Fundir með Umboðsmanni skuldara skiptu miklu máli Ari Brynjólfsson skrifar 26. júlí 2019 07:30 Ondrej Šmakal, forstjóri Kredia Group, segir að hann virði íslensk lög. „Ég hef fundað með Umboðsmanni skuldara nokkrum sinnum. Ég ber mikla virðingu fyrir starfi Ástu og hennar fólks sem gerir allt sem þau geta til að hjálpa fólki í skuldavanda,“ segir Ondrej Šmakal, forstjóri Kredia Group. Árið 2018 voru 59 prósent þeirra sem óskuðu eftir aðstoð umboðsmanns skuldara með smálán. Ondrej segir að fundirnir hafi skipt máli. „Gögn frá US eru mjög mikilvægt framlag í okkar áhættumat og ákvarðanir okkar um hverjum skal lána. Til dæmis þá komum við í veg fyrir að viðskiptavinur sem leitað hefur til US fái lán hjá okkur,“ segir Ondrej.Sjá einnig: Smálán heyra nú sögunni til „Við lánum ekki til einstaklinga undir tvítugu og við höfum tekið upp herta skilmála fyrir viðskiptavini á aldrinum 20 til 25 ára. Að því sögðu þá myndi það hjálpa mjög ef skráningar US yrðu aðgengilegar fjármálafyrirtækjum. Ég hef rekist á nokkur dæmi þess að viðskiptavinur leiti til US, fari í greiðsluaðlögun en taki svo önnur lán í millitíðinni. Slík skrá myndi hjálpa mjög til að koma í veg fyrir slíkt.“ Neytendasamtökin hafa gagnrýnt smálánafyrirtækin og Almenna innheimtu ehf., innheimtufyrirtæki þeirra á Íslandi, harðlega að undanförnu og hvatt lántaka til að hætta að greiða af lánum yfir lánskostnaði. „Við höfum fengið fjölda mála þar sem lántakendur smálána hafa greitt margfalt meira til baka en þeim ber lögum samkvæmt, jafnvel sem nemur mörgum hundruðum þúsunda,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna.Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. “Við höfum fengið fjölda mála þar sem lántakendur smálána hafa greitt margfalt meira til til baka en þeim ber lögum samkvæmt, jafnvel sem nemur mörgum hundruðum þúsunda.”Gísli Kr. Björnsson, lögmaður og eigandi Almennrar innheimtu ehf., segir að lánunum hafi verið breytt að kröfu innheimtufyrirtækisins. „Í maí síðastliðnum tilkynnti Almenn innheimta okkur að þeir myndu hætta að starfa með okkur ef við breyttum ekki viðskiptamódelinu okkar á Íslandi og við gerðum það. Við gerum ekki ráð fyrir öðru en að við getum haldið áfram samstarfi okkar við Almenna innheimtu,“ segir Ondrej. Vörumerkin fimm eru í eigu eCommerce 2020, sem er í eigu Kredia Group. Ondrej segir enga starfsemi á Íslandi. „Kredia Group eða dótturfyrirtæki þess hafa enga starfsemi á Íslandi. Engir starfsmenn, engin skrifstofa. Auðvitað getur þetta breyst í framtíðinni. Ef það gerist þá munum við tilkynna það.“ Ondrej segir að lykilstarfsemin fari fram í Tékklandi. „Heimilisföngin í Kaupmannahöfn, Lundúnum og Prag sem blaðamenn heimsóttu eru skráð húsfesti okkar fyrirtækja. Ég heimsæki þessar skrifstofur oft. Flest af okkar starfsfólki vinnur hvaðan sem það vill. Við lifum í stafrænum heimi,“ segir Ondrej. „Kredia Group samanstendur af 20 sérfræðingum á sviði fjármála, áhættumats og markaðsmála. Hópurinn starfar í Tékklandi, Bretlandi og Danmörku. Annarri þjónustu er úthýst.“ Fram til þessa hefur verið á óljóst hver í eigi í raun smálánafyrirtækin, Ondrej segir það ekkert leyndarmál. „Kredia Group skipti nýverið um eigendur. Michal Mensik, sem átti fyrirtækið, ákvað að hætta og ég ákvað að kaupa það. Við höfum möguleika á því að bjóða viðskiptavinum okkar á Norðurlöndunum upp á áhugverðar vörur á sviði fjármálatækni, að sjálfsögðu fylgjum við lögum um neytendavernd á hverjum stað fyrir sig.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Smálán Tengdar fréttir Ráðleggur neytendum að forðast eCommerce Lánafyrirtækið eCommerce 2020, sem rekur smálánafyrirtækin Kredia, Hraðpeninga og fleiri, hefur lækkað vexti niður í þá hæstu leyfilegu samkvæmt lögum. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna hefur efasemdir. 23. júlí 2019 08:00 Smálán heyra nú sögunni til Forstjóri Kredia Group, sem á smálánafyrirtækin 1909, Múla og fleiri, segist bera virðingu fyrir íslenskum lögum. Aðeins verði lánað fyrir hæstu löglegu vexti. Innheimtu lána á hærri vöxtum hafi verið hætt. 26. júlí 2019 06:00 Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
„Ég hef fundað með Umboðsmanni skuldara nokkrum sinnum. Ég ber mikla virðingu fyrir starfi Ástu og hennar fólks sem gerir allt sem þau geta til að hjálpa fólki í skuldavanda,“ segir Ondrej Šmakal, forstjóri Kredia Group. Árið 2018 voru 59 prósent þeirra sem óskuðu eftir aðstoð umboðsmanns skuldara með smálán. Ondrej segir að fundirnir hafi skipt máli. „Gögn frá US eru mjög mikilvægt framlag í okkar áhættumat og ákvarðanir okkar um hverjum skal lána. Til dæmis þá komum við í veg fyrir að viðskiptavinur sem leitað hefur til US fái lán hjá okkur,“ segir Ondrej.Sjá einnig: Smálán heyra nú sögunni til „Við lánum ekki til einstaklinga undir tvítugu og við höfum tekið upp herta skilmála fyrir viðskiptavini á aldrinum 20 til 25 ára. Að því sögðu þá myndi það hjálpa mjög ef skráningar US yrðu aðgengilegar fjármálafyrirtækjum. Ég hef rekist á nokkur dæmi þess að viðskiptavinur leiti til US, fari í greiðsluaðlögun en taki svo önnur lán í millitíðinni. Slík skrá myndi hjálpa mjög til að koma í veg fyrir slíkt.“ Neytendasamtökin hafa gagnrýnt smálánafyrirtækin og Almenna innheimtu ehf., innheimtufyrirtæki þeirra á Íslandi, harðlega að undanförnu og hvatt lántaka til að hætta að greiða af lánum yfir lánskostnaði. „Við höfum fengið fjölda mála þar sem lántakendur smálána hafa greitt margfalt meira til baka en þeim ber lögum samkvæmt, jafnvel sem nemur mörgum hundruðum þúsunda,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna.Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. “Við höfum fengið fjölda mála þar sem lántakendur smálána hafa greitt margfalt meira til til baka en þeim ber lögum samkvæmt, jafnvel sem nemur mörgum hundruðum þúsunda.”Gísli Kr. Björnsson, lögmaður og eigandi Almennrar innheimtu ehf., segir að lánunum hafi verið breytt að kröfu innheimtufyrirtækisins. „Í maí síðastliðnum tilkynnti Almenn innheimta okkur að þeir myndu hætta að starfa með okkur ef við breyttum ekki viðskiptamódelinu okkar á Íslandi og við gerðum það. Við gerum ekki ráð fyrir öðru en að við getum haldið áfram samstarfi okkar við Almenna innheimtu,“ segir Ondrej. Vörumerkin fimm eru í eigu eCommerce 2020, sem er í eigu Kredia Group. Ondrej segir enga starfsemi á Íslandi. „Kredia Group eða dótturfyrirtæki þess hafa enga starfsemi á Íslandi. Engir starfsmenn, engin skrifstofa. Auðvitað getur þetta breyst í framtíðinni. Ef það gerist þá munum við tilkynna það.“ Ondrej segir að lykilstarfsemin fari fram í Tékklandi. „Heimilisföngin í Kaupmannahöfn, Lundúnum og Prag sem blaðamenn heimsóttu eru skráð húsfesti okkar fyrirtækja. Ég heimsæki þessar skrifstofur oft. Flest af okkar starfsfólki vinnur hvaðan sem það vill. Við lifum í stafrænum heimi,“ segir Ondrej. „Kredia Group samanstendur af 20 sérfræðingum á sviði fjármála, áhættumats og markaðsmála. Hópurinn starfar í Tékklandi, Bretlandi og Danmörku. Annarri þjónustu er úthýst.“ Fram til þessa hefur verið á óljóst hver í eigi í raun smálánafyrirtækin, Ondrej segir það ekkert leyndarmál. „Kredia Group skipti nýverið um eigendur. Michal Mensik, sem átti fyrirtækið, ákvað að hætta og ég ákvað að kaupa það. Við höfum möguleika á því að bjóða viðskiptavinum okkar á Norðurlöndunum upp á áhugverðar vörur á sviði fjármálatækni, að sjálfsögðu fylgjum við lögum um neytendavernd á hverjum stað fyrir sig.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Smálán Tengdar fréttir Ráðleggur neytendum að forðast eCommerce Lánafyrirtækið eCommerce 2020, sem rekur smálánafyrirtækin Kredia, Hraðpeninga og fleiri, hefur lækkað vexti niður í þá hæstu leyfilegu samkvæmt lögum. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna hefur efasemdir. 23. júlí 2019 08:00 Smálán heyra nú sögunni til Forstjóri Kredia Group, sem á smálánafyrirtækin 1909, Múla og fleiri, segist bera virðingu fyrir íslenskum lögum. Aðeins verði lánað fyrir hæstu löglegu vexti. Innheimtu lána á hærri vöxtum hafi verið hætt. 26. júlí 2019 06:00 Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Ráðleggur neytendum að forðast eCommerce Lánafyrirtækið eCommerce 2020, sem rekur smálánafyrirtækin Kredia, Hraðpeninga og fleiri, hefur lækkað vexti niður í þá hæstu leyfilegu samkvæmt lögum. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna hefur efasemdir. 23. júlí 2019 08:00
Smálán heyra nú sögunni til Forstjóri Kredia Group, sem á smálánafyrirtækin 1909, Múla og fleiri, segist bera virðingu fyrir íslenskum lögum. Aðeins verði lánað fyrir hæstu löglegu vexti. Innheimtu lána á hærri vöxtum hafi verið hætt. 26. júlí 2019 06:00
Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00