Hundruð þúsunda styðja systur sem myrtu ofbeldisfullan föður sinn Sylvía Hall skrifar 11. júlí 2019 21:47 Mál systranna hefur vakið mikla athygli og er sagt vera skýrt dæmi um erfiða stöðu þeirra kvenna sem búa við heimilisofbeldi. Vísir/Getty Réttarhöld standa nú yfir í máli rússnesku systranna Krestinu, Angelinu og Mariu Khachaturyan sem myrtu 57 ára gamlan föður sinn síðasta sumar. Faðir þeirra, Mikhail Khachaturyan, hafði beitt þær ofbeldi árum saman og misnotað þær kynferðislega. Reuters greinir frá. Þann 27. júlí fyrir tæplega ári síðan hringdu systurnar í lögreglu og sögðust hafa drepið föður sinn í sjálfsvörn eftir að hann hafði reynt að ráðast á þær. Seinna kom í ljós að faðir þeirra hafði verið sofandi þegar þær réðust á hann vopnaðar piparúða, hnífi og hamri. Systurnar eru í dag 18, 19 og 20 ára gamlar og segja margir mál þeirra vera skýrt dæmi um hvernig réttarkerfið í Rússlandi hundsar heimilisofbeldi. Þá vilja margir meina að réttindi kvenna sem verða fyrir heimilisofbeldi séu aðeins að versna með tímanum en árið 2017 var refsinæmi þess að beita fjölskyldumeðlim ofbeldi fellt úr lögum og eru hámarksviðurlög sekt, svo lengi sem ofbeldið á sér ekki stað oftar en einu sinni á ári.Systurnar voru allar undir tvítugu þegar morðið var framið.Vísir/GettyMargar konur sagðar í svipaðri stöðu Yfir 230 þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem lýst er yfir stuðningi við systurnar. Kallað er eftir því að ákærur gegn þeim verði felldar niður þar sem ekki er um einangrað tilvik að ræða og fá úrræði í boði fyrir konur sem verða fyrir ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlims. Þá söfnuðust um það bil tvö hundruð manns, mestmegnis ungar konur, saman á skemmtistað í höfuðborginni Moskvu þar sem ljóðalestur fór fram þeim til stuðnings. Lögmaður systranna segir þær hafa verið að glíma við áfallastreituröskun þegar þær frömdu morðið. Þær hafi íhugað að flýja vettvang en óttuðust afleiðingarnar ef þeim yrði náð. Þá segir hann nágranna þeirra hafa tilkynnt ofbeldi föður þeirra til lögreglu margoft en það hafi aldrei verið tekið til rannsóknar. Í vikunni úrskurðaði Mannréttindadómstóll Evrópu að Rússland hefði ekki sinnt skyldum sínum til þess að vernda fórnarlamb heimilisofbeldis. Um var að ræða konu sem bjó við ofbeldi af hálfu fyrrverandi maka síns sem meðal annars rændi henni og áreitti hana um nokkurt skeið. Rússland Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Réttarhöld standa nú yfir í máli rússnesku systranna Krestinu, Angelinu og Mariu Khachaturyan sem myrtu 57 ára gamlan föður sinn síðasta sumar. Faðir þeirra, Mikhail Khachaturyan, hafði beitt þær ofbeldi árum saman og misnotað þær kynferðislega. Reuters greinir frá. Þann 27. júlí fyrir tæplega ári síðan hringdu systurnar í lögreglu og sögðust hafa drepið föður sinn í sjálfsvörn eftir að hann hafði reynt að ráðast á þær. Seinna kom í ljós að faðir þeirra hafði verið sofandi þegar þær réðust á hann vopnaðar piparúða, hnífi og hamri. Systurnar eru í dag 18, 19 og 20 ára gamlar og segja margir mál þeirra vera skýrt dæmi um hvernig réttarkerfið í Rússlandi hundsar heimilisofbeldi. Þá vilja margir meina að réttindi kvenna sem verða fyrir heimilisofbeldi séu aðeins að versna með tímanum en árið 2017 var refsinæmi þess að beita fjölskyldumeðlim ofbeldi fellt úr lögum og eru hámarksviðurlög sekt, svo lengi sem ofbeldið á sér ekki stað oftar en einu sinni á ári.Systurnar voru allar undir tvítugu þegar morðið var framið.Vísir/GettyMargar konur sagðar í svipaðri stöðu Yfir 230 þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem lýst er yfir stuðningi við systurnar. Kallað er eftir því að ákærur gegn þeim verði felldar niður þar sem ekki er um einangrað tilvik að ræða og fá úrræði í boði fyrir konur sem verða fyrir ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlims. Þá söfnuðust um það bil tvö hundruð manns, mestmegnis ungar konur, saman á skemmtistað í höfuðborginni Moskvu þar sem ljóðalestur fór fram þeim til stuðnings. Lögmaður systranna segir þær hafa verið að glíma við áfallastreituröskun þegar þær frömdu morðið. Þær hafi íhugað að flýja vettvang en óttuðust afleiðingarnar ef þeim yrði náð. Þá segir hann nágranna þeirra hafa tilkynnt ofbeldi föður þeirra til lögreglu margoft en það hafi aldrei verið tekið til rannsóknar. Í vikunni úrskurðaði Mannréttindadómstóll Evrópu að Rússland hefði ekki sinnt skyldum sínum til þess að vernda fórnarlamb heimilisofbeldis. Um var að ræða konu sem bjó við ofbeldi af hálfu fyrrverandi maka síns sem meðal annars rændi henni og áreitti hana um nokkurt skeið.
Rússland Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira