Nordic Council meeting.We have the chance to act before it's too late. It's our historic duty to take it. pic.twitter.com/dn9MNmt60t— Jeremy Corbyn (@jeremycorbyn) August 19, 2019 Alþingi Bretland Loftslagsmál Tengdar fréttir Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Forsvarsmenn nokkurra umhverfisverndar- og nemendafélaga skora á Katrínu Jakobsdóttir að fylgja í fótspor breska þingsins. 17. ágúst 2019 11:30 „Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, hvetur Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, til dáða í loftslagsmálum. Í bréfi sem hann ritaði Katrínu í gær lýsir hann yfir stuðningi við framgöngu íslenska forsætisráðherrans í þessum málaflokki, segir hana í raun vera í leiðtogahlutverki. Í bréfi sínu minnist Corbyn á baráttu Katrínar fyrir því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum, sem hann styður heilshugar. Hún ætli sér jafnvel að berjast fyrir því á fundi norrænu forsætisráðherranna sem hefst á morgun. Ekki er ljóst til hvers Corbyn vísar þar, enda hefur Katrín ekki talað opinberlega fyrir slíkri yfirlýsingu.Sjá einnig: Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Þannig sagði hún í samtali við Ríkisútvarpið í gærkvöld að þrátt fyrir að ríkisstjórn hennar hefði ekki útilokað slíka yfirlýsingu sé mikilvægara, að hennar mati, að horfast í augu við þá neyð sem uppi er vegna loftslagsbreytinga og grípa til aðgerða. „Því það dugir ekki bara að koma með yfirlýsingar, við þurfum líka að sjá raunverulegar aðgerðir.“ Bretar hafa lýst yfir slíku neyðarásandi, að frumkvæði fyrrnefnds Jeremy Corbyn. Hann heitir því að vinna náið með öllum þeim ríkjum sem vilja bregðast við loftslagsbreytingum og nefnir Ísland og hvarf jökulsins Ok í því samhengi. „Ég veit að þú ert sama sinnis og það er ábyrgð okkar allra að horfast í augu við það að loftslagsbreytingar eru alþjóðleg neyð og ýta undir skjót og réttmæt umskipti yfir í kolefnishlutlaust hagkerfi,“ skrifar Corbyn í bréfinu sem sjá má hér að neðan.I've written to the Icelandic PM Katrín Jakobsdóttir to offer my support for her efforts to win backing for a declaration of a climate emergency, including at next week's Nordic Council meeting.We have the chance to act before it's too late. It's our historic duty to take it. pic.twitter.com/dn9MNmt60t— Jeremy Corbyn (@jeremycorbyn) August 19, 2019
Alþingi Bretland Loftslagsmál Tengdar fréttir Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Forsvarsmenn nokkurra umhverfisverndar- og nemendafélaga skora á Katrínu Jakobsdóttir að fylgja í fótspor breska þingsins. 17. ágúst 2019 11:30 „Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Forsvarsmenn nokkurra umhverfisverndar- og nemendafélaga skora á Katrínu Jakobsdóttir að fylgja í fótspor breska þingsins. 17. ágúst 2019 11:30
„Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46