Alvarlegt að saka sláturleyfishafa um að valda skorti á lambahryggjum Sighvatur Jónsson skrifar 25. júlí 2019 18:30 Forstjóri Sláturfélags Suðurlands segir það alvarlegar ásakanir af hálfu Samtaka verslunar- og þjónustu og Félags atvinnurekenda að saka sláturleyfishafa um samantekin ráð um útflutning á lambahryggjum til að valda skorti og hækka verð hér á landi. Hann segir að þrátt fyrir skort á hryggjum eigi félagið nóg fyrir sína viðskiptavini. Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara leggur til að úthlutað verði opnum tollkvótum á lambahryggjum. Er þetta gert til að bregðast við skorti á hryggjum. Samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu er málið ekki komið á borð ráðherra en nefndin hefur sent drög að tillögum til hagsmunaaðila. Verslunareigendur óskuðu eftir því fyrr í sumar að veitt yrði undanþága frá tollum á innflutt kjöt. Því var hafnað. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir líklegt að skortur sé á lambahryggjum, þrátt fyrir að nóg sé til hjá félaginu. „Ég hef náttúrulega ekki upplýsingar um stöðuna hjá öðrum. SS á nóg fyrir okkur og okkar kúnna. En það er líklegt að það sé skortur fyrst það er búið að opna held ég í fyrsta skipti fyrir innflutning á svokölluðum opnum kvóta á lambakjöti.“Landssamtök sauðfjárbænda vilja stýra útflutningi á lambakjöti betur en gert er í dag.Vísir/BaldurStýra þarf útflutningi Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir skort á lambahryggjum sýna að tekist hafi verið á við vanda vegna umframbirgða af lambakjöti, meðal annars með samdrætti í framleiðslu. Sauðfjárbændur hafi bent á að stýra þurfi útflutningi betur en gert er í dag til að jafna sveiflur á markaði. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu gagnrýnir að tollar verði eingöngu lækkaðir á lambahryggjum í einn mánuð. Formaður Félags atvinnurekenda segir að reglur um 30 daga frystingu kjöts geri innflytjendum næsta ómögulegt að flytja inn erlenda lambahryggi á svo stuttu tímabili. Atvinnurekendur gagnrýna þátt afurðastöðva og viðbrögð stjórnvalda og hafa beðið Samkeppniseftirlitið að skoða aðkomu beggja að málinu.Forstjóri Sláturfélags Suðurlands segir ásakanir um samráð vera mjög alvarlegar.Vísir/BaldurÁsakanir um alvarlegt lögbrot Forstjóri Sláturfélags Suðurlands segir fullyrðingar um samantekin ráð hjá sláturleyfishöfum vera rangar. „Það er af og frá að það sé einhver sameiginlegur útflutningur til þess að hafa áhrif á verðþróun innanlands, það er bannað. Hver og einn flytur út það sem hann telur henta sínum aðstæðum, framleiðslu og sölu.“ Eru þetta alvarlegar ásakanir í ykkar garð?„Auðvitað eru þær það, það er verið að saka menn um mjög alvarlegt lögbrot. Menn ættu nú aðeins að kynna sér hlutina áður en þeir fara fram með slíkt,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Landbúnaður Neytendur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Forstjóri Sláturfélags Suðurlands segir það alvarlegar ásakanir af hálfu Samtaka verslunar- og þjónustu og Félags atvinnurekenda að saka sláturleyfishafa um samantekin ráð um útflutning á lambahryggjum til að valda skorti og hækka verð hér á landi. Hann segir að þrátt fyrir skort á hryggjum eigi félagið nóg fyrir sína viðskiptavini. Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara leggur til að úthlutað verði opnum tollkvótum á lambahryggjum. Er þetta gert til að bregðast við skorti á hryggjum. Samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu er málið ekki komið á borð ráðherra en nefndin hefur sent drög að tillögum til hagsmunaaðila. Verslunareigendur óskuðu eftir því fyrr í sumar að veitt yrði undanþága frá tollum á innflutt kjöt. Því var hafnað. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir líklegt að skortur sé á lambahryggjum, þrátt fyrir að nóg sé til hjá félaginu. „Ég hef náttúrulega ekki upplýsingar um stöðuna hjá öðrum. SS á nóg fyrir okkur og okkar kúnna. En það er líklegt að það sé skortur fyrst það er búið að opna held ég í fyrsta skipti fyrir innflutning á svokölluðum opnum kvóta á lambakjöti.“Landssamtök sauðfjárbænda vilja stýra útflutningi á lambakjöti betur en gert er í dag.Vísir/BaldurStýra þarf útflutningi Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir skort á lambahryggjum sýna að tekist hafi verið á við vanda vegna umframbirgða af lambakjöti, meðal annars með samdrætti í framleiðslu. Sauðfjárbændur hafi bent á að stýra þurfi útflutningi betur en gert er í dag til að jafna sveiflur á markaði. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu gagnrýnir að tollar verði eingöngu lækkaðir á lambahryggjum í einn mánuð. Formaður Félags atvinnurekenda segir að reglur um 30 daga frystingu kjöts geri innflytjendum næsta ómögulegt að flytja inn erlenda lambahryggi á svo stuttu tímabili. Atvinnurekendur gagnrýna þátt afurðastöðva og viðbrögð stjórnvalda og hafa beðið Samkeppniseftirlitið að skoða aðkomu beggja að málinu.Forstjóri Sláturfélags Suðurlands segir ásakanir um samráð vera mjög alvarlegar.Vísir/BaldurÁsakanir um alvarlegt lögbrot Forstjóri Sláturfélags Suðurlands segir fullyrðingar um samantekin ráð hjá sláturleyfishöfum vera rangar. „Það er af og frá að það sé einhver sameiginlegur útflutningur til þess að hafa áhrif á verðþróun innanlands, það er bannað. Hver og einn flytur út það sem hann telur henta sínum aðstæðum, framleiðslu og sölu.“ Eru þetta alvarlegar ásakanir í ykkar garð?„Auðvitað eru þær það, það er verið að saka menn um mjög alvarlegt lögbrot. Menn ættu nú aðeins að kynna sér hlutina áður en þeir fara fram með slíkt,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands.
Landbúnaður Neytendur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira