Hundruð þúsunda styðja systur sem myrtu ofbeldisfullan föður sinn Sylvía Hall skrifar 11. júlí 2019 21:47 Mál systranna hefur vakið mikla athygli og er sagt vera skýrt dæmi um erfiða stöðu þeirra kvenna sem búa við heimilisofbeldi. Vísir/Getty Réttarhöld standa nú yfir í máli rússnesku systranna Krestinu, Angelinu og Mariu Khachaturyan sem myrtu 57 ára gamlan föður sinn síðasta sumar. Faðir þeirra, Mikhail Khachaturyan, hafði beitt þær ofbeldi árum saman og misnotað þær kynferðislega. Reuters greinir frá. Þann 27. júlí fyrir tæplega ári síðan hringdu systurnar í lögreglu og sögðust hafa drepið föður sinn í sjálfsvörn eftir að hann hafði reynt að ráðast á þær. Seinna kom í ljós að faðir þeirra hafði verið sofandi þegar þær réðust á hann vopnaðar piparúða, hnífi og hamri. Systurnar eru í dag 18, 19 og 20 ára gamlar og segja margir mál þeirra vera skýrt dæmi um hvernig réttarkerfið í Rússlandi hundsar heimilisofbeldi. Þá vilja margir meina að réttindi kvenna sem verða fyrir heimilisofbeldi séu aðeins að versna með tímanum en árið 2017 var refsinæmi þess að beita fjölskyldumeðlim ofbeldi fellt úr lögum og eru hámarksviðurlög sekt, svo lengi sem ofbeldið á sér ekki stað oftar en einu sinni á ári.Systurnar voru allar undir tvítugu þegar morðið var framið.Vísir/GettyMargar konur sagðar í svipaðri stöðu Yfir 230 þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem lýst er yfir stuðningi við systurnar. Kallað er eftir því að ákærur gegn þeim verði felldar niður þar sem ekki er um einangrað tilvik að ræða og fá úrræði í boði fyrir konur sem verða fyrir ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlims. Þá söfnuðust um það bil tvö hundruð manns, mestmegnis ungar konur, saman á skemmtistað í höfuðborginni Moskvu þar sem ljóðalestur fór fram þeim til stuðnings. Lögmaður systranna segir þær hafa verið að glíma við áfallastreituröskun þegar þær frömdu morðið. Þær hafi íhugað að flýja vettvang en óttuðust afleiðingarnar ef þeim yrði náð. Þá segir hann nágranna þeirra hafa tilkynnt ofbeldi föður þeirra til lögreglu margoft en það hafi aldrei verið tekið til rannsóknar. Í vikunni úrskurðaði Mannréttindadómstóll Evrópu að Rússland hefði ekki sinnt skyldum sínum til þess að vernda fórnarlamb heimilisofbeldis. Um var að ræða konu sem bjó við ofbeldi af hálfu fyrrverandi maka síns sem meðal annars rændi henni og áreitti hana um nokkurt skeið. Rússland Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Réttarhöld standa nú yfir í máli rússnesku systranna Krestinu, Angelinu og Mariu Khachaturyan sem myrtu 57 ára gamlan föður sinn síðasta sumar. Faðir þeirra, Mikhail Khachaturyan, hafði beitt þær ofbeldi árum saman og misnotað þær kynferðislega. Reuters greinir frá. Þann 27. júlí fyrir tæplega ári síðan hringdu systurnar í lögreglu og sögðust hafa drepið föður sinn í sjálfsvörn eftir að hann hafði reynt að ráðast á þær. Seinna kom í ljós að faðir þeirra hafði verið sofandi þegar þær réðust á hann vopnaðar piparúða, hnífi og hamri. Systurnar eru í dag 18, 19 og 20 ára gamlar og segja margir mál þeirra vera skýrt dæmi um hvernig réttarkerfið í Rússlandi hundsar heimilisofbeldi. Þá vilja margir meina að réttindi kvenna sem verða fyrir heimilisofbeldi séu aðeins að versna með tímanum en árið 2017 var refsinæmi þess að beita fjölskyldumeðlim ofbeldi fellt úr lögum og eru hámarksviðurlög sekt, svo lengi sem ofbeldið á sér ekki stað oftar en einu sinni á ári.Systurnar voru allar undir tvítugu þegar morðið var framið.Vísir/GettyMargar konur sagðar í svipaðri stöðu Yfir 230 þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem lýst er yfir stuðningi við systurnar. Kallað er eftir því að ákærur gegn þeim verði felldar niður þar sem ekki er um einangrað tilvik að ræða og fá úrræði í boði fyrir konur sem verða fyrir ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlims. Þá söfnuðust um það bil tvö hundruð manns, mestmegnis ungar konur, saman á skemmtistað í höfuðborginni Moskvu þar sem ljóðalestur fór fram þeim til stuðnings. Lögmaður systranna segir þær hafa verið að glíma við áfallastreituröskun þegar þær frömdu morðið. Þær hafi íhugað að flýja vettvang en óttuðust afleiðingarnar ef þeim yrði náð. Þá segir hann nágranna þeirra hafa tilkynnt ofbeldi föður þeirra til lögreglu margoft en það hafi aldrei verið tekið til rannsóknar. Í vikunni úrskurðaði Mannréttindadómstóll Evrópu að Rússland hefði ekki sinnt skyldum sínum til þess að vernda fórnarlamb heimilisofbeldis. Um var að ræða konu sem bjó við ofbeldi af hálfu fyrrverandi maka síns sem meðal annars rændi henni og áreitti hana um nokkurt skeið.
Rússland Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira