Allt að 86 vindmyllur í pípunum Sigurður Páll Jónsson skrifar 1. ágúst 2019 08:00 Fjárfestar fara mikinn á Íslandi um þessar mundir og hver áætlunin á fætur annarri skýtur upp kollinum um vindmyllugarða eða smávirkjanir þar sem beisla á sem mest af þeirri orku sem landið okkar fagra hefur upp á að bjóða. Nú síðast voru það 27 vindmyllur sem setja á upp í landi Sólheima í Laxárdal og eiga lægstu myllurnar að tróna í 150 metra hæð eða rúmlega á við tvöfalda Hallgrímskirkju. Þær vindmyllur bætast þá við þær 59 vindmyllur sem fyrirhugað er að rísi á Garpsdal og Hróðnýjarstöðum. Íslendingar eru óvanir vindmyllum nema þá frá útlöndum enda hefur ekki mikið farið fyrir þeim á Íslandi nema sem hluti af tilraunaverkefnum. Sú staðreynd að nú séu 86 vindmyllur í pípunum kann því að vekja furðu og margur veltir því eflaust fyrir sér hvers vegna þessi mikli áhugi hefur nú vaknað sem aldrei hefur verið fyrr. Þar kemur hinn snjalli fjárfestir við sögu og hvernig hann tengir saman pólitíkina á Íslandi og fjárfestingarmöguleika og fær út mikinn hagnað. Markmiðið með fjárfestingum er að þær séu arðbærar og skili sem mestum hagnaði til fjármagnseigenda. Það eru vissulega margar leiðir til að ná því markmiði, veita örugg lán, kaupa frambærileg fyrirtæki eða fjárfesta í innviðum landa eins og orkuauðlindum. Kosturinn við orkuauðlindirnar er hins vegar að þær eru örugg fjárfesting þar sem erfitt getur reynst fyrir heimilin að búa við orkuskort. Ekki komumst við hjá því að elda eða þvo þvott til lengri tíma og flest okkar myndu fljótt sjá eftir aðgangi að tölvu, interneti, farsíma og jafnvel rafmagnsbíl. Það sem taka verður þó inn í reikninginn er að á Íslandi hefur orkuverð alla tíð verið nokkuð lágt í samanburði við önnur lönd. Það hefur því ekki reynst ábatasamt að fjárfesta í orkuframleiðslu hér á landi þar sem virkjanir og vindmyllur eru dýrar og því hefur það tekið langan tíma að greiða upp þann kostnað áður en fjárfestar fara að sjá hagnað. En nú hefur orðið breyting á og skyndilega vilja fjárfestar meina að nú sé lag að setja háar upphæðir í virkjanir og vindmyllur. Meira að segja norsku sveitarfélögin hafa í hyggju að eyða, að þeirra sögn, verulegum fjármunum til rannsókna á vindaðstæðum á Íslandi. En hvers vegna núna? Þær breytingar sem eru fyrirsjáanlegar og nýtilkomnar hvað orkumálin varðar eru jú þriðji orkupakkinn og því er eðlilegt að velta fyrir sér hvort hann hafi eitthvað með málið að gera. Með þriðja orkupakkanum er auðvelt að sjá fyrir sér að orkuverð muni hækka því leiða má líkur að því að sæstrengur sé á döfinni, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að hinn breski fjárfestir Edmund Truell segist vera tilbúinn með fjármagn til að leggja sæstreng og Landsvirkjun sjálf hefur sýnt mikinn áhuga á sæstreng. Með þriðja orkupakkanum verður áhugaverðara fyrir fjárfesta að leggja sæstreng þar sem orkupakkinn stækkar orkumarkaðinn sem verið er að tengja Ísland við, nánast öll Evrópa, og eftir orkupakkann gildir samevrópsk löggjöf í stað þeirrar íslensku í orkumálum. Þetta tvennt gildir hins vegar ekki fyrir samþykki þriðja orkupakkans og því er eðlilegt að hvorki áhugi á virkjunum eða sæstreng hafi verið jafn mikill fyrr og hann er nú. Það eru nefnilega ýmsar hliðar á orkupakkanum sem vert er að velta upp. Hliðar sem hafa ef til vill ekki verið nógu mikið í umræðunni. Þriðji orkupakkinn hvetur til frekari virkjana og við getum vel búist við að ef orkupakkinn verður samþykktur og fyrirætlanir um sæstreng verða að raunveruleika, aukist áhuginn á því að virkja sprænur og setja upp vindmyllur enn frekar. Viljum við að auðmenn nýti sér landið okkar til að græða á orkunni? Viljum við hærra rafmagnsverð? Heimilin í landinu nota ekki nema um 5% af þeirri orku sem Landsvirkjun framleiðir. Við verðum því að spyrja okkur, fyrir hvern er verið að virkja? Hver vindmylla veldur sjónmengun upp á tugi kílómetra. Þessa umræðu þarf að taka. Við þurfum að bregðast við áður en það er orðið of seint.Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Fjárfestar fara mikinn á Íslandi um þessar mundir og hver áætlunin á fætur annarri skýtur upp kollinum um vindmyllugarða eða smávirkjanir þar sem beisla á sem mest af þeirri orku sem landið okkar fagra hefur upp á að bjóða. Nú síðast voru það 27 vindmyllur sem setja á upp í landi Sólheima í Laxárdal og eiga lægstu myllurnar að tróna í 150 metra hæð eða rúmlega á við tvöfalda Hallgrímskirkju. Þær vindmyllur bætast þá við þær 59 vindmyllur sem fyrirhugað er að rísi á Garpsdal og Hróðnýjarstöðum. Íslendingar eru óvanir vindmyllum nema þá frá útlöndum enda hefur ekki mikið farið fyrir þeim á Íslandi nema sem hluti af tilraunaverkefnum. Sú staðreynd að nú séu 86 vindmyllur í pípunum kann því að vekja furðu og margur veltir því eflaust fyrir sér hvers vegna þessi mikli áhugi hefur nú vaknað sem aldrei hefur verið fyrr. Þar kemur hinn snjalli fjárfestir við sögu og hvernig hann tengir saman pólitíkina á Íslandi og fjárfestingarmöguleika og fær út mikinn hagnað. Markmiðið með fjárfestingum er að þær séu arðbærar og skili sem mestum hagnaði til fjármagnseigenda. Það eru vissulega margar leiðir til að ná því markmiði, veita örugg lán, kaupa frambærileg fyrirtæki eða fjárfesta í innviðum landa eins og orkuauðlindum. Kosturinn við orkuauðlindirnar er hins vegar að þær eru örugg fjárfesting þar sem erfitt getur reynst fyrir heimilin að búa við orkuskort. Ekki komumst við hjá því að elda eða þvo þvott til lengri tíma og flest okkar myndu fljótt sjá eftir aðgangi að tölvu, interneti, farsíma og jafnvel rafmagnsbíl. Það sem taka verður þó inn í reikninginn er að á Íslandi hefur orkuverð alla tíð verið nokkuð lágt í samanburði við önnur lönd. Það hefur því ekki reynst ábatasamt að fjárfesta í orkuframleiðslu hér á landi þar sem virkjanir og vindmyllur eru dýrar og því hefur það tekið langan tíma að greiða upp þann kostnað áður en fjárfestar fara að sjá hagnað. En nú hefur orðið breyting á og skyndilega vilja fjárfestar meina að nú sé lag að setja háar upphæðir í virkjanir og vindmyllur. Meira að segja norsku sveitarfélögin hafa í hyggju að eyða, að þeirra sögn, verulegum fjármunum til rannsókna á vindaðstæðum á Íslandi. En hvers vegna núna? Þær breytingar sem eru fyrirsjáanlegar og nýtilkomnar hvað orkumálin varðar eru jú þriðji orkupakkinn og því er eðlilegt að velta fyrir sér hvort hann hafi eitthvað með málið að gera. Með þriðja orkupakkanum er auðvelt að sjá fyrir sér að orkuverð muni hækka því leiða má líkur að því að sæstrengur sé á döfinni, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að hinn breski fjárfestir Edmund Truell segist vera tilbúinn með fjármagn til að leggja sæstreng og Landsvirkjun sjálf hefur sýnt mikinn áhuga á sæstreng. Með þriðja orkupakkanum verður áhugaverðara fyrir fjárfesta að leggja sæstreng þar sem orkupakkinn stækkar orkumarkaðinn sem verið er að tengja Ísland við, nánast öll Evrópa, og eftir orkupakkann gildir samevrópsk löggjöf í stað þeirrar íslensku í orkumálum. Þetta tvennt gildir hins vegar ekki fyrir samþykki þriðja orkupakkans og því er eðlilegt að hvorki áhugi á virkjunum eða sæstreng hafi verið jafn mikill fyrr og hann er nú. Það eru nefnilega ýmsar hliðar á orkupakkanum sem vert er að velta upp. Hliðar sem hafa ef til vill ekki verið nógu mikið í umræðunni. Þriðji orkupakkinn hvetur til frekari virkjana og við getum vel búist við að ef orkupakkinn verður samþykktur og fyrirætlanir um sæstreng verða að raunveruleika, aukist áhuginn á því að virkja sprænur og setja upp vindmyllur enn frekar. Viljum við að auðmenn nýti sér landið okkar til að græða á orkunni? Viljum við hærra rafmagnsverð? Heimilin í landinu nota ekki nema um 5% af þeirri orku sem Landsvirkjun framleiðir. Við verðum því að spyrja okkur, fyrir hvern er verið að virkja? Hver vindmylla veldur sjónmengun upp á tugi kílómetra. Þessa umræðu þarf að taka. Við þurfum að bregðast við áður en það er orðið of seint.Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun