Áhugi auðmanna á jarðarkaupum á Íslandi kunni að tengjast vatnsréttindum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. ágúst 2019 19:02 Forsætisráðherra telur að aukinn áhugi auðmanna á að kaupa jarðir á Íslandi kunni að tengjast vatnsréttindum og öðrum verðmætum hlunnindum í tengslum við loftslagsbreytingar. Þetta hafi menn ekki séð fyrir við gerð gildandi laga frá 2004. Fyrirhugaðar breytingar á lögum sem takmarka eiga eignarhald erlendra auðmanna hafi mátt líða fyrir það hvað málið heyrir undir mörg ráðuneyti. Haft er eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, í Fréttablaðinu í dag að hann undrist seinagang starfshóps forsætisráðherra um jarðarkaup útlendinga. Málið verður á dagskrá sumarfundar ríkisstjórnarinnar sem fer fram í Mývatnssveit á morgun. „Fólk kvartar hér undan seinagangi í þessari vinnu en staðreyndin er sú að við erum með jarðarlög frá 2004 sem samþykkt voru í tíð þáverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna og nutu raunar fylgis allra flokka nema Vinstri grænna á þeim tíma,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þá hafi menn ef til vill ekki séð fyrir að fjárfesting í landi myndi geta orðið jafn dýrmæt og raun beri vitni nú. „Eins og við erum í raun og veru að sjá núna í heiminum þar sem verið er að fjárfesta í landi og ekki síst þeim auðlindaréttindum sem fylgja fjárfestingu í landi og þá er ég til dæmis að tala um vatnsréttindi. Þannig að það er auðvitað mikilvægt að fara yfir sögu þessa máls og fara yfir hvað er hægt að gera til þess að setja á einhverjar takmarkanir,“ segir Katrín. Hún segir slíkar hömlur ekki stangast á við skuldbindingar gagnvart EES-samningnum. „Að mínu viti snýst þetta um ákveðin fullveldissjónarmið að það sé eðlilegt að við höfum ákveðna yfirsýn og yfirstjórn á því hvernig landið er nýtt og það hafa flest ríkin í krinum okkur gert,“ segir Katrín. „Staðreyndin er sú að þetta mál hefur liðið fyrir það hvað það heyrir undir mörg ráðuneyti. Ég hef síðan ákveðið að taka þetta mál til mín, ég hef fengið til mín utanaðkomandi sérfræðinga til þess að vinna úr þeim gögnum sem eru til í hverju ráðuneyti til þess að gera tillögur að því hvaða lagabreytingar er hægt að gera og eins og hefur komið fram stefni ég að því að þær verði tilbúnar fyrir þetta komandi þing,“ segir Katrín. Alþingi Loftslagsmál Tengdar fréttir Jafnvægi milli þess að gæta almannahagsmuna og tryggja eignarétt Forsætisráðherra segir að pólitískur vilji sé hér á landi til að herða löggjöf um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 19:15 Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30 Yfirgnæfandi stuðningur við frekari hömlur á jarðakaup Mikill stuðningur er við að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Þannig segjast tæp 84 prósent mjög eða frekar sammála frekari skorðum en aðeins fimm prósent eru því ósammála. Andstaðan við jarðakaup eykst með aldri. 30. júlí 2019 06:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Forsætisráðherra telur að aukinn áhugi auðmanna á að kaupa jarðir á Íslandi kunni að tengjast vatnsréttindum og öðrum verðmætum hlunnindum í tengslum við loftslagsbreytingar. Þetta hafi menn ekki séð fyrir við gerð gildandi laga frá 2004. Fyrirhugaðar breytingar á lögum sem takmarka eiga eignarhald erlendra auðmanna hafi mátt líða fyrir það hvað málið heyrir undir mörg ráðuneyti. Haft er eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, í Fréttablaðinu í dag að hann undrist seinagang starfshóps forsætisráðherra um jarðarkaup útlendinga. Málið verður á dagskrá sumarfundar ríkisstjórnarinnar sem fer fram í Mývatnssveit á morgun. „Fólk kvartar hér undan seinagangi í þessari vinnu en staðreyndin er sú að við erum með jarðarlög frá 2004 sem samþykkt voru í tíð þáverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna og nutu raunar fylgis allra flokka nema Vinstri grænna á þeim tíma,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þá hafi menn ef til vill ekki séð fyrir að fjárfesting í landi myndi geta orðið jafn dýrmæt og raun beri vitni nú. „Eins og við erum í raun og veru að sjá núna í heiminum þar sem verið er að fjárfesta í landi og ekki síst þeim auðlindaréttindum sem fylgja fjárfestingu í landi og þá er ég til dæmis að tala um vatnsréttindi. Þannig að það er auðvitað mikilvægt að fara yfir sögu þessa máls og fara yfir hvað er hægt að gera til þess að setja á einhverjar takmarkanir,“ segir Katrín. Hún segir slíkar hömlur ekki stangast á við skuldbindingar gagnvart EES-samningnum. „Að mínu viti snýst þetta um ákveðin fullveldissjónarmið að það sé eðlilegt að við höfum ákveðna yfirsýn og yfirstjórn á því hvernig landið er nýtt og það hafa flest ríkin í krinum okkur gert,“ segir Katrín. „Staðreyndin er sú að þetta mál hefur liðið fyrir það hvað það heyrir undir mörg ráðuneyti. Ég hef síðan ákveðið að taka þetta mál til mín, ég hef fengið til mín utanaðkomandi sérfræðinga til þess að vinna úr þeim gögnum sem eru til í hverju ráðuneyti til þess að gera tillögur að því hvaða lagabreytingar er hægt að gera og eins og hefur komið fram stefni ég að því að þær verði tilbúnar fyrir þetta komandi þing,“ segir Katrín.
Alþingi Loftslagsmál Tengdar fréttir Jafnvægi milli þess að gæta almannahagsmuna og tryggja eignarétt Forsætisráðherra segir að pólitískur vilji sé hér á landi til að herða löggjöf um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 19:15 Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30 Yfirgnæfandi stuðningur við frekari hömlur á jarðakaup Mikill stuðningur er við að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Þannig segjast tæp 84 prósent mjög eða frekar sammála frekari skorðum en aðeins fimm prósent eru því ósammála. Andstaðan við jarðakaup eykst með aldri. 30. júlí 2019 06:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Jafnvægi milli þess að gæta almannahagsmuna og tryggja eignarétt Forsætisráðherra segir að pólitískur vilji sé hér á landi til að herða löggjöf um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 19:15
Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30
Yfirgnæfandi stuðningur við frekari hömlur á jarðakaup Mikill stuðningur er við að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Þannig segjast tæp 84 prósent mjög eða frekar sammála frekari skorðum en aðeins fimm prósent eru því ósammála. Andstaðan við jarðakaup eykst með aldri. 30. júlí 2019 06:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?