Menntamálaráðherra um Gunnar og Bergþór: „Ummælin verða þeim til ævarandi skammar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. ágúst 2019 18:27 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er ekki ánægð andmælabréf Klaustursþingmannanna. VÍSIR/VILHELM Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra segir í samtali við fréttastofu að í samræðum þingmannanna á Klausturbarnum hafi komið í ljós hvaða hug þeir bera til kvenna. „Það var sannarlega dapurlegt. Enn dapurlegra er að þeir hinir sömu skuli nú, átta mánuðum síðar ekki enn sjá að sér heldur reyna að réttlæta ummæli sín. Leitt að þeir sjái ekki sóma sinn í að líta í eigin barm. Ummælin verða þeim til ævarandi skammar,“ segir Lilja.Ekki sannfærður um að það sé ósiðlegt að kalla menntamálaráðherra „tík“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, segir í andmælabréfi sínu til forsætisnefndar Alþingis að hingað til hafi ekki þótt ósiðlegt að hafa orðið „tík“ um annað fólk en hann gengst þó við að það sé skammaryrði. „Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina! Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“Gunnar Bragi Sveinsson hafnar því að hafa brotið siðareglur.Þetta sagði Gunnar Bragi á Klausturbar í lok nóvember en hann taldi sig, að því er séð verður, eiga eitthvað sökótt við Lilju Alfreðsdóttur mennta-og menningarmálaráðherra. Niðurstaða siðanefndar er að þingmennirnir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson hafi brotið gegn siðareglum fyrir alþingismenn. Spyr hvort niðurstaðan væri sú sama ef karlmaður ætti í hlut Í andmælabréfi sínu veltir Gunnar Bragi því fyrir sér hvort minnihluti siðanefndar hefði komist að sömu niðurstöðu ef karlmaður hefði átt í hlut. „Ef orðin hundur, asni, drullusokkur, gunga og drusla, skítlegt eðli eða eitthvað þaðan af verra hefði verið notað í staðinn fyrir orðið „tík“. Hann sagði enska orðið yfir „tík“ væri m.a. notað yfir „óforskammaða“ manneskju og að orðið væri „al íslenskt“. Gunnar Bragi sagði að orðin sem hann hefði haft í frammi um Lilju ættu sér rætur í vonbrigðum og reiði vergna persónulegs máls. Hann hafnar því að hafa brotið siðareglur Alþingis og „aðdróttunum“ um viðhorf hans til kvenna. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Hafa klárað Klaustursmálið og birta niðurstöðuna síðar í dag Vinnu sérstakrar forsætisnefndar um Klaustursmálið er lokið en síðasta fundi nefndarinnar var slitið nú fyrir hádegi. 1. ágúst 2019 12:32 Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00 Segja Gunnar Braga hafa skaðað orðspor HeForShe Landsnefnd UN Women á Íslandi segir að Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríksiráðherra hafi skaðað orðspor Barbershop 30. nóvember 2018 11:22 Hellir sér yfir Miðflokkinn: Földu peninga í Panama, lugu að þjóðinni og opinberuðu mannfyrirlitningu á Klausturbar Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ofsóknarkennd eiga sér ýmsar birtingarmyndir. 23. maí 2019 10:11 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra segir í samtali við fréttastofu að í samræðum þingmannanna á Klausturbarnum hafi komið í ljós hvaða hug þeir bera til kvenna. „Það var sannarlega dapurlegt. Enn dapurlegra er að þeir hinir sömu skuli nú, átta mánuðum síðar ekki enn sjá að sér heldur reyna að réttlæta ummæli sín. Leitt að þeir sjái ekki sóma sinn í að líta í eigin barm. Ummælin verða þeim til ævarandi skammar,“ segir Lilja.Ekki sannfærður um að það sé ósiðlegt að kalla menntamálaráðherra „tík“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, segir í andmælabréfi sínu til forsætisnefndar Alþingis að hingað til hafi ekki þótt ósiðlegt að hafa orðið „tík“ um annað fólk en hann gengst þó við að það sé skammaryrði. „Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina! Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“Gunnar Bragi Sveinsson hafnar því að hafa brotið siðareglur.Þetta sagði Gunnar Bragi á Klausturbar í lok nóvember en hann taldi sig, að því er séð verður, eiga eitthvað sökótt við Lilju Alfreðsdóttur mennta-og menningarmálaráðherra. Niðurstaða siðanefndar er að þingmennirnir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson hafi brotið gegn siðareglum fyrir alþingismenn. Spyr hvort niðurstaðan væri sú sama ef karlmaður ætti í hlut Í andmælabréfi sínu veltir Gunnar Bragi því fyrir sér hvort minnihluti siðanefndar hefði komist að sömu niðurstöðu ef karlmaður hefði átt í hlut. „Ef orðin hundur, asni, drullusokkur, gunga og drusla, skítlegt eðli eða eitthvað þaðan af verra hefði verið notað í staðinn fyrir orðið „tík“. Hann sagði enska orðið yfir „tík“ væri m.a. notað yfir „óforskammaða“ manneskju og að orðið væri „al íslenskt“. Gunnar Bragi sagði að orðin sem hann hefði haft í frammi um Lilju ættu sér rætur í vonbrigðum og reiði vergna persónulegs máls. Hann hafnar því að hafa brotið siðareglur Alþingis og „aðdróttunum“ um viðhorf hans til kvenna.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Hafa klárað Klaustursmálið og birta niðurstöðuna síðar í dag Vinnu sérstakrar forsætisnefndar um Klaustursmálið er lokið en síðasta fundi nefndarinnar var slitið nú fyrir hádegi. 1. ágúst 2019 12:32 Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00 Segja Gunnar Braga hafa skaðað orðspor HeForShe Landsnefnd UN Women á Íslandi segir að Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríksiráðherra hafi skaðað orðspor Barbershop 30. nóvember 2018 11:22 Hellir sér yfir Miðflokkinn: Földu peninga í Panama, lugu að þjóðinni og opinberuðu mannfyrirlitningu á Klausturbar Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ofsóknarkennd eiga sér ýmsar birtingarmyndir. 23. maí 2019 10:11 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
Hafa klárað Klaustursmálið og birta niðurstöðuna síðar í dag Vinnu sérstakrar forsætisnefndar um Klaustursmálið er lokið en síðasta fundi nefndarinnar var slitið nú fyrir hádegi. 1. ágúst 2019 12:32
Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00
Segja Gunnar Braga hafa skaðað orðspor HeForShe Landsnefnd UN Women á Íslandi segir að Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríksiráðherra hafi skaðað orðspor Barbershop 30. nóvember 2018 11:22
Hellir sér yfir Miðflokkinn: Földu peninga í Panama, lugu að þjóðinni og opinberuðu mannfyrirlitningu á Klausturbar Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ofsóknarkennd eiga sér ýmsar birtingarmyndir. 23. maí 2019 10:11