Fordæmi Íslands veitir vonarglætu Laila Matar og Rosanno Ocampo og Hilary Power skrifa 30. júlí 2019 07:00 Það sem við urðum vitni að hjá Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrr í þessum mánuði var í senn hvetjandi og gríðarlega mikilvægt. Við sáum Ísland sýna leiðtogafærni sína í verki með því að setja fram og koma í gegn ályktun um að koma mannréttindamálum Filippseyja á dagskrá SÞ. Þúsundir hafa verið teknir af lífi á Filippseyjum í hinu svokallaða „stríði gegn fíkniefnum“ sem Rodrigo Duterte forseti hóf og hafa þeir sem berjast fyrir mannréttindum og eru gagnrýnir á stjórnvöld í landinu mátt þola hótanir og ógnanir. Fyrir okkur sem störfum í ráðinu skipti þetta sköpum, sérstaklega fyrir Filippseyingana í hópnum. Þetta var markviss stefnubreyting frá algjöru refsileysi fyrir þá skelfilegu glæpi sem ríkisstjórn Duterte hefur framið gagnvart þúsundum, í átt til ábyrgðar. Þessi glæta vonar og réttlætis olli því að margir brustu í grát. Umfang ályktunarinnar, sem var samþykkt af ríkjum um allan heim, er látlaust. Einfaldlega er beðið um skýrslu Mannréttindastofnunar SÞ um ástandið á Filippseyjum. Sérfræðingar SÞ og samtaka okkar hafa kallað eftir ítarlegri rannsókn, en við sjáum að ályktunin er mikilvægt skref í áttina að því að takast á við þá krísu í mannréttindamálum sem hefur kostað svo mörg líf á Filippseyjum. Hinn mikli fjöldi drápa á Filippseyjum gerðist ekki af sjálfu sér, heldur vegna stefnu ríkisins sem mörkuð var í efstu lögum. Duterte sjálfur hefur margsinnis hvatt til drápa á fólki tengdu fíkniefnaheiminum. Hann segir: „Fyrirskipun mín er að þið séuð skotin og drepin. Trúið mér þegar ég segi að mannréttindi skipta mig engu máli.“ Þá hefur hann einnig heitið því að halda verndarhendi yfir lögreglumönnum og öðrum sem drepa, svo þeir þurfi ekki að svara fyrir það í réttarsal. Samkvæmt áreiðanlegum áætlunum frá sjálfstæðum félagasamtökum og Mannréttindaráði Filippseyja hafa fleiri en 27 þúsund manns verið drepin í „eiturlyfjastríðinu“. Jafnvel lögreglan sjálf viðurkennir að hafa drepið fleiri en 6.600 manns en reynir að réttlæta drápin á grundvelli þess að öll fórnarlömbin hafi „barist til baka“. En samkvæmt mannréttindasamtökum og fjölmiðlum hefur lögreglan skipulega komið fyrir sönnunargögnum á fórnarlömbum sínum, til dæmis byssum og eiturlyfjum, til að réttlæta drápin. Lögreglan hefur einnig notað þessar aðferðir til að aðstoða þriðja aðila við að komast upp með dráp. Ályktun Mannréttindaráðsins er ekki úr lausu lofti gripin. Ísland hefur þegar leitt þrjár yfirlýsingar, sem studdar voru af nærri 40 ríkjum, árin 2017 og 2018. Sú síðasta gaf vísbendingu um að formleg ályktun væri í vændum ef stjórnvöld á Filippseyjum breyttu ekki stefnu sinni. Bæði fyrrverandi og núverandi yfirmenn mannréttindamála SÞ vöruðu einnig við þessu. Í febrúar árið 2018 tilkynnti Alþjóðadómstóllinn í Haag að rannsókn myndi fara fram. Stjórnvöld á Filippseyjum hafa haft nægan tíma til að stöðva drápin og rannsaka brot. En þau gerðu það ekki. Þess í stað halda líkin áfram að hrannast upp í þéttbýli Maníla og annars staðar í landinu. Börn úr fátækustu kimum samfélagsins halda áfram að verða munaðarlaus þegar fyrirvinnur þeirra eru drepnar. Áfram er logið upp á gagnrýnendur stjórnvalda og þeir niðurníddir og áreittir. Gerendur er ekki sóttir til saka, nema í einu tilviki sem náðist á myndbandsupptöku og sýndi lögreglumenn drepa varnarlausan ungling. Drápin halda áfram á hverjum degi og Duterte forseti hefur heitið því að stríð hans muni harðna enn frekar. Á sama tíma og Mannréttindaráðið ræddi ályktunina sem Íslands setti fram, drap lögreglan þriggja ára stúlku, að nafni Myka, í aðgerð á heimili hennar nálægt Maníla. Á sama tíma reyndu stjórnvöld á Filippseyjum að fá ríki um allan heim til að stöðva ályktunina, með falsfréttum um ástandið í landinu. Framganga þeirra og harka kom öllum á óvart, meira að segja þeim okkar sem fylgst höfum með stærri og öflugri ríkjum reyna að bæla niður mannréttindaályktanir gagnvart sér. Aðferðirnar eru þó ekki nýjar af nálinni. Á meðan Filippseyjar hafa reynt að láta líta svo út að þær séu samstarfsfús meðlimur ráðsins, þá hafa þarlend stjórnvöld nýtt skóinn af sérfræðingum SÞ sem kallað hafa eftir aðgerðum – kallað þá „vitsmunalega hefta“ og „óvini ríkisins“. Einn sérfræðingur SÞ í málefnum innfæddra var settur á lista yfir hryðjuverkamenn eftir að hún gagnrýndi stjórnvöld og hótaði Duterte sjálfur að löðrunga hana ef hún krefðist frekari svara um eiturlyfjastríðið. Það kemur heldur ekki á óvart að stuðningsmenn stjórnvalda á Filippseyjum hafi gagnrýnt Ísland fyrir að „virða ekki fullveldi landsins“. Það er algengt stef í málflutningi ríkja sem bera ábyrgð á mannréttindabrotum að reyna að skýla bæði sér og öðrum í sömu stöðu. En þótt forysta Íslands hafi verið djörf og borið þann árangur að vekja athygli á fórnarlömbunum, þrátt fyrir harða andstöðu Filippseyja, þá var ekki óeðlilegt að hún skyldi velja að gera það. Þetta er það sem ætlast er til af meðlimum æðsta ráðs mannréttinda í heiminum sem leiða margir sambærilegar ályktanir gegn öðrum ríkjum. Hinn gríðarlegi fjöldi drápa á Filippseyjum, hvatning forseta þeirra, ábyrgðarleysið og fjandsamleg afstaða gagnvart gangverki Mannréttindaráðs SÞ gerði það að verkum að ástandið var orðið óbærilegt og löngu kominn tími á að taka á því. Ísland sýndi mikið hugrekki með frumkvæði sínu. Á mörgum stöðum í heiminum brjóta mörg stjórnvöld á mannréttindum þegna sinna, en aðeins örfáir eru tilbúnir að gera þau ábyrg fyrir gjörðum sínum. Ísland virðist taka hlutverk sitt sem meðlimur Mannréttindaráðsins alvarlega sem og ástandið á Filippseyjum. Önnur ríki ættu að fylgja því fordæmi.Laila Matar fulltrúi Mannréttindavaktarinnar hjá SÞ, Rosanno Ocampo, dagskrárfulltrúi og tengiliður FORUM ASIA hjá SÞ, og Hilary Power, talsmaður Amnesty International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það sem við urðum vitni að hjá Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrr í þessum mánuði var í senn hvetjandi og gríðarlega mikilvægt. Við sáum Ísland sýna leiðtogafærni sína í verki með því að setja fram og koma í gegn ályktun um að koma mannréttindamálum Filippseyja á dagskrá SÞ. Þúsundir hafa verið teknir af lífi á Filippseyjum í hinu svokallaða „stríði gegn fíkniefnum“ sem Rodrigo Duterte forseti hóf og hafa þeir sem berjast fyrir mannréttindum og eru gagnrýnir á stjórnvöld í landinu mátt þola hótanir og ógnanir. Fyrir okkur sem störfum í ráðinu skipti þetta sköpum, sérstaklega fyrir Filippseyingana í hópnum. Þetta var markviss stefnubreyting frá algjöru refsileysi fyrir þá skelfilegu glæpi sem ríkisstjórn Duterte hefur framið gagnvart þúsundum, í átt til ábyrgðar. Þessi glæta vonar og réttlætis olli því að margir brustu í grát. Umfang ályktunarinnar, sem var samþykkt af ríkjum um allan heim, er látlaust. Einfaldlega er beðið um skýrslu Mannréttindastofnunar SÞ um ástandið á Filippseyjum. Sérfræðingar SÞ og samtaka okkar hafa kallað eftir ítarlegri rannsókn, en við sjáum að ályktunin er mikilvægt skref í áttina að því að takast á við þá krísu í mannréttindamálum sem hefur kostað svo mörg líf á Filippseyjum. Hinn mikli fjöldi drápa á Filippseyjum gerðist ekki af sjálfu sér, heldur vegna stefnu ríkisins sem mörkuð var í efstu lögum. Duterte sjálfur hefur margsinnis hvatt til drápa á fólki tengdu fíkniefnaheiminum. Hann segir: „Fyrirskipun mín er að þið séuð skotin og drepin. Trúið mér þegar ég segi að mannréttindi skipta mig engu máli.“ Þá hefur hann einnig heitið því að halda verndarhendi yfir lögreglumönnum og öðrum sem drepa, svo þeir þurfi ekki að svara fyrir það í réttarsal. Samkvæmt áreiðanlegum áætlunum frá sjálfstæðum félagasamtökum og Mannréttindaráði Filippseyja hafa fleiri en 27 þúsund manns verið drepin í „eiturlyfjastríðinu“. Jafnvel lögreglan sjálf viðurkennir að hafa drepið fleiri en 6.600 manns en reynir að réttlæta drápin á grundvelli þess að öll fórnarlömbin hafi „barist til baka“. En samkvæmt mannréttindasamtökum og fjölmiðlum hefur lögreglan skipulega komið fyrir sönnunargögnum á fórnarlömbum sínum, til dæmis byssum og eiturlyfjum, til að réttlæta drápin. Lögreglan hefur einnig notað þessar aðferðir til að aðstoða þriðja aðila við að komast upp með dráp. Ályktun Mannréttindaráðsins er ekki úr lausu lofti gripin. Ísland hefur þegar leitt þrjár yfirlýsingar, sem studdar voru af nærri 40 ríkjum, árin 2017 og 2018. Sú síðasta gaf vísbendingu um að formleg ályktun væri í vændum ef stjórnvöld á Filippseyjum breyttu ekki stefnu sinni. Bæði fyrrverandi og núverandi yfirmenn mannréttindamála SÞ vöruðu einnig við þessu. Í febrúar árið 2018 tilkynnti Alþjóðadómstóllinn í Haag að rannsókn myndi fara fram. Stjórnvöld á Filippseyjum hafa haft nægan tíma til að stöðva drápin og rannsaka brot. En þau gerðu það ekki. Þess í stað halda líkin áfram að hrannast upp í þéttbýli Maníla og annars staðar í landinu. Börn úr fátækustu kimum samfélagsins halda áfram að verða munaðarlaus þegar fyrirvinnur þeirra eru drepnar. Áfram er logið upp á gagnrýnendur stjórnvalda og þeir niðurníddir og áreittir. Gerendur er ekki sóttir til saka, nema í einu tilviki sem náðist á myndbandsupptöku og sýndi lögreglumenn drepa varnarlausan ungling. Drápin halda áfram á hverjum degi og Duterte forseti hefur heitið því að stríð hans muni harðna enn frekar. Á sama tíma og Mannréttindaráðið ræddi ályktunina sem Íslands setti fram, drap lögreglan þriggja ára stúlku, að nafni Myka, í aðgerð á heimili hennar nálægt Maníla. Á sama tíma reyndu stjórnvöld á Filippseyjum að fá ríki um allan heim til að stöðva ályktunina, með falsfréttum um ástandið í landinu. Framganga þeirra og harka kom öllum á óvart, meira að segja þeim okkar sem fylgst höfum með stærri og öflugri ríkjum reyna að bæla niður mannréttindaályktanir gagnvart sér. Aðferðirnar eru þó ekki nýjar af nálinni. Á meðan Filippseyjar hafa reynt að láta líta svo út að þær séu samstarfsfús meðlimur ráðsins, þá hafa þarlend stjórnvöld nýtt skóinn af sérfræðingum SÞ sem kallað hafa eftir aðgerðum – kallað þá „vitsmunalega hefta“ og „óvini ríkisins“. Einn sérfræðingur SÞ í málefnum innfæddra var settur á lista yfir hryðjuverkamenn eftir að hún gagnrýndi stjórnvöld og hótaði Duterte sjálfur að löðrunga hana ef hún krefðist frekari svara um eiturlyfjastríðið. Það kemur heldur ekki á óvart að stuðningsmenn stjórnvalda á Filippseyjum hafi gagnrýnt Ísland fyrir að „virða ekki fullveldi landsins“. Það er algengt stef í málflutningi ríkja sem bera ábyrgð á mannréttindabrotum að reyna að skýla bæði sér og öðrum í sömu stöðu. En þótt forysta Íslands hafi verið djörf og borið þann árangur að vekja athygli á fórnarlömbunum, þrátt fyrir harða andstöðu Filippseyja, þá var ekki óeðlilegt að hún skyldi velja að gera það. Þetta er það sem ætlast er til af meðlimum æðsta ráðs mannréttinda í heiminum sem leiða margir sambærilegar ályktanir gegn öðrum ríkjum. Hinn gríðarlegi fjöldi drápa á Filippseyjum, hvatning forseta þeirra, ábyrgðarleysið og fjandsamleg afstaða gagnvart gangverki Mannréttindaráðs SÞ gerði það að verkum að ástandið var orðið óbærilegt og löngu kominn tími á að taka á því. Ísland sýndi mikið hugrekki með frumkvæði sínu. Á mörgum stöðum í heiminum brjóta mörg stjórnvöld á mannréttindum þegna sinna, en aðeins örfáir eru tilbúnir að gera þau ábyrg fyrir gjörðum sínum. Ísland virðist taka hlutverk sitt sem meðlimur Mannréttindaráðsins alvarlega sem og ástandið á Filippseyjum. Önnur ríki ættu að fylgja því fordæmi.Laila Matar fulltrúi Mannréttindavaktarinnar hjá SÞ, Rosanno Ocampo, dagskrárfulltrúi og tengiliður FORUM ASIA hjá SÞ, og Hilary Power, talsmaður Amnesty International.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar