Flokkar í nauðum Þorvaldur Gylfason skrifar 11. júlí 2019 07:30 Reykjavík – Þegar sögufrægir stjórnmálaflokkar láta berast út á rangar brautir með afleiðingum sem ná langt út fyrir eigin landamæri er rétt að staldra við. Hverju sætir það að bandaríski Repúblikanaflokkurinn, flokkur Abrahams Lincoln, og brezki Íhaldsflokkurinn, flokkur Winstons Churchill, hegða sér nú nánast eins og þeir séu gengnir af göflunum? – hvor með sínu lagi. Hvað kom fyrir? Stiklum á stóru.Þá er ekkert rangt Repúblikanaflokkurinn er næstelzti starfandi stjórnmálaflokkur heims. Hann var stofnaður 1854 til höfuðs elzta flokknum, Demókrataflokknum, sem beitti sér fyrir útbreiðslu þrælahalds til vesturríkja Bandaríkjanna þegar þeim fór fjölgandi. Ágreiningur flokkanna fyrir forsetakjörið 1860 hverfðist um þrælahaldið. Demókratar buðu fram lögfræðinginn Steven Douglas sem mælti fyrir hagsmunum þrælahaldara í suðurríkjunum. Repúblikanar buðu fram Abraham Lincoln sem var líka lögfræðingur og mælti gegn þrælahaldi í samræmi við jafnræðisákvæði sjálfstæðisyfirlýsingarinnar frá 1776. Lincoln sagði á fundum: Ef þrælahald er ekki rangt, þá er ekkert rangt. Lincoln sigraði. Suðurríkjademókratar tóku sigri Lincolns illa og sögðu sig úr lögum við Bandaríkin. Af þessu hlauzt borgarastríðið 1860-1864 og kostaði 600.000 mannslíf. Stríðinu lauk með sigri Lincolns og repúblikana. Þeim tókst að viðhalda ríkjasambandinu. Lincoln galt fyrir sigurinn með lífi sínu 1865 og er að margra dómi merkastur allra forseta Bandaríkjanna. Demókratar bættu ekki ráð sitt í jafnréttismálum fyrr en í forsetatíð Johns Kennedy og Lyndons Johnson 1961-1968 þegar ný mannréttindalög náðu fram að ganga til hagsbóta fyrir blökkumenn. Við það misstu demókratar þá styrku stöðu sem þeir höfðu áður notið í suðurríkjunum. Taflið snerist við. Repúblikanar gengu á lagið. Þeir hafa síðan gert margt til að skerða kosningarrétt blökkumanna og gerðu Donald Trump að forsetaframbjóðanda sínum 2016, mann sem margir telja rasista og hálfgildingsfasista. Trump náði kjöri m.a. fyrir tilstilli vonsvikinna kjósenda sem hafa mátt búa við litlar sem engar kjarabætur áratugum saman og einnig vegna galla á kosningafyrirkomulaginu sem tryggði honum sigur þótt hann hlyti mun færri atkvæði en höfuðkeppinauturinn líkt og gerðist einnig þegar George W. Bush náði kjöri 2000. Auðmenn láta repúblikana grafa markvisst undan lýðræði í eiginhagsmunaskyni. Trump er ekki undirrót vandans heldur afleiðing. Flokkarnir tveir sem margir töldu keimlíka ef ekki alveg eins frá 1945 til 1980 eru nú svo ólíkir hvor öðrum sem verða má. Ósættið milli þeirra ristir djúpt, sundrar fjölskyldum og vinum og nær ekki aðeins til kjörinna fulltrúa flokkanna heldur einnig til óbreyttra flokksmanna. Brezka ljónið er tannlaust Vandi brezka Íhaldsflokksins er yngri. Í Bretlandi gerðist það líkt og í Frakklandi, Þýzkalandi og víðar um Evrópu að fram á sjónarsviðið kom nýr flokkur þjóðernissinna, Brezki Sjálfstæðisflokkurinn (e. UKIP), og krafðist m.a. úrsagnar úr ESB. Þingflokkur íhaldsmanna varð svo hræddur við fylgistap að hann ákvað að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina að ESB í þeirri von og trú að kjósendur myndu hafna útgöngu úr bandalaginu eins og meiri hluti þingflokksins. Þá sáu nokkrir þingmenn flokksins sér leik á borði, snerust á sveif með Brexit og beittu m.a. fyrir sig blekkingum og lygum. Þar fór Boris Johnson einna fremstur í flokki, alræmdur lygari líkt og Trump forseti. Johnson var fyrr á starfsferli sínum rekinn frá Times í London, virðulegu íhaldsblaði, fyrir lygafréttir sem hann birti í blaðinu. Hann býst nú til að taka við starfi forsætisráðherra. Brezkir kjósendur ákváðu óvænt að segja skilið við ESB. Það hefði getað gengið þokkalega hefði ríkisstjórn Íhaldsflokksins haldið sómasamlega á samningum við ESB um útgönguna, en það gerði hún ekki. Þrjú ár frá þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016 hafa farið til spillis þar eð ríkisstjórnin gat ekki komið sér saman um samningsstöðu. Það bætir ekki úr skák að Verkamannaflokkurinn er einnig illa laskaður vegna ýmislegra innanmeina. Brezka ljónið er tannlaust í báðum gómum. Margt bendir til að Bretar hrökklist út úr ESB án samnings í lok október n.k. með alvarlegum efnahagslegum og utanríkispólitískum afleiðingum. Brezkir íhaldsmenn hafa það þó fram yfir bandaríska repúblikana að þeir grafa ekki undan lýðræðinu heldur vilja þeir virða Brexit-ákvörðun kjósenda frá 2016. Það hvarflar ekki að þeim að þingið geti gengið gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Það getur enginn gert nema þjóðin sjálf. Hriktir í stoðum Þegar svo er ástatt samtímis um tvö helztu forusturíki hins frjálsa heims, ríki sem fámennari þjóðir um allan heim hafa reitt sig á og litið upp til í 150 ár, þá hriktir í stoðum lýðræðisins. Andstæðingar frelsis og lýðræðis fagna þessu ástandi því það eykur svigrúm þeirra til að sölsa undir sig eigur annarra og bæla niður frómar kröfur um lýðræði og virðingu fyrir mannréttindum. Þegar hallar á lýðræði, er réttarríkinu og velferð almennings til langs tíma litið einnig hætta búin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Reykjavík – Þegar sögufrægir stjórnmálaflokkar láta berast út á rangar brautir með afleiðingum sem ná langt út fyrir eigin landamæri er rétt að staldra við. Hverju sætir það að bandaríski Repúblikanaflokkurinn, flokkur Abrahams Lincoln, og brezki Íhaldsflokkurinn, flokkur Winstons Churchill, hegða sér nú nánast eins og þeir séu gengnir af göflunum? – hvor með sínu lagi. Hvað kom fyrir? Stiklum á stóru.Þá er ekkert rangt Repúblikanaflokkurinn er næstelzti starfandi stjórnmálaflokkur heims. Hann var stofnaður 1854 til höfuðs elzta flokknum, Demókrataflokknum, sem beitti sér fyrir útbreiðslu þrælahalds til vesturríkja Bandaríkjanna þegar þeim fór fjölgandi. Ágreiningur flokkanna fyrir forsetakjörið 1860 hverfðist um þrælahaldið. Demókratar buðu fram lögfræðinginn Steven Douglas sem mælti fyrir hagsmunum þrælahaldara í suðurríkjunum. Repúblikanar buðu fram Abraham Lincoln sem var líka lögfræðingur og mælti gegn þrælahaldi í samræmi við jafnræðisákvæði sjálfstæðisyfirlýsingarinnar frá 1776. Lincoln sagði á fundum: Ef þrælahald er ekki rangt, þá er ekkert rangt. Lincoln sigraði. Suðurríkjademókratar tóku sigri Lincolns illa og sögðu sig úr lögum við Bandaríkin. Af þessu hlauzt borgarastríðið 1860-1864 og kostaði 600.000 mannslíf. Stríðinu lauk með sigri Lincolns og repúblikana. Þeim tókst að viðhalda ríkjasambandinu. Lincoln galt fyrir sigurinn með lífi sínu 1865 og er að margra dómi merkastur allra forseta Bandaríkjanna. Demókratar bættu ekki ráð sitt í jafnréttismálum fyrr en í forsetatíð Johns Kennedy og Lyndons Johnson 1961-1968 þegar ný mannréttindalög náðu fram að ganga til hagsbóta fyrir blökkumenn. Við það misstu demókratar þá styrku stöðu sem þeir höfðu áður notið í suðurríkjunum. Taflið snerist við. Repúblikanar gengu á lagið. Þeir hafa síðan gert margt til að skerða kosningarrétt blökkumanna og gerðu Donald Trump að forsetaframbjóðanda sínum 2016, mann sem margir telja rasista og hálfgildingsfasista. Trump náði kjöri m.a. fyrir tilstilli vonsvikinna kjósenda sem hafa mátt búa við litlar sem engar kjarabætur áratugum saman og einnig vegna galla á kosningafyrirkomulaginu sem tryggði honum sigur þótt hann hlyti mun færri atkvæði en höfuðkeppinauturinn líkt og gerðist einnig þegar George W. Bush náði kjöri 2000. Auðmenn láta repúblikana grafa markvisst undan lýðræði í eiginhagsmunaskyni. Trump er ekki undirrót vandans heldur afleiðing. Flokkarnir tveir sem margir töldu keimlíka ef ekki alveg eins frá 1945 til 1980 eru nú svo ólíkir hvor öðrum sem verða má. Ósættið milli þeirra ristir djúpt, sundrar fjölskyldum og vinum og nær ekki aðeins til kjörinna fulltrúa flokkanna heldur einnig til óbreyttra flokksmanna. Brezka ljónið er tannlaust Vandi brezka Íhaldsflokksins er yngri. Í Bretlandi gerðist það líkt og í Frakklandi, Þýzkalandi og víðar um Evrópu að fram á sjónarsviðið kom nýr flokkur þjóðernissinna, Brezki Sjálfstæðisflokkurinn (e. UKIP), og krafðist m.a. úrsagnar úr ESB. Þingflokkur íhaldsmanna varð svo hræddur við fylgistap að hann ákvað að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina að ESB í þeirri von og trú að kjósendur myndu hafna útgöngu úr bandalaginu eins og meiri hluti þingflokksins. Þá sáu nokkrir þingmenn flokksins sér leik á borði, snerust á sveif með Brexit og beittu m.a. fyrir sig blekkingum og lygum. Þar fór Boris Johnson einna fremstur í flokki, alræmdur lygari líkt og Trump forseti. Johnson var fyrr á starfsferli sínum rekinn frá Times í London, virðulegu íhaldsblaði, fyrir lygafréttir sem hann birti í blaðinu. Hann býst nú til að taka við starfi forsætisráðherra. Brezkir kjósendur ákváðu óvænt að segja skilið við ESB. Það hefði getað gengið þokkalega hefði ríkisstjórn Íhaldsflokksins haldið sómasamlega á samningum við ESB um útgönguna, en það gerði hún ekki. Þrjú ár frá þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016 hafa farið til spillis þar eð ríkisstjórnin gat ekki komið sér saman um samningsstöðu. Það bætir ekki úr skák að Verkamannaflokkurinn er einnig illa laskaður vegna ýmislegra innanmeina. Brezka ljónið er tannlaust í báðum gómum. Margt bendir til að Bretar hrökklist út úr ESB án samnings í lok október n.k. með alvarlegum efnahagslegum og utanríkispólitískum afleiðingum. Brezkir íhaldsmenn hafa það þó fram yfir bandaríska repúblikana að þeir grafa ekki undan lýðræðinu heldur vilja þeir virða Brexit-ákvörðun kjósenda frá 2016. Það hvarflar ekki að þeim að þingið geti gengið gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Það getur enginn gert nema þjóðin sjálf. Hriktir í stoðum Þegar svo er ástatt samtímis um tvö helztu forusturíki hins frjálsa heims, ríki sem fámennari þjóðir um allan heim hafa reitt sig á og litið upp til í 150 ár, þá hriktir í stoðum lýðræðisins. Andstæðingar frelsis og lýðræðis fagna þessu ástandi því það eykur svigrúm þeirra til að sölsa undir sig eigur annarra og bæla niður frómar kröfur um lýðræði og virðingu fyrir mannréttindum. Þegar hallar á lýðræði, er réttarríkinu og velferð almennings til langs tíma litið einnig hætta búin.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun