Að taka erfiðar ákvarðanir án þess að selja sál sína Kristín Völundardóttir skrifar 12. júlí 2019 10:45 Útlendingastofnun hefur það hlutverk, ásamt fleiri stjórnvöldum, að veita þeim einstaklingum vernd sem á henni þurfa að halda en að sama skapi að synja þeim sem ekki þurfa á henni að halda. Í þeim tilgangi hefur löggjafinn sett stofnuninni og starfsfólki hennar reglur til þess að meta þörfina í hverju og einu máli. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefur stofnunin veitt 111 einstaklingum vernd hér á Íslandi þar sem þeir voru taldir þurfa á vernd að halda. Á sama tíma var 118 einstaklingum synjað um vernd, 99 fengu ákvörðun um endursendingu til annars aðildarríkis Dyflinnarsamstarfsins og 88 var synjað um efnislega meðferð þar sem þeir höfðu þegar fengið vernd í öðru Evrópuríki. Alls hafa svo 84 einstaklingar dregið umsóknir sínar til baka. Einstaklingar sem sækja um vernd hér á landi eru eins misjafnir og þeir eru margir. Auðvelt er að finna til meiri samúðar með sumum en öðrum og stundum er það þannig að þeir sem vekja minnsta samúð eru þeir sem þurfa mest á verndinni að halda. Mikil áhersla er lögð á það hjá Útlendingastofnun að öll mál séu unnin af hlutleysi svo að skoðanir og tilfinningar starfsmanna eða samfélagsins hafi ekki ósanngjörn áhrif á niðurstöður og þörfin á vernd sé metin á grundvelli staðreynda. Samúð og getan til þess að setja sig í spor annarra eru mikilvægir eiginleikar hvers opinbers starfsmanns en á sama tíma þurfa allar ákvarðanir sem teknar eru að gæta jafnræðis og þjóna þeim tilgangi sem löggjafinn mælir fyrir um. Í tilfelli Útlendingastofnunar er sá tilgangur skýr: að veita vernd þeim sem hana þurfa. Hvorki Útlendingastofnun né nokkur starfsmaður hennar er hafinn yfir gagnrýni en sálir starfsmanna eða vilji þeirra til þess að taka ákvarðanir byggðar á þörf þeirra sem í hlut eiga verða ekki seld – hvorki fyrir gott staffapartí né velþóknun pistlahöfunda.Höfundur er forstjóri Útlendingastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Innflytjendamál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sálin seld fyrir góð staffapartí Það er sérkennilegt þetta fólk sem vinnur hjá Útlendingastofnun. Hvernig er hægt að vakna á morgnana, bursta tennurnar, kyssa börnin, fara í vinnuna og gerast sálarlaus djöfull? 12. júlí 2019 07:00 Mest lesið Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Sjá meira
Útlendingastofnun hefur það hlutverk, ásamt fleiri stjórnvöldum, að veita þeim einstaklingum vernd sem á henni þurfa að halda en að sama skapi að synja þeim sem ekki þurfa á henni að halda. Í þeim tilgangi hefur löggjafinn sett stofnuninni og starfsfólki hennar reglur til þess að meta þörfina í hverju og einu máli. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefur stofnunin veitt 111 einstaklingum vernd hér á Íslandi þar sem þeir voru taldir þurfa á vernd að halda. Á sama tíma var 118 einstaklingum synjað um vernd, 99 fengu ákvörðun um endursendingu til annars aðildarríkis Dyflinnarsamstarfsins og 88 var synjað um efnislega meðferð þar sem þeir höfðu þegar fengið vernd í öðru Evrópuríki. Alls hafa svo 84 einstaklingar dregið umsóknir sínar til baka. Einstaklingar sem sækja um vernd hér á landi eru eins misjafnir og þeir eru margir. Auðvelt er að finna til meiri samúðar með sumum en öðrum og stundum er það þannig að þeir sem vekja minnsta samúð eru þeir sem þurfa mest á verndinni að halda. Mikil áhersla er lögð á það hjá Útlendingastofnun að öll mál séu unnin af hlutleysi svo að skoðanir og tilfinningar starfsmanna eða samfélagsins hafi ekki ósanngjörn áhrif á niðurstöður og þörfin á vernd sé metin á grundvelli staðreynda. Samúð og getan til þess að setja sig í spor annarra eru mikilvægir eiginleikar hvers opinbers starfsmanns en á sama tíma þurfa allar ákvarðanir sem teknar eru að gæta jafnræðis og þjóna þeim tilgangi sem löggjafinn mælir fyrir um. Í tilfelli Útlendingastofnunar er sá tilgangur skýr: að veita vernd þeim sem hana þurfa. Hvorki Útlendingastofnun né nokkur starfsmaður hennar er hafinn yfir gagnrýni en sálir starfsmanna eða vilji þeirra til þess að taka ákvarðanir byggðar á þörf þeirra sem í hlut eiga verða ekki seld – hvorki fyrir gott staffapartí né velþóknun pistlahöfunda.Höfundur er forstjóri Útlendingastofnunar.
Sálin seld fyrir góð staffapartí Það er sérkennilegt þetta fólk sem vinnur hjá Útlendingastofnun. Hvernig er hægt að vakna á morgnana, bursta tennurnar, kyssa börnin, fara í vinnuna og gerast sálarlaus djöfull? 12. júlí 2019 07:00
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun