Tekist á um deiliskipulag við Stekkjarbakka Gígja Hilmarsdóttir skrifar 14. júlí 2019 11:45 Sigurborg og Björn tókust á í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag. Vísir Borgarfulltrúarnir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir hjá Pírötum og Björn Gíslason hjá Sjálfstæðisflokknum tókust á um nýtt deiliskipulag við Elliðaárdalinn þar sem fyrirhuguð er 5000 fermetra gróðurhvelfing og önnur starfsemi við Stekkjarbakka suður af dalnum. Þau voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi í dag. Á lóðinni við Stekkjarbakka eru fyrirhugaðar þrjár byggingar. Það er stór gróðurhvelfing með suðrænum gróðri og ýmis konar starfsemi, hús fyrir Garðyrkjufélag Íslands og þriðja byggingin verður með þjónustuíbúðir, sem verður búsetuúrræði fyrir velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Þau Sigurborg og Björn voru mjög ósammála um fyrirhugað skipulag en meirihluti borgarráðs samþykkti skipulagið í byrjun mánaðarins. Fulltrúar Sjálstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins leggjast gegn áformum um fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Sigurborg byrjaði á að benda á að Elliðaárdalurinn væri að stórum hluta manngerður „enda skapaðist hann í kjölfar stíflunnar og annarra athafna mannsins“. Hún vildi álykta að Stekkjarbakki er uppi á bakkanum en ekki ofan í dalnum. Sigurborg sagði uppbygginguna koma til með að styðja við Elliðaárdalinn sem útivistarsvæði. Björn er algjörlega ósammála Sigurborgu og ályktar að svæðið er viðkvæmt í hugum margra. Hann segir skipulagið valda miklum umhverfisspjöllum og bendir á að þarna sé um að ræða 43.000 fermetra lóð sem verður fyrir raski. Honum þykir byggingarnar allt of stórar og bendir á umsögn Umhverfisstofnunar sem bendir á margt sem má betur fara í deiliskipulaginu Sigurborg segir að öllum umsögnum Umhverfisstofnunar hafi verið svarað og það sem þar kemur fram ýmist verið hrakið eða breytt. Björn kvaðst undrandi yfir því að lóðin hafi ekki farið í útboð. Hann vill kæra deiliskipulagið og segir það þurfa að fara í umhverfismat. Þá sagði hann ljósmengunina verða gríðarlega af þessu. „Þetta verður eins og kjarnorkuver í miðjum Elliðaárdalnum, umhverfisspjöllin verða svo mikil, þetta mun gnæfa yfir með mikilli ljósmengun og þetta nær yfir vatnasvið Elliðaánna og mér finnst það alveg forkastanlegt,“ sagði Björn. „Mér finnst þessi samanburður við kjarnorkuver algjörlega galinn, þetta er ekki umhverfisslys, það eru svo skýrar kvaðir í þessu deiliskipulagi um allan frágang,“ sagði Sigurborg. Þá benti hún að ljósmengunin væri lítils háttar og benti á mikla ljósmengun sem stafar af ljósastaurunum í Elliðaárdalnum núna. „Það mun vera mun minni ljósmengun af þessu en af þeim ljósastaurum sem eru þarna nú þegar,“ sagði Sigurborg. Reykjavík Skipulag Sprengisandur Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Borgarfulltrúarnir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir hjá Pírötum og Björn Gíslason hjá Sjálfstæðisflokknum tókust á um nýtt deiliskipulag við Elliðaárdalinn þar sem fyrirhuguð er 5000 fermetra gróðurhvelfing og önnur starfsemi við Stekkjarbakka suður af dalnum. Þau voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi í dag. Á lóðinni við Stekkjarbakka eru fyrirhugaðar þrjár byggingar. Það er stór gróðurhvelfing með suðrænum gróðri og ýmis konar starfsemi, hús fyrir Garðyrkjufélag Íslands og þriðja byggingin verður með þjónustuíbúðir, sem verður búsetuúrræði fyrir velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Þau Sigurborg og Björn voru mjög ósammála um fyrirhugað skipulag en meirihluti borgarráðs samþykkti skipulagið í byrjun mánaðarins. Fulltrúar Sjálstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins leggjast gegn áformum um fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Sigurborg byrjaði á að benda á að Elliðaárdalurinn væri að stórum hluta manngerður „enda skapaðist hann í kjölfar stíflunnar og annarra athafna mannsins“. Hún vildi álykta að Stekkjarbakki er uppi á bakkanum en ekki ofan í dalnum. Sigurborg sagði uppbygginguna koma til með að styðja við Elliðaárdalinn sem útivistarsvæði. Björn er algjörlega ósammála Sigurborgu og ályktar að svæðið er viðkvæmt í hugum margra. Hann segir skipulagið valda miklum umhverfisspjöllum og bendir á að þarna sé um að ræða 43.000 fermetra lóð sem verður fyrir raski. Honum þykir byggingarnar allt of stórar og bendir á umsögn Umhverfisstofnunar sem bendir á margt sem má betur fara í deiliskipulaginu Sigurborg segir að öllum umsögnum Umhverfisstofnunar hafi verið svarað og það sem þar kemur fram ýmist verið hrakið eða breytt. Björn kvaðst undrandi yfir því að lóðin hafi ekki farið í útboð. Hann vill kæra deiliskipulagið og segir það þurfa að fara í umhverfismat. Þá sagði hann ljósmengunina verða gríðarlega af þessu. „Þetta verður eins og kjarnorkuver í miðjum Elliðaárdalnum, umhverfisspjöllin verða svo mikil, þetta mun gnæfa yfir með mikilli ljósmengun og þetta nær yfir vatnasvið Elliðaánna og mér finnst það alveg forkastanlegt,“ sagði Björn. „Mér finnst þessi samanburður við kjarnorkuver algjörlega galinn, þetta er ekki umhverfisslys, það eru svo skýrar kvaðir í þessu deiliskipulagi um allan frágang,“ sagði Sigurborg. Þá benti hún að ljósmengunin væri lítils háttar og benti á mikla ljósmengun sem stafar af ljósastaurunum í Elliðaárdalnum núna. „Það mun vera mun minni ljósmengun af þessu en af þeim ljósastaurum sem eru þarna nú þegar,“ sagði Sigurborg.
Reykjavík Skipulag Sprengisandur Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira