Rándýrir tjaldhælar í Staðarskála Jakob Bjarnar skrifar 19. ágúst 2019 11:48 Pakkinn af tjaldhælunum kostar rétt tæpar 5.200 krónur sem þýðir að hver og einn tjaldhæll kostar 650 krónur. En, þeir eru léttir og fyrir mikla göngumenn munar um hvert gramm. Lesandi Vísis, sem staldraði við í Staðarskála í gærkvöldi, rak augu í tjaldhæla sem þar voru til sölu. Átta hælar kosta 5.195 krónur sem þýðir að hver hæll kostar heilar 650 krónur. Lesandinn sendi Vísi mynd af þessum rándýru tjaldhælum og taldi þetta til marks um að heldur betur væri verið að okra á ferðamanninum. Vísir heyrði í Einari Rúnari Ísfjörð sem er svæðisstjóri N1 í Staðarskála og hann var ekki frá því að þetta væri vel í lagt. Og fór sérstaklega til að kynna sér málið betur, með neytendavakt Vísis í eyranu. „Jájá, þetta eru áltjaldhælar. Sem eru aðeins 14 grömm stykkið. Með sérstökum krækjum svo tjaldið fjúki síður. Eitthvað „fansí“. Þetta er líklega sérstaklega hugsað fyrir þá sem eru í miklum göngum og eru að fara á hálendið. Þetta er eins og í golfinu. Sumir vilja bara einhverja merkjavöru og kaupa sér rándýrar kúlur,“ segir Einar Rúnar sem vill meina að meðaljónar eins og hann og blaðamaður Vísis hljóti að láta sér duga ódýrari vöru. Kaupum það sem er hentugast. Einar Rúnar bendir á að hann sé einnig með venjulega stáltjaldhæla, sex stykki í pakka sem fá má á innan við þúsund krónur. „Ég held að við séum ekki að selja mikið af þessu en, þeir sem eru í miklum göngum velja sér þetta.“ Svæðisstjórinn bendir jafnframt á að það séu ekki þau í skálanum sem sjái um verðlagningu á vörum, heldur hafi innkaupadeild N1 það með höndum. Ferðamennska á Íslandi Húnaþing vestra Neytendur Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Lesandi Vísis, sem staldraði við í Staðarskála í gærkvöldi, rak augu í tjaldhæla sem þar voru til sölu. Átta hælar kosta 5.195 krónur sem þýðir að hver hæll kostar heilar 650 krónur. Lesandinn sendi Vísi mynd af þessum rándýru tjaldhælum og taldi þetta til marks um að heldur betur væri verið að okra á ferðamanninum. Vísir heyrði í Einari Rúnari Ísfjörð sem er svæðisstjóri N1 í Staðarskála og hann var ekki frá því að þetta væri vel í lagt. Og fór sérstaklega til að kynna sér málið betur, með neytendavakt Vísis í eyranu. „Jájá, þetta eru áltjaldhælar. Sem eru aðeins 14 grömm stykkið. Með sérstökum krækjum svo tjaldið fjúki síður. Eitthvað „fansí“. Þetta er líklega sérstaklega hugsað fyrir þá sem eru í miklum göngum og eru að fara á hálendið. Þetta er eins og í golfinu. Sumir vilja bara einhverja merkjavöru og kaupa sér rándýrar kúlur,“ segir Einar Rúnar sem vill meina að meðaljónar eins og hann og blaðamaður Vísis hljóti að láta sér duga ódýrari vöru. Kaupum það sem er hentugast. Einar Rúnar bendir á að hann sé einnig með venjulega stáltjaldhæla, sex stykki í pakka sem fá má á innan við þúsund krónur. „Ég held að við séum ekki að selja mikið af þessu en, þeir sem eru í miklum göngum velja sér þetta.“ Svæðisstjórinn bendir jafnframt á að það séu ekki þau í skálanum sem sjái um verðlagningu á vörum, heldur hafi innkaupadeild N1 það með höndum.
Ferðamennska á Íslandi Húnaþing vestra Neytendur Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira