Allsherjarverkfall í mótmælaskyni lamar Hong Kong Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2019 08:00 Mótmælendur spreyjuðu meðal annars umferðarljós með svörtu spreyji. AP/Kin Cheung Mótmælendur í Hong Kong hófu í dag verkfallsaðgerðir sem miða að því að lama borgina í mótmælaskyni við yfirvöld í Kína. Um 200 flugferðum frá flugvellinum í Hong Kong hefur verið aflýst vegna verkfallsins. Fréttir herma að um 14 þúsund manns hafi ákveðið að taka þátt í mótmælunum, þar á meðal flugmenn, kennarar, byggingarverkamenn, verkfræðingar. Þá lokuðu mótmælendur lestarleiðum í Hong Kong með því að halda dyrum lestanna opnum og koma þar með í veg fyrir að lestirnar gætu lagt af stað. Mótmælendur stóðu einnig fyrir umferðartöfum með því að hefta flæði umferðar inn í borgina á háannatíma. Margir sögðust einnig ætla að taka þátt í mótmælunum með því að hringja sig inn veika í dag. Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að ökumaður bíls reyndi að brjóta sér leið í gegnum farartálma, líkt og sjá má á myndbandi hér að neðan. Mótmælin í Hong Kong hafa staðið yfir í níu vikur, allt frá því að umdeilt framsalsfrumvar yfirvalda í Kína var lagt fram. Mótmælin hafa þó færst yfir í það að vera barátta íbúa í Hong Kong fyrir því að yfirvöld í Kína virði þau réttindi og frelsi sem íbúarnir hafa notið. Carrie Lam, æðsti stjórnandi Hong Kong, hefur varað mótmælendur við því með frekari mótmælum og verkföllum séu mótmælendur komnir á „hættulegar slóðir.“ Á laugardag lentu mótmælendur í útistöðum við óeirðalögreglu sem beitti táragasi, piparúða og valdi gegn mótmælendum á nokkrum stöðum innan borgarinnar Hong Kong. Tuttugu voru handteknir en mótmælendur segja lögreglu beita harðari aðgerðum nú en áður til þess að glíma við mótmælin.Scene at HK airport’s Cathay Pacific check-in now. The airline has cancelled over 140 flights today @bloombergtv@tictoc#TicTocNewspic.twitter.com/fxq3ldqzUz — Adrian Wong (@AdrianWongTV) August 4, 2019Civil disobedience at Lai King MTR station. Photo by @fong_fifi#HKstrikepic.twitter.com/RJl7ahMjIU — Elaine Yu (@yuenok) August 5, 2019Civil disobedience at its finest. General strike in Hong Kong today, drivers in Tai Po are helping out by practicing their turning skills.#hongkongprotests#strikepic.twitter.com/Vb7kbEVJVP — Denise Ho (HOCC) (@hoccgoomusic) August 5, 2019 Hong Kong Kína Tengdar fréttir Átök brutust út á milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong beitti mótmælendur táragasi og skaut á þá gúmmíkúlum á mótmælum í Yuen Long hverfinu í dag. 28. júlí 2019 18:27 Flugeldum skotið á mótmælendur í Hong Kong Aukin harka hefur færst í viðbrögð við mótmælum í borginni undanfarna daga. Flugeldum var skotið úr bíl inn í hóp mótmælenda við lögreglustöð í dag. 31. júlí 2019 13:29 Tugir þúsunda streyma um götur Hong Kong þrátt fyrir bann lögreglu Þetta er annan daginn í röð sem mótmælendur virða tilmæli lögreglu að vettugi en mótmæli fóru fram í Yuen Long hverfinu í gær. 28. júlí 2019 11:30 Mótmælendur í Hong Kong ætla að bjóða árásarmönnum byrginn Mótmælendur í Hong Kong hafa heitið því að bjóða ódæðismönnunum sem réðust á þá um helgina byrginn. Reiði gagnvart lögreglunni og yfirvöldum hefur farið vaxandi. 23. júlí 2019 18:29 Tugir handteknir í mótmælum í Hong Kong Að minnsta kosti tuttugu mótmælendur voru handteknir af lögreglunni í Hong Kong á laugardag, þriðja mótmæladaginn í röð. 4. ágúst 2019 10:45 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Sjá meira
Mótmælendur í Hong Kong hófu í dag verkfallsaðgerðir sem miða að því að lama borgina í mótmælaskyni við yfirvöld í Kína. Um 200 flugferðum frá flugvellinum í Hong Kong hefur verið aflýst vegna verkfallsins. Fréttir herma að um 14 þúsund manns hafi ákveðið að taka þátt í mótmælunum, þar á meðal flugmenn, kennarar, byggingarverkamenn, verkfræðingar. Þá lokuðu mótmælendur lestarleiðum í Hong Kong með því að halda dyrum lestanna opnum og koma þar með í veg fyrir að lestirnar gætu lagt af stað. Mótmælendur stóðu einnig fyrir umferðartöfum með því að hefta flæði umferðar inn í borgina á háannatíma. Margir sögðust einnig ætla að taka þátt í mótmælunum með því að hringja sig inn veika í dag. Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að ökumaður bíls reyndi að brjóta sér leið í gegnum farartálma, líkt og sjá má á myndbandi hér að neðan. Mótmælin í Hong Kong hafa staðið yfir í níu vikur, allt frá því að umdeilt framsalsfrumvar yfirvalda í Kína var lagt fram. Mótmælin hafa þó færst yfir í það að vera barátta íbúa í Hong Kong fyrir því að yfirvöld í Kína virði þau réttindi og frelsi sem íbúarnir hafa notið. Carrie Lam, æðsti stjórnandi Hong Kong, hefur varað mótmælendur við því með frekari mótmælum og verkföllum séu mótmælendur komnir á „hættulegar slóðir.“ Á laugardag lentu mótmælendur í útistöðum við óeirðalögreglu sem beitti táragasi, piparúða og valdi gegn mótmælendum á nokkrum stöðum innan borgarinnar Hong Kong. Tuttugu voru handteknir en mótmælendur segja lögreglu beita harðari aðgerðum nú en áður til þess að glíma við mótmælin.Scene at HK airport’s Cathay Pacific check-in now. The airline has cancelled over 140 flights today @bloombergtv@tictoc#TicTocNewspic.twitter.com/fxq3ldqzUz — Adrian Wong (@AdrianWongTV) August 4, 2019Civil disobedience at Lai King MTR station. Photo by @fong_fifi#HKstrikepic.twitter.com/RJl7ahMjIU — Elaine Yu (@yuenok) August 5, 2019Civil disobedience at its finest. General strike in Hong Kong today, drivers in Tai Po are helping out by practicing their turning skills.#hongkongprotests#strikepic.twitter.com/Vb7kbEVJVP — Denise Ho (HOCC) (@hoccgoomusic) August 5, 2019
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Átök brutust út á milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong beitti mótmælendur táragasi og skaut á þá gúmmíkúlum á mótmælum í Yuen Long hverfinu í dag. 28. júlí 2019 18:27 Flugeldum skotið á mótmælendur í Hong Kong Aukin harka hefur færst í viðbrögð við mótmælum í borginni undanfarna daga. Flugeldum var skotið úr bíl inn í hóp mótmælenda við lögreglustöð í dag. 31. júlí 2019 13:29 Tugir þúsunda streyma um götur Hong Kong þrátt fyrir bann lögreglu Þetta er annan daginn í röð sem mótmælendur virða tilmæli lögreglu að vettugi en mótmæli fóru fram í Yuen Long hverfinu í gær. 28. júlí 2019 11:30 Mótmælendur í Hong Kong ætla að bjóða árásarmönnum byrginn Mótmælendur í Hong Kong hafa heitið því að bjóða ódæðismönnunum sem réðust á þá um helgina byrginn. Reiði gagnvart lögreglunni og yfirvöldum hefur farið vaxandi. 23. júlí 2019 18:29 Tugir handteknir í mótmælum í Hong Kong Að minnsta kosti tuttugu mótmælendur voru handteknir af lögreglunni í Hong Kong á laugardag, þriðja mótmæladaginn í röð. 4. ágúst 2019 10:45 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Sjá meira
Átök brutust út á milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong beitti mótmælendur táragasi og skaut á þá gúmmíkúlum á mótmælum í Yuen Long hverfinu í dag. 28. júlí 2019 18:27
Flugeldum skotið á mótmælendur í Hong Kong Aukin harka hefur færst í viðbrögð við mótmælum í borginni undanfarna daga. Flugeldum var skotið úr bíl inn í hóp mótmælenda við lögreglustöð í dag. 31. júlí 2019 13:29
Tugir þúsunda streyma um götur Hong Kong þrátt fyrir bann lögreglu Þetta er annan daginn í röð sem mótmælendur virða tilmæli lögreglu að vettugi en mótmæli fóru fram í Yuen Long hverfinu í gær. 28. júlí 2019 11:30
Mótmælendur í Hong Kong ætla að bjóða árásarmönnum byrginn Mótmælendur í Hong Kong hafa heitið því að bjóða ódæðismönnunum sem réðust á þá um helgina byrginn. Reiði gagnvart lögreglunni og yfirvöldum hefur farið vaxandi. 23. júlí 2019 18:29
Tugir handteknir í mótmælum í Hong Kong Að minnsta kosti tuttugu mótmælendur voru handteknir af lögreglunni í Hong Kong á laugardag, þriðja mótmæladaginn í röð. 4. ágúst 2019 10:45