Nýr sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar staðfestur Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2019 15:34 Fjölskylda Kelly Craft er stórtæk í kolaiðnaðinum. AP/Alex Brandon Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti skipan Kelly Craft, fyrrverandi sendiherra í Kanada, sem sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar í gær. Staðan hafði verið laus í sjö mánuði, allt frá því að Nikki Haley sagði af sér í lok síðasta árs. Fimm mánuðir eru liðnir frá því að Donald Trump forseti tilnefndi Craft. Skipan hennar var staðfest nánast eftir flokkslínum. Aðeins fimm demókratar greiddu atkvæði með skipan Craft, aðrir töldu hana skorta reynslu til að gegna embættinu. Jonathan Cohen, varamaður Haley, hefur gegnt embættinu tímabundið frá því að Haley lét af því. Craft er 57 ára gömul og var fjáraflari fyrir frambjóðendur repúblikana. Hún og eiginmaður hennar, kolafurstinn Joseph W. Craft III, gáfu meira en tvær milljónir dollara í kosningasjóði Trump. Þá er hún sögð náin Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, en þau eru bæði frá Kentucky. Hún var gerð sendiherra í Kanada árið 2017 eftir að Trump tók við embætti. New York Times segir að hún hafi að mestu haldið sig til hlés. Athygli vakti þó þegar hún sagðist virða „báðar hliðar vísindanna“ um loftslagsbreytingar þrátt fyrir samhljóða álit vísindamanna sé að menn valdi þeim. Í yfirheyrslum í þinginu vegna tilnefningar hennar viðurkenndi Craft þó að menn ættu þátt í loftslagsbreytingum og að hún tæki þær alvarlega. Þá hefur hún vikið frá skoðunum Trump forseta í málefnum Sádi-Arabíu. Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti skipan Kelly Craft, fyrrverandi sendiherra í Kanada, sem sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar í gær. Staðan hafði verið laus í sjö mánuði, allt frá því að Nikki Haley sagði af sér í lok síðasta árs. Fimm mánuðir eru liðnir frá því að Donald Trump forseti tilnefndi Craft. Skipan hennar var staðfest nánast eftir flokkslínum. Aðeins fimm demókratar greiddu atkvæði með skipan Craft, aðrir töldu hana skorta reynslu til að gegna embættinu. Jonathan Cohen, varamaður Haley, hefur gegnt embættinu tímabundið frá því að Haley lét af því. Craft er 57 ára gömul og var fjáraflari fyrir frambjóðendur repúblikana. Hún og eiginmaður hennar, kolafurstinn Joseph W. Craft III, gáfu meira en tvær milljónir dollara í kosningasjóði Trump. Þá er hún sögð náin Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, en þau eru bæði frá Kentucky. Hún var gerð sendiherra í Kanada árið 2017 eftir að Trump tók við embætti. New York Times segir að hún hafi að mestu haldið sig til hlés. Athygli vakti þó þegar hún sagðist virða „báðar hliðar vísindanna“ um loftslagsbreytingar þrátt fyrir samhljóða álit vísindamanna sé að menn valdi þeim. Í yfirheyrslum í þinginu vegna tilnefningar hennar viðurkenndi Craft þó að menn ættu þátt í loftslagsbreytingum og að hún tæki þær alvarlega. Þá hefur hún vikið frá skoðunum Trump forseta í málefnum Sádi-Arabíu.
Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira