Lögreglan var með mikinn viðbúnað vegna skothvells í Helgafelli Birgir Olgeirsson skrifar 8. ágúst 2019 07:18 Skothvellurinn barst frá startbyssu sem var notuð við þjálfun hunds. Vísir/Vilhelm Lögregla var með talsverðan viðbúnað upp úr klukkan átján í gær eftir að tilkynnt hafði verið um skothvell í Helgafelli og var lögreglan með talsverðan viðbúnað sökum þess. Tæpum klukkutíma eftir að tilkynningin barst var maður stöðvaður og viðurkenndi hann að hafa verið að skjóta úr startbyssu upp í fjallinu í þeim tilgangi að venja hund sinn við skothvelli þar sem hann var að þjálfa hann sem veiðihund. Skýrsla tekinn af manninum og honum ráðlagt að finna sér aðrar og betri aðferðir og staðsetningar við að þjálfa hundinn sinn. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem farið er yfir helstu verkefni í gærkvöldi og í nótt. Þá var kona handtekin í miðborg Reykjavíkur í gær eftir að hafa gert tilraun til að hnupla talsverðu magni af fatnaði úr verslun, var konan látin laus að skýrslutöku lokinni. Óskað var eftir aðstoð í verslun í Hafnarfirði þar sem maður hafði stolið vörum úr verslun. Var skýrsla tekin af manninum á staðnum og því loknu var hann látinn laus. Þrír menn voru handteknir í hverfi 101 í Reykjavík vegna húsbrots, þjófnaðar og vörslu fíkniefna. Voru þeir vistaðir í fangaklefa. Lögreglan handtók karlmann í Fossvogi vegna líkamsárásar. Var maðurinn vistaður í fangaklefa en árásarþolinn hlaut minniháttar áverka. Þurfti lögreglan að hafa afskipti af nokkrum í gærkvöldi og nótt sem voru til vandræða sökum ölvunar. Annar þeirra var til vandræða í hverfi 101 en hann var vistaður í fangaklefa þar til rennur af honum. Hinn var til vandræða við hótel í miðborginni en honum var vísað á brott og gekk sína leið. Fjögurra ára barn datt á hlaupahjóli í Kópavogi með þeim afleiðingum að það rotaðist. Var það flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Hafnarfjörður Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Lögregla var með talsverðan viðbúnað upp úr klukkan átján í gær eftir að tilkynnt hafði verið um skothvell í Helgafelli og var lögreglan með talsverðan viðbúnað sökum þess. Tæpum klukkutíma eftir að tilkynningin barst var maður stöðvaður og viðurkenndi hann að hafa verið að skjóta úr startbyssu upp í fjallinu í þeim tilgangi að venja hund sinn við skothvelli þar sem hann var að þjálfa hann sem veiðihund. Skýrsla tekinn af manninum og honum ráðlagt að finna sér aðrar og betri aðferðir og staðsetningar við að þjálfa hundinn sinn. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem farið er yfir helstu verkefni í gærkvöldi og í nótt. Þá var kona handtekin í miðborg Reykjavíkur í gær eftir að hafa gert tilraun til að hnupla talsverðu magni af fatnaði úr verslun, var konan látin laus að skýrslutöku lokinni. Óskað var eftir aðstoð í verslun í Hafnarfirði þar sem maður hafði stolið vörum úr verslun. Var skýrsla tekin af manninum á staðnum og því loknu var hann látinn laus. Þrír menn voru handteknir í hverfi 101 í Reykjavík vegna húsbrots, þjófnaðar og vörslu fíkniefna. Voru þeir vistaðir í fangaklefa. Lögreglan handtók karlmann í Fossvogi vegna líkamsárásar. Var maðurinn vistaður í fangaklefa en árásarþolinn hlaut minniháttar áverka. Þurfti lögreglan að hafa afskipti af nokkrum í gærkvöldi og nótt sem voru til vandræða sökum ölvunar. Annar þeirra var til vandræða í hverfi 101 en hann var vistaður í fangaklefa þar til rennur af honum. Hinn var til vandræða við hótel í miðborginni en honum var vísað á brott og gekk sína leið. Fjögurra ára barn datt á hlaupahjóli í Kópavogi með þeim afleiðingum að það rotaðist. Var það flutt á sjúkrahús til aðhlynningar.
Hafnarfjörður Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira