Breskur öfgamaður þarf að afplána fangelsisdóm Kjartan Kjartansson skrifar 11. júlí 2019 14:22 Yaxley-Lennon er 36 ára gamall. Hann er betur þekktur undir dulnefninu Tommy Robinson. Vísir/EPA Dómstóll á Bretlandi dæmdi Stephen Yaxley-Lennon, stofnanda hægriöfgaflokksins Enska varnarbandalagsins (EDL), í níu mánaða fangelsi fyrir að trufla réttarhöld og sýna dómstólum óvirðingu. Yaxley-Lennon, sem er betur þekktur undir nafninu Tommy Robinson, þarf þó aðeins að afplána tíu vikur í fangelsi. Mál Yaxley-Lennon hefur vakið nokkra athygli á Bretlandi og á meðal hægriöfgamanna annars staðar í Evrópu. Hann var sakfelldur fyrir að trufla réttarhöld yfir hópi manna sem voru ákærðir fyrir að tæla og misnota ungar stúlkur í Leeds í maí í fyrra. Það gerði Yaxley-Lennon með því að senda út myndir af sakborningunum í beinu streymi á Facebook-síðu sinni, í trássi við lög. Þinghald var lokað í málinu í Leeds og lagði dómari bann við umfjöllun um gang málsins þar til öllum málum sem tengdust 29 sakborningum væri lokið. Réttað var yfir hópnum í þremur aðskildum réttarhöldum. Yaxley-Lennon virti bannið að vettugi á meðan kviðdómur í einu málanna sat enn á rökstólum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Dómararnir í máli Yaxley-Lennon töldu að með því að mynda einn sakborninginn, áreita hann og elta hafi hann skapað hættu á að réttarhöldin yrðu stöðvuð. Samkvæmt breskum lögum getur þurft að rétta aftur í máli eða sakborningur jafnvel sloppið undan ákæru trufli einhver réttarhöld. Lögin gilda jafnt um fréttamenn, kviðdómendur og almenning á samfélagsmiðlum.Lýsti sér ranglega sem fórnarlambi óréttlætis og kúgunar Yaxley-Lennon var upphaflega dæmdur í þrettán mánaða fangelsi daginn sem hann sendi út beint á Facebook en afplánaði aðeins tvo mánuði. Þá var honum sleppt eftir að hann vann áfrýjun á dómnum. Saksóknari ákvað að ástæða væri til að halda saksókn gegn honum til streitu. Stuðningsmenn Yaxley-Lennon mótmæltu dómnum í London í dag. Sumir þeirra grýttu flöskum og dósum í lögreglumenn. Þrír voru handteknir að sögn lögreglunnar í London.Sky-fréttastofan hefur eftir dómara í málinu að Yaxley-Lennon hafi orðið uppvís að því að ljúga um ýmsa anga þess. Hann hafi reynt að lýsa sjálfum sér ranglega sem fórnarlambi óréttlætis og kúgunar. Yaxley-Lennon hefur ítrekað látið að því liggja að hann sé fórnarlamb meintrar þöggunar á tælingarmálinu þar sem sakborningarnir hafi verið „asískir“ og „múslimar“. Þetta verður ekki í fyrsta skipti sem Yaxley-Lennon afplánar fangelsisdóm. Hann sat inni í tólf mánuði fyrir að ráðast á lögreglumann sem reyndi að verja kærustu hans fyrir honum árið 2005. Árið 2011 var hann dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og ári seinna var hann dæmdur fyrir að ferðast til Bandaríkjanna á fölsuðu vegabréfi. Bretland Tengdar fréttir Hægriöfgamenn sviptir staðfestingu á Twitter Sumir notendur töldu að bláa staðfestingarmerkið á Twitter væri einhvers konar stuðningur eða viðurkenning á mikilvægi þeirra sem fengu það. 16. nóvember 2017 12:29 Umdeild ráðstefna á Grand hótel blásin af Skipuleggjandi greip í tómt þegar hann renndu suður á Keflavíkurflugvöll í morgun þar sem hann átti von á að Robinson biði hans. 17. maí 2018 12:51 Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Dómstóll á Bretlandi dæmdi Stephen Yaxley-Lennon, stofnanda hægriöfgaflokksins Enska varnarbandalagsins (EDL), í níu mánaða fangelsi fyrir að trufla réttarhöld og sýna dómstólum óvirðingu. Yaxley-Lennon, sem er betur þekktur undir nafninu Tommy Robinson, þarf þó aðeins að afplána tíu vikur í fangelsi. Mál Yaxley-Lennon hefur vakið nokkra athygli á Bretlandi og á meðal hægriöfgamanna annars staðar í Evrópu. Hann var sakfelldur fyrir að trufla réttarhöld yfir hópi manna sem voru ákærðir fyrir að tæla og misnota ungar stúlkur í Leeds í maí í fyrra. Það gerði Yaxley-Lennon með því að senda út myndir af sakborningunum í beinu streymi á Facebook-síðu sinni, í trássi við lög. Þinghald var lokað í málinu í Leeds og lagði dómari bann við umfjöllun um gang málsins þar til öllum málum sem tengdust 29 sakborningum væri lokið. Réttað var yfir hópnum í þremur aðskildum réttarhöldum. Yaxley-Lennon virti bannið að vettugi á meðan kviðdómur í einu málanna sat enn á rökstólum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Dómararnir í máli Yaxley-Lennon töldu að með því að mynda einn sakborninginn, áreita hann og elta hafi hann skapað hættu á að réttarhöldin yrðu stöðvuð. Samkvæmt breskum lögum getur þurft að rétta aftur í máli eða sakborningur jafnvel sloppið undan ákæru trufli einhver réttarhöld. Lögin gilda jafnt um fréttamenn, kviðdómendur og almenning á samfélagsmiðlum.Lýsti sér ranglega sem fórnarlambi óréttlætis og kúgunar Yaxley-Lennon var upphaflega dæmdur í þrettán mánaða fangelsi daginn sem hann sendi út beint á Facebook en afplánaði aðeins tvo mánuði. Þá var honum sleppt eftir að hann vann áfrýjun á dómnum. Saksóknari ákvað að ástæða væri til að halda saksókn gegn honum til streitu. Stuðningsmenn Yaxley-Lennon mótmæltu dómnum í London í dag. Sumir þeirra grýttu flöskum og dósum í lögreglumenn. Þrír voru handteknir að sögn lögreglunnar í London.Sky-fréttastofan hefur eftir dómara í málinu að Yaxley-Lennon hafi orðið uppvís að því að ljúga um ýmsa anga þess. Hann hafi reynt að lýsa sjálfum sér ranglega sem fórnarlambi óréttlætis og kúgunar. Yaxley-Lennon hefur ítrekað látið að því liggja að hann sé fórnarlamb meintrar þöggunar á tælingarmálinu þar sem sakborningarnir hafi verið „asískir“ og „múslimar“. Þetta verður ekki í fyrsta skipti sem Yaxley-Lennon afplánar fangelsisdóm. Hann sat inni í tólf mánuði fyrir að ráðast á lögreglumann sem reyndi að verja kærustu hans fyrir honum árið 2005. Árið 2011 var hann dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og ári seinna var hann dæmdur fyrir að ferðast til Bandaríkjanna á fölsuðu vegabréfi.
Bretland Tengdar fréttir Hægriöfgamenn sviptir staðfestingu á Twitter Sumir notendur töldu að bláa staðfestingarmerkið á Twitter væri einhvers konar stuðningur eða viðurkenning á mikilvægi þeirra sem fengu það. 16. nóvember 2017 12:29 Umdeild ráðstefna á Grand hótel blásin af Skipuleggjandi greip í tómt þegar hann renndu suður á Keflavíkurflugvöll í morgun þar sem hann átti von á að Robinson biði hans. 17. maí 2018 12:51 Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Hægriöfgamenn sviptir staðfestingu á Twitter Sumir notendur töldu að bláa staðfestingarmerkið á Twitter væri einhvers konar stuðningur eða viðurkenning á mikilvægi þeirra sem fengu það. 16. nóvember 2017 12:29
Umdeild ráðstefna á Grand hótel blásin af Skipuleggjandi greip í tómt þegar hann renndu suður á Keflavíkurflugvöll í morgun þar sem hann átti von á að Robinson biði hans. 17. maí 2018 12:51