Bilanagreining á fallturninum gengur hægt sem og uppsetning Sleggjunnar Birgir Olgeirsson skrifar 25. júlí 2019 12:40 Eins og að leita að nál í heystakki segir forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins um viðgerðina á fallturninum. Vísir/Vilhelm Starfsmenn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa undanfarna daga unnið að því að koma fallturninum vinsæla aftur í notkun. Turninn hefur verið bilaður síðan á föstudag en starfsmennirnir hafa notið aðstoðar erlendra aðila sem hafa tengst tölvukerfi turnsins og hefur bilanagreiningin því farið fram á milli landa undanfarna daga. „Þetta er svolítið eins og að finna nál í heystakki,“ segir Sigrún Thorlacius, aðstoðarforstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, um viðgerðina en segir starfsmennina fikra sig áfram í leitinni að orsökum bilunarinnar. Sleggjan sem var í Smáralind hefur verið sett upp í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum en ekki hefur verið hægt að taka hana notkun því uppsetningin hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir.Sleggjan kom frá Smáralind og er unnið að öryggisprófunum á henni.Vísir/VilhelmStarfsmenn frá Smáratívolí hafa séð um uppsetninguna og öryggisprófun á tækinu en ekki er hægt að segja til að svo stöddu hvenær gestir geta notið Sleggjunnar. Ökuskólabílarnir vinsælu hafa einnig verið bilaðir undanfarna daga en varahlutir hafa fengist í bílana og er búið að gera við megnið af þeim. Sigrún segir aðsókn í garðinn í sumar hafa verið afar góða enda veðrið verið mjög gott. Farið var í miklar endurbætur á garðinum í vor þar sem bætt var við ýmsum litlum tækjum. Búið er að endurbæta svæðið í kringum skipið og koma upp nýjum kastala. Tjörnin í garðinum hefur einnig verið dýpkuð en bátar, sem gestir geta siglt, áttu það til að rekast í botninn. Garðurinn fékk einnig litla bílalest fyrir yngstu kynslóðina ásamt hjólum sem börnin geta notað og því mikið líf í garðinum að sögn Sigrúnar þrátt fyrir að nokkur tæki hafi ekki verið í notkun. Börn og uppeldi Krakkar Reykjavík Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira
Starfsmenn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa undanfarna daga unnið að því að koma fallturninum vinsæla aftur í notkun. Turninn hefur verið bilaður síðan á föstudag en starfsmennirnir hafa notið aðstoðar erlendra aðila sem hafa tengst tölvukerfi turnsins og hefur bilanagreiningin því farið fram á milli landa undanfarna daga. „Þetta er svolítið eins og að finna nál í heystakki,“ segir Sigrún Thorlacius, aðstoðarforstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, um viðgerðina en segir starfsmennina fikra sig áfram í leitinni að orsökum bilunarinnar. Sleggjan sem var í Smáralind hefur verið sett upp í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum en ekki hefur verið hægt að taka hana notkun því uppsetningin hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir.Sleggjan kom frá Smáralind og er unnið að öryggisprófunum á henni.Vísir/VilhelmStarfsmenn frá Smáratívolí hafa séð um uppsetninguna og öryggisprófun á tækinu en ekki er hægt að segja til að svo stöddu hvenær gestir geta notið Sleggjunnar. Ökuskólabílarnir vinsælu hafa einnig verið bilaðir undanfarna daga en varahlutir hafa fengist í bílana og er búið að gera við megnið af þeim. Sigrún segir aðsókn í garðinn í sumar hafa verið afar góða enda veðrið verið mjög gott. Farið var í miklar endurbætur á garðinum í vor þar sem bætt var við ýmsum litlum tækjum. Búið er að endurbæta svæðið í kringum skipið og koma upp nýjum kastala. Tjörnin í garðinum hefur einnig verið dýpkuð en bátar, sem gestir geta siglt, áttu það til að rekast í botninn. Garðurinn fékk einnig litla bílalest fyrir yngstu kynslóðina ásamt hjólum sem börnin geta notað og því mikið líf í garðinum að sögn Sigrúnar þrátt fyrir að nokkur tæki hafi ekki verið í notkun.
Börn og uppeldi Krakkar Reykjavík Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira