Tekist á um deiliskipulag við Stekkjarbakka Gígja Hilmarsdóttir skrifar 14. júlí 2019 11:45 Sigurborg og Björn tókust á í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag. Vísir Borgarfulltrúarnir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir hjá Pírötum og Björn Gíslason hjá Sjálfstæðisflokknum tókust á um nýtt deiliskipulag við Elliðaárdalinn þar sem fyrirhuguð er 5000 fermetra gróðurhvelfing og önnur starfsemi við Stekkjarbakka suður af dalnum. Þau voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi í dag. Á lóðinni við Stekkjarbakka eru fyrirhugaðar þrjár byggingar. Það er stór gróðurhvelfing með suðrænum gróðri og ýmis konar starfsemi, hús fyrir Garðyrkjufélag Íslands og þriðja byggingin verður með þjónustuíbúðir, sem verður búsetuúrræði fyrir velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Þau Sigurborg og Björn voru mjög ósammála um fyrirhugað skipulag en meirihluti borgarráðs samþykkti skipulagið í byrjun mánaðarins. Fulltrúar Sjálstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins leggjast gegn áformum um fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Sigurborg byrjaði á að benda á að Elliðaárdalurinn væri að stórum hluta manngerður „enda skapaðist hann í kjölfar stíflunnar og annarra athafna mannsins“. Hún vildi álykta að Stekkjarbakki er uppi á bakkanum en ekki ofan í dalnum. Sigurborg sagði uppbygginguna koma til með að styðja við Elliðaárdalinn sem útivistarsvæði. Björn er algjörlega ósammála Sigurborgu og ályktar að svæðið er viðkvæmt í hugum margra. Hann segir skipulagið valda miklum umhverfisspjöllum og bendir á að þarna sé um að ræða 43.000 fermetra lóð sem verður fyrir raski. Honum þykir byggingarnar allt of stórar og bendir á umsögn Umhverfisstofnunar sem bendir á margt sem má betur fara í deiliskipulaginu Sigurborg segir að öllum umsögnum Umhverfisstofnunar hafi verið svarað og það sem þar kemur fram ýmist verið hrakið eða breytt. Björn kvaðst undrandi yfir því að lóðin hafi ekki farið í útboð. Hann vill kæra deiliskipulagið og segir það þurfa að fara í umhverfismat. Þá sagði hann ljósmengunina verða gríðarlega af þessu. „Þetta verður eins og kjarnorkuver í miðjum Elliðaárdalnum, umhverfisspjöllin verða svo mikil, þetta mun gnæfa yfir með mikilli ljósmengun og þetta nær yfir vatnasvið Elliðaánna og mér finnst það alveg forkastanlegt,“ sagði Björn. „Mér finnst þessi samanburður við kjarnorkuver algjörlega galinn, þetta er ekki umhverfisslys, það eru svo skýrar kvaðir í þessu deiliskipulagi um allan frágang,“ sagði Sigurborg. Þá benti hún að ljósmengunin væri lítils háttar og benti á mikla ljósmengun sem stafar af ljósastaurunum í Elliðaárdalnum núna. „Það mun vera mun minni ljósmengun af þessu en af þeim ljósastaurum sem eru þarna nú þegar,“ sagði Sigurborg. Reykjavík Skipulag Sprengisandur Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sjá meira
Borgarfulltrúarnir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir hjá Pírötum og Björn Gíslason hjá Sjálfstæðisflokknum tókust á um nýtt deiliskipulag við Elliðaárdalinn þar sem fyrirhuguð er 5000 fermetra gróðurhvelfing og önnur starfsemi við Stekkjarbakka suður af dalnum. Þau voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi í dag. Á lóðinni við Stekkjarbakka eru fyrirhugaðar þrjár byggingar. Það er stór gróðurhvelfing með suðrænum gróðri og ýmis konar starfsemi, hús fyrir Garðyrkjufélag Íslands og þriðja byggingin verður með þjónustuíbúðir, sem verður búsetuúrræði fyrir velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Þau Sigurborg og Björn voru mjög ósammála um fyrirhugað skipulag en meirihluti borgarráðs samþykkti skipulagið í byrjun mánaðarins. Fulltrúar Sjálstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins leggjast gegn áformum um fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Sigurborg byrjaði á að benda á að Elliðaárdalurinn væri að stórum hluta manngerður „enda skapaðist hann í kjölfar stíflunnar og annarra athafna mannsins“. Hún vildi álykta að Stekkjarbakki er uppi á bakkanum en ekki ofan í dalnum. Sigurborg sagði uppbygginguna koma til með að styðja við Elliðaárdalinn sem útivistarsvæði. Björn er algjörlega ósammála Sigurborgu og ályktar að svæðið er viðkvæmt í hugum margra. Hann segir skipulagið valda miklum umhverfisspjöllum og bendir á að þarna sé um að ræða 43.000 fermetra lóð sem verður fyrir raski. Honum þykir byggingarnar allt of stórar og bendir á umsögn Umhverfisstofnunar sem bendir á margt sem má betur fara í deiliskipulaginu Sigurborg segir að öllum umsögnum Umhverfisstofnunar hafi verið svarað og það sem þar kemur fram ýmist verið hrakið eða breytt. Björn kvaðst undrandi yfir því að lóðin hafi ekki farið í útboð. Hann vill kæra deiliskipulagið og segir það þurfa að fara í umhverfismat. Þá sagði hann ljósmengunina verða gríðarlega af þessu. „Þetta verður eins og kjarnorkuver í miðjum Elliðaárdalnum, umhverfisspjöllin verða svo mikil, þetta mun gnæfa yfir með mikilli ljósmengun og þetta nær yfir vatnasvið Elliðaánna og mér finnst það alveg forkastanlegt,“ sagði Björn. „Mér finnst þessi samanburður við kjarnorkuver algjörlega galinn, þetta er ekki umhverfisslys, það eru svo skýrar kvaðir í þessu deiliskipulagi um allan frágang,“ sagði Sigurborg. Þá benti hún að ljósmengunin væri lítils háttar og benti á mikla ljósmengun sem stafar af ljósastaurunum í Elliðaárdalnum núna. „Það mun vera mun minni ljósmengun af þessu en af þeim ljósastaurum sem eru þarna nú þegar,“ sagði Sigurborg.
Reykjavík Skipulag Sprengisandur Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sjá meira