Alvarlegt að saka sláturleyfishafa um að valda skorti á lambahryggjum Sighvatur Jónsson skrifar 25. júlí 2019 18:30 Forstjóri Sláturfélags Suðurlands segir það alvarlegar ásakanir af hálfu Samtaka verslunar- og þjónustu og Félags atvinnurekenda að saka sláturleyfishafa um samantekin ráð um útflutning á lambahryggjum til að valda skorti og hækka verð hér á landi. Hann segir að þrátt fyrir skort á hryggjum eigi félagið nóg fyrir sína viðskiptavini. Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara leggur til að úthlutað verði opnum tollkvótum á lambahryggjum. Er þetta gert til að bregðast við skorti á hryggjum. Samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu er málið ekki komið á borð ráðherra en nefndin hefur sent drög að tillögum til hagsmunaaðila. Verslunareigendur óskuðu eftir því fyrr í sumar að veitt yrði undanþága frá tollum á innflutt kjöt. Því var hafnað. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir líklegt að skortur sé á lambahryggjum, þrátt fyrir að nóg sé til hjá félaginu. „Ég hef náttúrulega ekki upplýsingar um stöðuna hjá öðrum. SS á nóg fyrir okkur og okkar kúnna. En það er líklegt að það sé skortur fyrst það er búið að opna held ég í fyrsta skipti fyrir innflutning á svokölluðum opnum kvóta á lambakjöti.“Landssamtök sauðfjárbænda vilja stýra útflutningi á lambakjöti betur en gert er í dag.Vísir/BaldurStýra þarf útflutningi Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir skort á lambahryggjum sýna að tekist hafi verið á við vanda vegna umframbirgða af lambakjöti, meðal annars með samdrætti í framleiðslu. Sauðfjárbændur hafi bent á að stýra þurfi útflutningi betur en gert er í dag til að jafna sveiflur á markaði. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu gagnrýnir að tollar verði eingöngu lækkaðir á lambahryggjum í einn mánuð. Formaður Félags atvinnurekenda segir að reglur um 30 daga frystingu kjöts geri innflytjendum næsta ómögulegt að flytja inn erlenda lambahryggi á svo stuttu tímabili. Atvinnurekendur gagnrýna þátt afurðastöðva og viðbrögð stjórnvalda og hafa beðið Samkeppniseftirlitið að skoða aðkomu beggja að málinu.Forstjóri Sláturfélags Suðurlands segir ásakanir um samráð vera mjög alvarlegar.Vísir/BaldurÁsakanir um alvarlegt lögbrot Forstjóri Sláturfélags Suðurlands segir fullyrðingar um samantekin ráð hjá sláturleyfishöfum vera rangar. „Það er af og frá að það sé einhver sameiginlegur útflutningur til þess að hafa áhrif á verðþróun innanlands, það er bannað. Hver og einn flytur út það sem hann telur henta sínum aðstæðum, framleiðslu og sölu.“ Eru þetta alvarlegar ásakanir í ykkar garð?„Auðvitað eru þær það, það er verið að saka menn um mjög alvarlegt lögbrot. Menn ættu nú aðeins að kynna sér hlutina áður en þeir fara fram með slíkt,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Landbúnaður Neytendur Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Forstjóri Sláturfélags Suðurlands segir það alvarlegar ásakanir af hálfu Samtaka verslunar- og þjónustu og Félags atvinnurekenda að saka sláturleyfishafa um samantekin ráð um útflutning á lambahryggjum til að valda skorti og hækka verð hér á landi. Hann segir að þrátt fyrir skort á hryggjum eigi félagið nóg fyrir sína viðskiptavini. Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara leggur til að úthlutað verði opnum tollkvótum á lambahryggjum. Er þetta gert til að bregðast við skorti á hryggjum. Samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu er málið ekki komið á borð ráðherra en nefndin hefur sent drög að tillögum til hagsmunaaðila. Verslunareigendur óskuðu eftir því fyrr í sumar að veitt yrði undanþága frá tollum á innflutt kjöt. Því var hafnað. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir líklegt að skortur sé á lambahryggjum, þrátt fyrir að nóg sé til hjá félaginu. „Ég hef náttúrulega ekki upplýsingar um stöðuna hjá öðrum. SS á nóg fyrir okkur og okkar kúnna. En það er líklegt að það sé skortur fyrst það er búið að opna held ég í fyrsta skipti fyrir innflutning á svokölluðum opnum kvóta á lambakjöti.“Landssamtök sauðfjárbænda vilja stýra útflutningi á lambakjöti betur en gert er í dag.Vísir/BaldurStýra þarf útflutningi Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir skort á lambahryggjum sýna að tekist hafi verið á við vanda vegna umframbirgða af lambakjöti, meðal annars með samdrætti í framleiðslu. Sauðfjárbændur hafi bent á að stýra þurfi útflutningi betur en gert er í dag til að jafna sveiflur á markaði. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu gagnrýnir að tollar verði eingöngu lækkaðir á lambahryggjum í einn mánuð. Formaður Félags atvinnurekenda segir að reglur um 30 daga frystingu kjöts geri innflytjendum næsta ómögulegt að flytja inn erlenda lambahryggi á svo stuttu tímabili. Atvinnurekendur gagnrýna þátt afurðastöðva og viðbrögð stjórnvalda og hafa beðið Samkeppniseftirlitið að skoða aðkomu beggja að málinu.Forstjóri Sláturfélags Suðurlands segir ásakanir um samráð vera mjög alvarlegar.Vísir/BaldurÁsakanir um alvarlegt lögbrot Forstjóri Sláturfélags Suðurlands segir fullyrðingar um samantekin ráð hjá sláturleyfishöfum vera rangar. „Það er af og frá að það sé einhver sameiginlegur útflutningur til þess að hafa áhrif á verðþróun innanlands, það er bannað. Hver og einn flytur út það sem hann telur henta sínum aðstæðum, framleiðslu og sölu.“ Eru þetta alvarlegar ásakanir í ykkar garð?„Auðvitað eru þær það, það er verið að saka menn um mjög alvarlegt lögbrot. Menn ættu nú aðeins að kynna sér hlutina áður en þeir fara fram með slíkt,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands.
Landbúnaður Neytendur Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira