Í bílnum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 11. júlí 2019 08:00 Líflegt mannlíf er í miðbæ Reykjavíkur á hlýjum og fallegum sumardögum eins og nú ríkja. Þannig er miðbærinn fullur af fólki, að stórum hluta erlendum ferðamönnum sem sannarlega eiga sinn þátt í að halda þjóðarbúinu gangandi. Einstaka Íslendingar sjást svo en þeir sitja aðallega í sólinni fyrir utan veitingastaði og virðast ekki hafa áberandi áhuga á að kíkja í verslanir í miðbænum. Á einum svona degi mátti sjá tvo verslunareigendur stinga saman nefjum og umræðuefnið var einmitt það að Íslendingar sæjust ekki mikið á Laugaveginum, þeir væru í bílum sínum að versla annars staðar. Það verður ekki horft fram hjá þeirri dapurlegu staðreynd að of margir Íslendingar eru bílóðir, vilja fara allt í einkabílnum og geta vart hugsað sér verslunarleiðangur nema vita af bílnum fyrir utan verslunina sem þeir líta inn í. Þess vegna fara þeir í Ármúla og Síðumúla og á Suðurlandsbrautina og í Kringluna og Smáralind þar sem fjarska auðvelt er að leggja bílnum. „Það er sko annað en á Laugaveginum, en þangað fer ég aldrei,“ segja þeir kokhraustir og bölva um leið meirihluta borgarstjórnar. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur eytt mikilli orku og ógurlegum tíma í að sannfæra borgarbúa um það að góður lífsstíll felist meðal annars í því að hvíla einkabílinn. Þeir bílóðu einstaklingar sem elska bílinn sinn næstum jafn mikið og sjálfa sig taka engum sönsum og munu sennilega aldrei gera það. Sem er leitt því það er yndislegt að ganga Laugaveginn, Skólavörðustíginn, Austurstrætið og fleiri götur miðbæjarins. Þessu gera erlendu ferðamennirnir sér glögga grein fyrir, enda virðist þeim líða alveg ljómandi vel í miðbænum og líta í verslanir og eru ekkert að flýta sér. Bílelskandi Íslendingar ættu að fara að dæmi þeirra og leyfa sér að ganga um bæinn í rólegheitum og njóta þess að vera til. Það er góð leið til að minnka streituna. Miðborg á að vera sjarmerandi og eftirsóknarverður staður þar sem fólk nýtur þess að vera. Miðbær Reykjavíkur er það að stórum hluta – fyrir utan Hafnartorg sem virðist ekki ætla að verða heillandi verslunarsvæði. Hins vegar er Skólavörðustígurinn orðinn ansi lífleg gata og Austurstrætið er alltaf vinalegt, Hlemmur er svo orðinn allt annar eftir að hin vel heppnaða Mathöll reis þar og Grandinn er dásamlegt svæði þar sem notalegt er að vera. Laugavegurinn er hins vegar að þróast í nokkuð undarlega átt með ótal smekklausum lundabúðum sem standa þó undir sér, jafn einkennilegt og það nú er. Bíleigendur verða að átta sig á því að öflug bílaumferð á ekki við í miðbæjum stórborga og hana þarf að takmarka. Þetta er gert víða í borgum erlendis og þykir ekki stórmál. Stöðugt kvak bíleigenda og sumra verslunarmanna um óréttlætið sem felst í takmörkun umferðar í miðbænum er ansi þreytandi. Meirihluti borgarstjórnar er örugglega á villigötum í einhverjum málum en þegar kemur að takmörkun bílaumferðar í miðbænum þá er einmitt verið að gera það sem gera þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Reykjavík Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Sjá meira
Líflegt mannlíf er í miðbæ Reykjavíkur á hlýjum og fallegum sumardögum eins og nú ríkja. Þannig er miðbærinn fullur af fólki, að stórum hluta erlendum ferðamönnum sem sannarlega eiga sinn þátt í að halda þjóðarbúinu gangandi. Einstaka Íslendingar sjást svo en þeir sitja aðallega í sólinni fyrir utan veitingastaði og virðast ekki hafa áberandi áhuga á að kíkja í verslanir í miðbænum. Á einum svona degi mátti sjá tvo verslunareigendur stinga saman nefjum og umræðuefnið var einmitt það að Íslendingar sæjust ekki mikið á Laugaveginum, þeir væru í bílum sínum að versla annars staðar. Það verður ekki horft fram hjá þeirri dapurlegu staðreynd að of margir Íslendingar eru bílóðir, vilja fara allt í einkabílnum og geta vart hugsað sér verslunarleiðangur nema vita af bílnum fyrir utan verslunina sem þeir líta inn í. Þess vegna fara þeir í Ármúla og Síðumúla og á Suðurlandsbrautina og í Kringluna og Smáralind þar sem fjarska auðvelt er að leggja bílnum. „Það er sko annað en á Laugaveginum, en þangað fer ég aldrei,“ segja þeir kokhraustir og bölva um leið meirihluta borgarstjórnar. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur eytt mikilli orku og ógurlegum tíma í að sannfæra borgarbúa um það að góður lífsstíll felist meðal annars í því að hvíla einkabílinn. Þeir bílóðu einstaklingar sem elska bílinn sinn næstum jafn mikið og sjálfa sig taka engum sönsum og munu sennilega aldrei gera það. Sem er leitt því það er yndislegt að ganga Laugaveginn, Skólavörðustíginn, Austurstrætið og fleiri götur miðbæjarins. Þessu gera erlendu ferðamennirnir sér glögga grein fyrir, enda virðist þeim líða alveg ljómandi vel í miðbænum og líta í verslanir og eru ekkert að flýta sér. Bílelskandi Íslendingar ættu að fara að dæmi þeirra og leyfa sér að ganga um bæinn í rólegheitum og njóta þess að vera til. Það er góð leið til að minnka streituna. Miðborg á að vera sjarmerandi og eftirsóknarverður staður þar sem fólk nýtur þess að vera. Miðbær Reykjavíkur er það að stórum hluta – fyrir utan Hafnartorg sem virðist ekki ætla að verða heillandi verslunarsvæði. Hins vegar er Skólavörðustígurinn orðinn ansi lífleg gata og Austurstrætið er alltaf vinalegt, Hlemmur er svo orðinn allt annar eftir að hin vel heppnaða Mathöll reis þar og Grandinn er dásamlegt svæði þar sem notalegt er að vera. Laugavegurinn er hins vegar að þróast í nokkuð undarlega átt með ótal smekklausum lundabúðum sem standa þó undir sér, jafn einkennilegt og það nú er. Bíleigendur verða að átta sig á því að öflug bílaumferð á ekki við í miðbæjum stórborga og hana þarf að takmarka. Þetta er gert víða í borgum erlendis og þykir ekki stórmál. Stöðugt kvak bíleigenda og sumra verslunarmanna um óréttlætið sem felst í takmörkun umferðar í miðbænum er ansi þreytandi. Meirihluti borgarstjórnar er örugglega á villigötum í einhverjum málum en þegar kemur að takmörkun bílaumferðar í miðbænum þá er einmitt verið að gera það sem gera þarf.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun