Vogafjós orðið tvítugt Benedikt Bóas skrifar 9. ágúst 2019 07:30 Efri röð f.v.: Einar og Hallgrímur Leifssynir, Skarphéðinn Reynir og Arnþrúður Anna Jónsbörn. Neðri röð f.v.: Gunnhildur Stefánsdóttir, Leifur Hallgrímsson, Jón Reynir Sigurjónsson og Ólöf Hallgrímsdóttir. Fyrirsætan á borðinu heitir Kveikur. Mynd/BB Tuttugu ár eru síðan Vogafjós opnaði fyrst dyr sínar fyrir gestum og gangandi. Veitingastaðurinn er rómaður, kýrnar skemmtilegar fyrir krakkana og útsýnið af pallinum engu líkt. Það er vissulega gaman að koma og skoða eina fegurstu sveit landsins og gott að smakka á því sem Vogafjós hefur upp á að bjóða. Ólöf Hallgrímsdóttir, einn eigenda Vogafjóss, segir að þetta verkefni hafi aðeins undið upp á sig á jákvæðan máta. „Þetta var hugsað sem frekar rólegt og eitthvað kósí til að byrja með. Einhvers konar hliðarverkefni en auðvitað reyndi maður að vanda sig og gera vel það sem maður var að gera,“ segir hún. Á afmælishelgi Vogafjóss var slegið upp veislu. Fyrst komu Hera og Bjössi Thor gítarleikari og tóku lagið um leið og nýbygging Vogafjóss var tekin í notkun. Á laugardeginum var opið hús þar sem múgur og margmenni mætti til að gleðjast með og hljómsveitin Hver tók síðan lagið um kvöldið. Boðið var upp á alls konar kræsingar úr eldhúsinu og kokteilar og annað flæddi frá barnum. Vogabú hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í yfir hundrað ár. Kýr og kindur voru uppistaðan til að byrja með, ásamt nokkrum hænum, tveimur hestum og hundi. Árið 1999 var nýtt fjós byggt og eru nú um 40 nautgripir í fjósinu. Kaffihúsið Vogafjós var svo byggt innan við fjósið. Þar fást ljúffengar heimagerðar veitingar en einnig er hægt að sjá kýrnar mjólkaðar og jafnvel bragða á glænýrri mjólk beint af spena. Mjólkað er tvisvar á dag, klukkan 7.30 á morgnana og 17.30. „Við höfum gert þetta hægt og bítandi. Erum búin að byggja við þrisvar og stækka á þessum 20 árum. En það hefur alltaf verið tekið í skrefum og ekkert óðagot,“ segir hún. Ólöf segir að hún horfi björtum augum á næstu 20 ár. Þau fyrri hafi verið það skemmtileg að það sé ekki nein ástæða til annars. „Ég held að við værum ekki í þessu ennþá ef okkur fyndist þetta ekki ennþá spennandi og skemmtilegt. Þetta er auðvitað gríðarlega mikil vinna og það þarf að leggja mikið á sig. Það eru engin sumarfrí í ferðaþjónustunni. En þetta er eitthvað sem maður velur sér og fer í þennan gír. Ég lít ekkert endilega á þetta eins og ég sé alltaf í vinnu, þetta er það fjölbreytt þó auðvitað sé það misskemmtilegt sem maður er að fást við, en oftast er það nú eitthvað skemmtilegt sem maður er að fást við.“ Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tímamót Veitingastaðir Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Tuttugu ár eru síðan Vogafjós opnaði fyrst dyr sínar fyrir gestum og gangandi. Veitingastaðurinn er rómaður, kýrnar skemmtilegar fyrir krakkana og útsýnið af pallinum engu líkt. Það er vissulega gaman að koma og skoða eina fegurstu sveit landsins og gott að smakka á því sem Vogafjós hefur upp á að bjóða. Ólöf Hallgrímsdóttir, einn eigenda Vogafjóss, segir að þetta verkefni hafi aðeins undið upp á sig á jákvæðan máta. „Þetta var hugsað sem frekar rólegt og eitthvað kósí til að byrja með. Einhvers konar hliðarverkefni en auðvitað reyndi maður að vanda sig og gera vel það sem maður var að gera,“ segir hún. Á afmælishelgi Vogafjóss var slegið upp veislu. Fyrst komu Hera og Bjössi Thor gítarleikari og tóku lagið um leið og nýbygging Vogafjóss var tekin í notkun. Á laugardeginum var opið hús þar sem múgur og margmenni mætti til að gleðjast með og hljómsveitin Hver tók síðan lagið um kvöldið. Boðið var upp á alls konar kræsingar úr eldhúsinu og kokteilar og annað flæddi frá barnum. Vogabú hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í yfir hundrað ár. Kýr og kindur voru uppistaðan til að byrja með, ásamt nokkrum hænum, tveimur hestum og hundi. Árið 1999 var nýtt fjós byggt og eru nú um 40 nautgripir í fjósinu. Kaffihúsið Vogafjós var svo byggt innan við fjósið. Þar fást ljúffengar heimagerðar veitingar en einnig er hægt að sjá kýrnar mjólkaðar og jafnvel bragða á glænýrri mjólk beint af spena. Mjólkað er tvisvar á dag, klukkan 7.30 á morgnana og 17.30. „Við höfum gert þetta hægt og bítandi. Erum búin að byggja við þrisvar og stækka á þessum 20 árum. En það hefur alltaf verið tekið í skrefum og ekkert óðagot,“ segir hún. Ólöf segir að hún horfi björtum augum á næstu 20 ár. Þau fyrri hafi verið það skemmtileg að það sé ekki nein ástæða til annars. „Ég held að við værum ekki í þessu ennþá ef okkur fyndist þetta ekki ennþá spennandi og skemmtilegt. Þetta er auðvitað gríðarlega mikil vinna og það þarf að leggja mikið á sig. Það eru engin sumarfrí í ferðaþjónustunni. En þetta er eitthvað sem maður velur sér og fer í þennan gír. Ég lít ekkert endilega á þetta eins og ég sé alltaf í vinnu, þetta er það fjölbreytt þó auðvitað sé það misskemmtilegt sem maður er að fást við, en oftast er það nú eitthvað skemmtilegt sem maður er að fást við.“
Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tímamót Veitingastaðir Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira