Flokkar í nauðum Þorvaldur Gylfason skrifar 11. júlí 2019 07:30 Reykjavík – Þegar sögufrægir stjórnmálaflokkar láta berast út á rangar brautir með afleiðingum sem ná langt út fyrir eigin landamæri er rétt að staldra við. Hverju sætir það að bandaríski Repúblikanaflokkurinn, flokkur Abrahams Lincoln, og brezki Íhaldsflokkurinn, flokkur Winstons Churchill, hegða sér nú nánast eins og þeir séu gengnir af göflunum? – hvor með sínu lagi. Hvað kom fyrir? Stiklum á stóru.Þá er ekkert rangt Repúblikanaflokkurinn er næstelzti starfandi stjórnmálaflokkur heims. Hann var stofnaður 1854 til höfuðs elzta flokknum, Demókrataflokknum, sem beitti sér fyrir útbreiðslu þrælahalds til vesturríkja Bandaríkjanna þegar þeim fór fjölgandi. Ágreiningur flokkanna fyrir forsetakjörið 1860 hverfðist um þrælahaldið. Demókratar buðu fram lögfræðinginn Steven Douglas sem mælti fyrir hagsmunum þrælahaldara í suðurríkjunum. Repúblikanar buðu fram Abraham Lincoln sem var líka lögfræðingur og mælti gegn þrælahaldi í samræmi við jafnræðisákvæði sjálfstæðisyfirlýsingarinnar frá 1776. Lincoln sagði á fundum: Ef þrælahald er ekki rangt, þá er ekkert rangt. Lincoln sigraði. Suðurríkjademókratar tóku sigri Lincolns illa og sögðu sig úr lögum við Bandaríkin. Af þessu hlauzt borgarastríðið 1860-1864 og kostaði 600.000 mannslíf. Stríðinu lauk með sigri Lincolns og repúblikana. Þeim tókst að viðhalda ríkjasambandinu. Lincoln galt fyrir sigurinn með lífi sínu 1865 og er að margra dómi merkastur allra forseta Bandaríkjanna. Demókratar bættu ekki ráð sitt í jafnréttismálum fyrr en í forsetatíð Johns Kennedy og Lyndons Johnson 1961-1968 þegar ný mannréttindalög náðu fram að ganga til hagsbóta fyrir blökkumenn. Við það misstu demókratar þá styrku stöðu sem þeir höfðu áður notið í suðurríkjunum. Taflið snerist við. Repúblikanar gengu á lagið. Þeir hafa síðan gert margt til að skerða kosningarrétt blökkumanna og gerðu Donald Trump að forsetaframbjóðanda sínum 2016, mann sem margir telja rasista og hálfgildingsfasista. Trump náði kjöri m.a. fyrir tilstilli vonsvikinna kjósenda sem hafa mátt búa við litlar sem engar kjarabætur áratugum saman og einnig vegna galla á kosningafyrirkomulaginu sem tryggði honum sigur þótt hann hlyti mun færri atkvæði en höfuðkeppinauturinn líkt og gerðist einnig þegar George W. Bush náði kjöri 2000. Auðmenn láta repúblikana grafa markvisst undan lýðræði í eiginhagsmunaskyni. Trump er ekki undirrót vandans heldur afleiðing. Flokkarnir tveir sem margir töldu keimlíka ef ekki alveg eins frá 1945 til 1980 eru nú svo ólíkir hvor öðrum sem verða má. Ósættið milli þeirra ristir djúpt, sundrar fjölskyldum og vinum og nær ekki aðeins til kjörinna fulltrúa flokkanna heldur einnig til óbreyttra flokksmanna. Brezka ljónið er tannlaust Vandi brezka Íhaldsflokksins er yngri. Í Bretlandi gerðist það líkt og í Frakklandi, Þýzkalandi og víðar um Evrópu að fram á sjónarsviðið kom nýr flokkur þjóðernissinna, Brezki Sjálfstæðisflokkurinn (e. UKIP), og krafðist m.a. úrsagnar úr ESB. Þingflokkur íhaldsmanna varð svo hræddur við fylgistap að hann ákvað að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina að ESB í þeirri von og trú að kjósendur myndu hafna útgöngu úr bandalaginu eins og meiri hluti þingflokksins. Þá sáu nokkrir þingmenn flokksins sér leik á borði, snerust á sveif með Brexit og beittu m.a. fyrir sig blekkingum og lygum. Þar fór Boris Johnson einna fremstur í flokki, alræmdur lygari líkt og Trump forseti. Johnson var fyrr á starfsferli sínum rekinn frá Times í London, virðulegu íhaldsblaði, fyrir lygafréttir sem hann birti í blaðinu. Hann býst nú til að taka við starfi forsætisráðherra. Brezkir kjósendur ákváðu óvænt að segja skilið við ESB. Það hefði getað gengið þokkalega hefði ríkisstjórn Íhaldsflokksins haldið sómasamlega á samningum við ESB um útgönguna, en það gerði hún ekki. Þrjú ár frá þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016 hafa farið til spillis þar eð ríkisstjórnin gat ekki komið sér saman um samningsstöðu. Það bætir ekki úr skák að Verkamannaflokkurinn er einnig illa laskaður vegna ýmislegra innanmeina. Brezka ljónið er tannlaust í báðum gómum. Margt bendir til að Bretar hrökklist út úr ESB án samnings í lok október n.k. með alvarlegum efnahagslegum og utanríkispólitískum afleiðingum. Brezkir íhaldsmenn hafa það þó fram yfir bandaríska repúblikana að þeir grafa ekki undan lýðræðinu heldur vilja þeir virða Brexit-ákvörðun kjósenda frá 2016. Það hvarflar ekki að þeim að þingið geti gengið gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Það getur enginn gert nema þjóðin sjálf. Hriktir í stoðum Þegar svo er ástatt samtímis um tvö helztu forusturíki hins frjálsa heims, ríki sem fámennari þjóðir um allan heim hafa reitt sig á og litið upp til í 150 ár, þá hriktir í stoðum lýðræðisins. Andstæðingar frelsis og lýðræðis fagna þessu ástandi því það eykur svigrúm þeirra til að sölsa undir sig eigur annarra og bæla niður frómar kröfur um lýðræði og virðingu fyrir mannréttindum. Þegar hallar á lýðræði, er réttarríkinu og velferð almennings til langs tíma litið einnig hætta búin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Reykjavík – Þegar sögufrægir stjórnmálaflokkar láta berast út á rangar brautir með afleiðingum sem ná langt út fyrir eigin landamæri er rétt að staldra við. Hverju sætir það að bandaríski Repúblikanaflokkurinn, flokkur Abrahams Lincoln, og brezki Íhaldsflokkurinn, flokkur Winstons Churchill, hegða sér nú nánast eins og þeir séu gengnir af göflunum? – hvor með sínu lagi. Hvað kom fyrir? Stiklum á stóru.Þá er ekkert rangt Repúblikanaflokkurinn er næstelzti starfandi stjórnmálaflokkur heims. Hann var stofnaður 1854 til höfuðs elzta flokknum, Demókrataflokknum, sem beitti sér fyrir útbreiðslu þrælahalds til vesturríkja Bandaríkjanna þegar þeim fór fjölgandi. Ágreiningur flokkanna fyrir forsetakjörið 1860 hverfðist um þrælahaldið. Demókratar buðu fram lögfræðinginn Steven Douglas sem mælti fyrir hagsmunum þrælahaldara í suðurríkjunum. Repúblikanar buðu fram Abraham Lincoln sem var líka lögfræðingur og mælti gegn þrælahaldi í samræmi við jafnræðisákvæði sjálfstæðisyfirlýsingarinnar frá 1776. Lincoln sagði á fundum: Ef þrælahald er ekki rangt, þá er ekkert rangt. Lincoln sigraði. Suðurríkjademókratar tóku sigri Lincolns illa og sögðu sig úr lögum við Bandaríkin. Af þessu hlauzt borgarastríðið 1860-1864 og kostaði 600.000 mannslíf. Stríðinu lauk með sigri Lincolns og repúblikana. Þeim tókst að viðhalda ríkjasambandinu. Lincoln galt fyrir sigurinn með lífi sínu 1865 og er að margra dómi merkastur allra forseta Bandaríkjanna. Demókratar bættu ekki ráð sitt í jafnréttismálum fyrr en í forsetatíð Johns Kennedy og Lyndons Johnson 1961-1968 þegar ný mannréttindalög náðu fram að ganga til hagsbóta fyrir blökkumenn. Við það misstu demókratar þá styrku stöðu sem þeir höfðu áður notið í suðurríkjunum. Taflið snerist við. Repúblikanar gengu á lagið. Þeir hafa síðan gert margt til að skerða kosningarrétt blökkumanna og gerðu Donald Trump að forsetaframbjóðanda sínum 2016, mann sem margir telja rasista og hálfgildingsfasista. Trump náði kjöri m.a. fyrir tilstilli vonsvikinna kjósenda sem hafa mátt búa við litlar sem engar kjarabætur áratugum saman og einnig vegna galla á kosningafyrirkomulaginu sem tryggði honum sigur þótt hann hlyti mun færri atkvæði en höfuðkeppinauturinn líkt og gerðist einnig þegar George W. Bush náði kjöri 2000. Auðmenn láta repúblikana grafa markvisst undan lýðræði í eiginhagsmunaskyni. Trump er ekki undirrót vandans heldur afleiðing. Flokkarnir tveir sem margir töldu keimlíka ef ekki alveg eins frá 1945 til 1980 eru nú svo ólíkir hvor öðrum sem verða má. Ósættið milli þeirra ristir djúpt, sundrar fjölskyldum og vinum og nær ekki aðeins til kjörinna fulltrúa flokkanna heldur einnig til óbreyttra flokksmanna. Brezka ljónið er tannlaust Vandi brezka Íhaldsflokksins er yngri. Í Bretlandi gerðist það líkt og í Frakklandi, Þýzkalandi og víðar um Evrópu að fram á sjónarsviðið kom nýr flokkur þjóðernissinna, Brezki Sjálfstæðisflokkurinn (e. UKIP), og krafðist m.a. úrsagnar úr ESB. Þingflokkur íhaldsmanna varð svo hræddur við fylgistap að hann ákvað að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina að ESB í þeirri von og trú að kjósendur myndu hafna útgöngu úr bandalaginu eins og meiri hluti þingflokksins. Þá sáu nokkrir þingmenn flokksins sér leik á borði, snerust á sveif með Brexit og beittu m.a. fyrir sig blekkingum og lygum. Þar fór Boris Johnson einna fremstur í flokki, alræmdur lygari líkt og Trump forseti. Johnson var fyrr á starfsferli sínum rekinn frá Times í London, virðulegu íhaldsblaði, fyrir lygafréttir sem hann birti í blaðinu. Hann býst nú til að taka við starfi forsætisráðherra. Brezkir kjósendur ákváðu óvænt að segja skilið við ESB. Það hefði getað gengið þokkalega hefði ríkisstjórn Íhaldsflokksins haldið sómasamlega á samningum við ESB um útgönguna, en það gerði hún ekki. Þrjú ár frá þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016 hafa farið til spillis þar eð ríkisstjórnin gat ekki komið sér saman um samningsstöðu. Það bætir ekki úr skák að Verkamannaflokkurinn er einnig illa laskaður vegna ýmislegra innanmeina. Brezka ljónið er tannlaust í báðum gómum. Margt bendir til að Bretar hrökklist út úr ESB án samnings í lok október n.k. með alvarlegum efnahagslegum og utanríkispólitískum afleiðingum. Brezkir íhaldsmenn hafa það þó fram yfir bandaríska repúblikana að þeir grafa ekki undan lýðræðinu heldur vilja þeir virða Brexit-ákvörðun kjósenda frá 2016. Það hvarflar ekki að þeim að þingið geti gengið gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Það getur enginn gert nema þjóðin sjálf. Hriktir í stoðum Þegar svo er ástatt samtímis um tvö helztu forusturíki hins frjálsa heims, ríki sem fámennari þjóðir um allan heim hafa reitt sig á og litið upp til í 150 ár, þá hriktir í stoðum lýðræðisins. Andstæðingar frelsis og lýðræðis fagna þessu ástandi því það eykur svigrúm þeirra til að sölsa undir sig eigur annarra og bæla niður frómar kröfur um lýðræði og virðingu fyrir mannréttindum. Þegar hallar á lýðræði, er réttarríkinu og velferð almennings til langs tíma litið einnig hætta búin.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun