Tveir bíða eftir að komast í aðgerð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. júlí 2019 13:28 Alvarlegt ástand hefur skapast á hjarta- og lungnadeild Landspítalans í sumar vegna skorts á gjörgæslurýmum sem stafaði af skorti á hjúkrunarfræðingum. Vísir/Vilhelm Tekist hefur að stytta biðlista á hjarta- og lungnadeild Landspítalans sem tilkominn var vegna mikils skorts á hjúkrunarfræðingum. Í dag bíða tveir sjúklingar eftir að komast í aðgerð. Alvarlegt ástand hefur skapast á hjarta- og lungnadeild Landspítalans í sumar vegna skorts á gjörgæslurýmum sem stafaði af skorti á hjúkrunarfræðingum. Í síðustu viku bárust fréttir af því að hópur sjúklinga á deildinni hafði þurft að bíða í allt að fjörutíu daga eftir því að komast í hjartaskurðaðgerð þar sem ekki var pláss á gjörgæslu að aðgerð lokinni. Ástandið hefur nú batnað nokkuð að sögn Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur, staðgengils forstjóra Landspítalans. „Staðan er þokkaleg og það hefur gengið vel að vinna á þessum biðlista. Það eru tveir sjúklingar inniliggjandi sem bíða eftir að komast í aðgerð og þeir komast í aðgerð í þessari viku samkvæmt plani.“ Það eru talsvert færri en þegar mest lét í síðustu viku. „Ég held að það hafi verið níu sjúklingar inniliggjandi sem biðu en svo bætist á listann. Þetta er listi sem hreyfist og það bætast við sjúklingar en núna eru tveir sjúklingar sem bíða eftir að komast í aðgerð.“ Það sem af er ári hefur hjartaskurðaðgerðum verið frestað ríflega þrjátíu sinnum og líkt og fyrr segir var ástæðan skortur á gjörgæslurýmum. „Staðan á gjörgæslunni er þokkaleg núna og við verðum áfram í áskorun varðandi mönnun hjúkrunarfræðinga á gjörgæslunni en þetta hefur tekist ágætlega. En við sjáum fram á það og vonandi að þessar aðgerðir verði gerðar núna.“ Þótt ástandið sé betra nú reynist enn vera áskorun að manna að fullu. Hún segir alla hafa lagst á eitt til að koma ástandinu í betra horf. Hjúkrunarfræðingar hafa unnið talsverða yfirvinnu og í einhverjum tilfellum hefur fólk verið kallað til vinnu úr sumarfríi. „Það er nú svona teljandi á fingrum annarrar handar sem það er og við forðumst það að vera að kalla fólk inn úr sumarfríum.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Tekist hefur að stytta biðlista á hjarta- og lungnadeild Landspítalans sem tilkominn var vegna mikils skorts á hjúkrunarfræðingum. Í dag bíða tveir sjúklingar eftir að komast í aðgerð. Alvarlegt ástand hefur skapast á hjarta- og lungnadeild Landspítalans í sumar vegna skorts á gjörgæslurýmum sem stafaði af skorti á hjúkrunarfræðingum. Í síðustu viku bárust fréttir af því að hópur sjúklinga á deildinni hafði þurft að bíða í allt að fjörutíu daga eftir því að komast í hjartaskurðaðgerð þar sem ekki var pláss á gjörgæslu að aðgerð lokinni. Ástandið hefur nú batnað nokkuð að sögn Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur, staðgengils forstjóra Landspítalans. „Staðan er þokkaleg og það hefur gengið vel að vinna á þessum biðlista. Það eru tveir sjúklingar inniliggjandi sem bíða eftir að komast í aðgerð og þeir komast í aðgerð í þessari viku samkvæmt plani.“ Það eru talsvert færri en þegar mest lét í síðustu viku. „Ég held að það hafi verið níu sjúklingar inniliggjandi sem biðu en svo bætist á listann. Þetta er listi sem hreyfist og það bætast við sjúklingar en núna eru tveir sjúklingar sem bíða eftir að komast í aðgerð.“ Það sem af er ári hefur hjartaskurðaðgerðum verið frestað ríflega þrjátíu sinnum og líkt og fyrr segir var ástæðan skortur á gjörgæslurýmum. „Staðan á gjörgæslunni er þokkaleg núna og við verðum áfram í áskorun varðandi mönnun hjúkrunarfræðinga á gjörgæslunni en þetta hefur tekist ágætlega. En við sjáum fram á það og vonandi að þessar aðgerðir verði gerðar núna.“ Þótt ástandið sé betra nú reynist enn vera áskorun að manna að fullu. Hún segir alla hafa lagst á eitt til að koma ástandinu í betra horf. Hjúkrunarfræðingar hafa unnið talsverða yfirvinnu og í einhverjum tilfellum hefur fólk verið kallað til vinnu úr sumarfríi. „Það er nú svona teljandi á fingrum annarrar handar sem það er og við forðumst það að vera að kalla fólk inn úr sumarfríum.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent