Að taka erfiðar ákvarðanir án þess að selja sál sína Kristín Völundardóttir skrifar 12. júlí 2019 10:45 Útlendingastofnun hefur það hlutverk, ásamt fleiri stjórnvöldum, að veita þeim einstaklingum vernd sem á henni þurfa að halda en að sama skapi að synja þeim sem ekki þurfa á henni að halda. Í þeim tilgangi hefur löggjafinn sett stofnuninni og starfsfólki hennar reglur til þess að meta þörfina í hverju og einu máli. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefur stofnunin veitt 111 einstaklingum vernd hér á Íslandi þar sem þeir voru taldir þurfa á vernd að halda. Á sama tíma var 118 einstaklingum synjað um vernd, 99 fengu ákvörðun um endursendingu til annars aðildarríkis Dyflinnarsamstarfsins og 88 var synjað um efnislega meðferð þar sem þeir höfðu þegar fengið vernd í öðru Evrópuríki. Alls hafa svo 84 einstaklingar dregið umsóknir sínar til baka. Einstaklingar sem sækja um vernd hér á landi eru eins misjafnir og þeir eru margir. Auðvelt er að finna til meiri samúðar með sumum en öðrum og stundum er það þannig að þeir sem vekja minnsta samúð eru þeir sem þurfa mest á verndinni að halda. Mikil áhersla er lögð á það hjá Útlendingastofnun að öll mál séu unnin af hlutleysi svo að skoðanir og tilfinningar starfsmanna eða samfélagsins hafi ekki ósanngjörn áhrif á niðurstöður og þörfin á vernd sé metin á grundvelli staðreynda. Samúð og getan til þess að setja sig í spor annarra eru mikilvægir eiginleikar hvers opinbers starfsmanns en á sama tíma þurfa allar ákvarðanir sem teknar eru að gæta jafnræðis og þjóna þeim tilgangi sem löggjafinn mælir fyrir um. Í tilfelli Útlendingastofnunar er sá tilgangur skýr: að veita vernd þeim sem hana þurfa. Hvorki Útlendingastofnun né nokkur starfsmaður hennar er hafinn yfir gagnrýni en sálir starfsmanna eða vilji þeirra til þess að taka ákvarðanir byggðar á þörf þeirra sem í hlut eiga verða ekki seld – hvorki fyrir gott staffapartí né velþóknun pistlahöfunda.Höfundur er forstjóri Útlendingastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Innflytjendamál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sálin seld fyrir góð staffapartí Það er sérkennilegt þetta fólk sem vinnur hjá Útlendingastofnun. Hvernig er hægt að vakna á morgnana, bursta tennurnar, kyssa börnin, fara í vinnuna og gerast sálarlaus djöfull? 12. júlí 2019 07:00 Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Útlendingastofnun hefur það hlutverk, ásamt fleiri stjórnvöldum, að veita þeim einstaklingum vernd sem á henni þurfa að halda en að sama skapi að synja þeim sem ekki þurfa á henni að halda. Í þeim tilgangi hefur löggjafinn sett stofnuninni og starfsfólki hennar reglur til þess að meta þörfina í hverju og einu máli. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefur stofnunin veitt 111 einstaklingum vernd hér á Íslandi þar sem þeir voru taldir þurfa á vernd að halda. Á sama tíma var 118 einstaklingum synjað um vernd, 99 fengu ákvörðun um endursendingu til annars aðildarríkis Dyflinnarsamstarfsins og 88 var synjað um efnislega meðferð þar sem þeir höfðu þegar fengið vernd í öðru Evrópuríki. Alls hafa svo 84 einstaklingar dregið umsóknir sínar til baka. Einstaklingar sem sækja um vernd hér á landi eru eins misjafnir og þeir eru margir. Auðvelt er að finna til meiri samúðar með sumum en öðrum og stundum er það þannig að þeir sem vekja minnsta samúð eru þeir sem þurfa mest á verndinni að halda. Mikil áhersla er lögð á það hjá Útlendingastofnun að öll mál séu unnin af hlutleysi svo að skoðanir og tilfinningar starfsmanna eða samfélagsins hafi ekki ósanngjörn áhrif á niðurstöður og þörfin á vernd sé metin á grundvelli staðreynda. Samúð og getan til þess að setja sig í spor annarra eru mikilvægir eiginleikar hvers opinbers starfsmanns en á sama tíma þurfa allar ákvarðanir sem teknar eru að gæta jafnræðis og þjóna þeim tilgangi sem löggjafinn mælir fyrir um. Í tilfelli Útlendingastofnunar er sá tilgangur skýr: að veita vernd þeim sem hana þurfa. Hvorki Útlendingastofnun né nokkur starfsmaður hennar er hafinn yfir gagnrýni en sálir starfsmanna eða vilji þeirra til þess að taka ákvarðanir byggðar á þörf þeirra sem í hlut eiga verða ekki seld – hvorki fyrir gott staffapartí né velþóknun pistlahöfunda.Höfundur er forstjóri Útlendingastofnunar.
Sálin seld fyrir góð staffapartí Það er sérkennilegt þetta fólk sem vinnur hjá Útlendingastofnun. Hvernig er hægt að vakna á morgnana, bursta tennurnar, kyssa börnin, fara í vinnuna og gerast sálarlaus djöfull? 12. júlí 2019 07:00
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar