„Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ snúi Bandaríkjaher aftur til landsins í boði VG Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. júlí 2019 14:03 Fyrrverandi ráðherra VG er ekki ánægður með aðgerðarleysi flokksins og vill að þingmenn VG taki afdráttarlausari afstöðu. Vísir/Ernir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að það yrði „ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks. Ögmundur, sem er yfirlýstur hernaðarandstæðingur, birti pistil á vefsvæði sínu í gær þar sem hann sagði almenna þjóðaröryggisstefnu hvorki duga til að réttlæta „umfangsmikla hernaðaruppbyggingu hér á landi“ né að „stríðsglæpamönnum sé heimilað að hreiðra um sig í landinu að nýju“. Alþingi samþykkti í síðasta mánuði að 300 milljónir af fyrirhuguðum framlögum til þróunaraðstoðar yrðu færðar í viðhald mannvirkja Atlantshafsbandalagsins á á Keflavíkurflugvelli. Sjá nánar: Bandaríski herinn og NATO áætla samtals 14 milljarða í framkvæmdir á ÍslandiBandaríkjaher hyggur á umfangsmikla uppbyggingu á Íslandi.Fréttablaðið/EyþórÞá áformar Bandaríkjaher sjö milljarða króna mannvirkjauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næsta ári að því er fram kemur í fjárhagsáætlun bandaríska flughersins fyrir næsta ár. Stækka á flughlað innan öryggissvæðisins, reisa á færanlegar gistieiningar og færa flughlað fyrir hættulegan farm. Atlantshafsbandalagið og Bandaríkjaher standa þá fyrir endurbótum á flugskýli 831 á Keflavíkurflugvelli til þess að stórar kafbátaleitarflugvélar Bandaríkjahers komist þar inn. Bandaríski flugherinn ætlar svo að útbúa aðstöðu til búsetu í einskonar gámaíbúðum fyrir meira en þúsund hermenn inni á varnarsvæðinu. Ögmundur biðlar til VG að grípa í taumana. „Við vitum allt um dapurlega sögu Sjálfstæðisflokksins í þessu efni og tilhneigingu innan Framsóknar til undirgefni gagnvart NATÓ þótt þar hafi einnig löngum verið annar þráður og betri, oftar en ekki að vísu illgreinanlegur.“ Hann gagnrýnir viðbrögð VG. „Þar á bæ er hamrað á því að allt sé þetta öðrum að kenna. VG fái ekki neitt við ráðið, sé fórnarlamb.“ Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur NATO Utanríkismál Varnarmál Vinstri græn Tengdar fréttir Bandaríkjaher ætlar í milljarðaframkvæmdir á Íslandi Bandaríkjaher áformar að sjö milljarða króna mannvirkjauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næsta ári. 21. júní 2019 20:22 Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland Loftrýmisgæsla í kringum Ísland hefst á næstu dögum með komu 110 liðsmanna bandaríska flughersins og fimm F16 orrustuþota. 19. júlí 2019 23:11 Framkvæmdir á Íslandi sagðar liður í uppsetningu færanlegrar herstöðvar Alþingi samþykkti á dögunum að 300 milljónum króna verði varið í viðhald mannvirkja NATO á Íslandi. 22. júní 2019 15:02 Bandaríski herinn og NATO áætla að setja 14 milljarða í framkvæmdir hér á landi Þar á meðal er viðhald á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna. Einnig er gert ráð fyrir töluverðum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. 20. júlí 2019 23:06 Mest lesið „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Veður Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Innlent Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Erlent Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Innlent Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Innlent Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Tíu þúsund tillögur í 3.985 umsögnum Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Mjög langt í milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Björgunarskipið kallað út á mesta forgangi Kennarar svara umboðsmanni barna Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Verkföllum kennara aflýst samþykki deiluaðilar tillögu ríkissáttasemjara á laugardag „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Langt á milli deiluaðila og reynt að höggva á hnútinn Bein útsending: Ríkissáttasemjari fer yfir innanhússtillöguna Ýtti konu fyrir bíl Missti stjórn á bílnum og rakst utan í tvo Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Skipaður skrifstofustjóri fjármála Sextíu flugferðum aflýst Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Vegum um Hellisheiði og Þrengsli lokað Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Umferð um brautina gangi hægt Leggur fram innanhússtillögu Plottað um heimsyfirráð eða dauða Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Kennaradeilan enn í hnút og mannskætt flugslys í Washington Sjá meira
Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að það yrði „ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks. Ögmundur, sem er yfirlýstur hernaðarandstæðingur, birti pistil á vefsvæði sínu í gær þar sem hann sagði almenna þjóðaröryggisstefnu hvorki duga til að réttlæta „umfangsmikla hernaðaruppbyggingu hér á landi“ né að „stríðsglæpamönnum sé heimilað að hreiðra um sig í landinu að nýju“. Alþingi samþykkti í síðasta mánuði að 300 milljónir af fyrirhuguðum framlögum til þróunaraðstoðar yrðu færðar í viðhald mannvirkja Atlantshafsbandalagsins á á Keflavíkurflugvelli. Sjá nánar: Bandaríski herinn og NATO áætla samtals 14 milljarða í framkvæmdir á ÍslandiBandaríkjaher hyggur á umfangsmikla uppbyggingu á Íslandi.Fréttablaðið/EyþórÞá áformar Bandaríkjaher sjö milljarða króna mannvirkjauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næsta ári að því er fram kemur í fjárhagsáætlun bandaríska flughersins fyrir næsta ár. Stækka á flughlað innan öryggissvæðisins, reisa á færanlegar gistieiningar og færa flughlað fyrir hættulegan farm. Atlantshafsbandalagið og Bandaríkjaher standa þá fyrir endurbótum á flugskýli 831 á Keflavíkurflugvelli til þess að stórar kafbátaleitarflugvélar Bandaríkjahers komist þar inn. Bandaríski flugherinn ætlar svo að útbúa aðstöðu til búsetu í einskonar gámaíbúðum fyrir meira en þúsund hermenn inni á varnarsvæðinu. Ögmundur biðlar til VG að grípa í taumana. „Við vitum allt um dapurlega sögu Sjálfstæðisflokksins í þessu efni og tilhneigingu innan Framsóknar til undirgefni gagnvart NATÓ þótt þar hafi einnig löngum verið annar þráður og betri, oftar en ekki að vísu illgreinanlegur.“ Hann gagnrýnir viðbrögð VG. „Þar á bæ er hamrað á því að allt sé þetta öðrum að kenna. VG fái ekki neitt við ráðið, sé fórnarlamb.“
Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur NATO Utanríkismál Varnarmál Vinstri græn Tengdar fréttir Bandaríkjaher ætlar í milljarðaframkvæmdir á Íslandi Bandaríkjaher áformar að sjö milljarða króna mannvirkjauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næsta ári. 21. júní 2019 20:22 Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland Loftrýmisgæsla í kringum Ísland hefst á næstu dögum með komu 110 liðsmanna bandaríska flughersins og fimm F16 orrustuþota. 19. júlí 2019 23:11 Framkvæmdir á Íslandi sagðar liður í uppsetningu færanlegrar herstöðvar Alþingi samþykkti á dögunum að 300 milljónum króna verði varið í viðhald mannvirkja NATO á Íslandi. 22. júní 2019 15:02 Bandaríski herinn og NATO áætla að setja 14 milljarða í framkvæmdir hér á landi Þar á meðal er viðhald á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna. Einnig er gert ráð fyrir töluverðum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. 20. júlí 2019 23:06 Mest lesið „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Veður Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Innlent Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Erlent Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Innlent Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Innlent Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Tíu þúsund tillögur í 3.985 umsögnum Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Mjög langt í milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Björgunarskipið kallað út á mesta forgangi Kennarar svara umboðsmanni barna Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Verkföllum kennara aflýst samþykki deiluaðilar tillögu ríkissáttasemjara á laugardag „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Langt á milli deiluaðila og reynt að höggva á hnútinn Bein útsending: Ríkissáttasemjari fer yfir innanhússtillöguna Ýtti konu fyrir bíl Missti stjórn á bílnum og rakst utan í tvo Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Skipaður skrifstofustjóri fjármála Sextíu flugferðum aflýst Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Vegum um Hellisheiði og Þrengsli lokað Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Umferð um brautina gangi hægt Leggur fram innanhússtillögu Plottað um heimsyfirráð eða dauða Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Kennaradeilan enn í hnút og mannskætt flugslys í Washington Sjá meira
Bandaríkjaher ætlar í milljarðaframkvæmdir á Íslandi Bandaríkjaher áformar að sjö milljarða króna mannvirkjauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næsta ári. 21. júní 2019 20:22
Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland Loftrýmisgæsla í kringum Ísland hefst á næstu dögum með komu 110 liðsmanna bandaríska flughersins og fimm F16 orrustuþota. 19. júlí 2019 23:11
Framkvæmdir á Íslandi sagðar liður í uppsetningu færanlegrar herstöðvar Alþingi samþykkti á dögunum að 300 milljónum króna verði varið í viðhald mannvirkja NATO á Íslandi. 22. júní 2019 15:02
Bandaríski herinn og NATO áætla að setja 14 milljarða í framkvæmdir hér á landi Þar á meðal er viðhald á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna. Einnig er gert ráð fyrir töluverðum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. 20. júlí 2019 23:06