Meint skattsvik Sjólaskipasystranna nema 550 milljónum Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júlí 2019 10:51 Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Embættið hefur ákært Sjólaskipasystkinin fjögur í tengslum við rannsókn á meintum skattalagabrotum. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur ákært tvær konur úr systkinahópi sem kenndur er við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip fyrir stórfelld skattalagabrot. Systurnar, þær Ragnheiður Jóna Jónsdóttir og Berglind Björk Jónsdóttir, eru ákærðar fyrir að hafa vantalið tekjur sínar árin 2007 og 2008 að fjárhæð samtals um 550 milljóna króna. Þetta kemur fram í ákærum á hendur systrunum sem fréttastofa hefur undir höndum.Sjá einnig: Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Greint var frá því fyrr í þessum mánuði að embætti héraðssaksóknara hefði gefið út ákærur á hendur Sjólaskipasystkinunum. Systkinin eru fjögur en auk Ragnheiðar og Berglindar eru ákærðir bræður þeirra, Guðmundur Steinar Jónsson og Haraldur Reynir Jónsson. Ákæra á hendur Haraldi var birt í síðustu viku en hann er ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik tekjuárin 2005-2008. Enn á eftir að birta Guðmundi ákæru en systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. Berglind er ákærð fyrir meiriháttar skattalagabrot með því að hafa vantalið tekjur sínar að upphæð rúmlega 404 milljóna króna. Vangreiddur tekjuskattur Berglindar er þannig rúmar 40 milljónir króna, að því er fram kemur í ákæru. Ragnheiður er sömuleiðis ákærð fyrir meiriháttar skattalagabrot en henni er gefið að sök að hafa vantalið tekjur sínar að upphæð samtals rúmlega 148 milljóna króna. Í ákæru er vangreiddur tekjuskattur sagður tæpar 15 milljónir króna. Ákærurnar varða báðar m.a. viðskipti með evrur og greiðslu frá fyrirtækinu Hafnarfelli hf. Héraðssaksóknari krefst þess að systurnar verði dæmdar til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Mál systkinanna hefur verið til rannsóknar í töluverðan tíma, bæði hjá embætti ríkissaksóknara og skattayfirvöldum. Fjallað hefur verið um mál þeirra í fjölmiðlum síðustu ár en í nóvember árið 2016 greindi Fréttatíminn frá því að skattrannsóknarstjóri hefði kært viðskipti systkinanna í skattaskjólinu Tortólu til héraðssaksóknara. Í frétt blaðsins kom m.a. fram að aflandsfélögin á Tortólu hefðu verið notuð til að greiða kreditkortareikninga fjölskyldumeðlima. Nöfn systkinanna var enn fremur að finna í Panamaskjölunum svokölluðu frá Mossack Fonseca. Dómsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið tekjur sínar árin 2005-2008 að fjárhæð rúmlega 245 milljóna króna. 26. júlí 2019 16:32 Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. 18. júlí 2019 17:41 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært tvær konur úr systkinahópi sem kenndur er við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip fyrir stórfelld skattalagabrot. Systurnar, þær Ragnheiður Jóna Jónsdóttir og Berglind Björk Jónsdóttir, eru ákærðar fyrir að hafa vantalið tekjur sínar árin 2007 og 2008 að fjárhæð samtals um 550 milljóna króna. Þetta kemur fram í ákærum á hendur systrunum sem fréttastofa hefur undir höndum.Sjá einnig: Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Greint var frá því fyrr í þessum mánuði að embætti héraðssaksóknara hefði gefið út ákærur á hendur Sjólaskipasystkinunum. Systkinin eru fjögur en auk Ragnheiðar og Berglindar eru ákærðir bræður þeirra, Guðmundur Steinar Jónsson og Haraldur Reynir Jónsson. Ákæra á hendur Haraldi var birt í síðustu viku en hann er ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik tekjuárin 2005-2008. Enn á eftir að birta Guðmundi ákæru en systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. Berglind er ákærð fyrir meiriháttar skattalagabrot með því að hafa vantalið tekjur sínar að upphæð rúmlega 404 milljóna króna. Vangreiddur tekjuskattur Berglindar er þannig rúmar 40 milljónir króna, að því er fram kemur í ákæru. Ragnheiður er sömuleiðis ákærð fyrir meiriháttar skattalagabrot en henni er gefið að sök að hafa vantalið tekjur sínar að upphæð samtals rúmlega 148 milljóna króna. Í ákæru er vangreiddur tekjuskattur sagður tæpar 15 milljónir króna. Ákærurnar varða báðar m.a. viðskipti með evrur og greiðslu frá fyrirtækinu Hafnarfelli hf. Héraðssaksóknari krefst þess að systurnar verði dæmdar til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Mál systkinanna hefur verið til rannsóknar í töluverðan tíma, bæði hjá embætti ríkissaksóknara og skattayfirvöldum. Fjallað hefur verið um mál þeirra í fjölmiðlum síðustu ár en í nóvember árið 2016 greindi Fréttatíminn frá því að skattrannsóknarstjóri hefði kært viðskipti systkinanna í skattaskjólinu Tortólu til héraðssaksóknara. Í frétt blaðsins kom m.a. fram að aflandsfélögin á Tortólu hefðu verið notuð til að greiða kreditkortareikninga fjölskyldumeðlima. Nöfn systkinanna var enn fremur að finna í Panamaskjölunum svokölluðu frá Mossack Fonseca.
Dómsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið tekjur sínar árin 2005-2008 að fjárhæð rúmlega 245 milljóna króna. 26. júlí 2019 16:32 Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. 18. júlí 2019 17:41 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Sjá meira
Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið tekjur sínar árin 2005-2008 að fjárhæð rúmlega 245 milljóna króna. 26. júlí 2019 16:32
Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. 18. júlí 2019 17:41