Lof mér að keyra Jóhannes Stefánsson og skrifa 15. júlí 2019 07:00 Lög um leigubíla eru að fara að breytast. Ástæðan er sú að eftirlitsstofnun EFTA, sem fylgist með því að aðildarþjóðir fylgi ákvæðum EES-samningsins, gerði athugasemdir við aðgangshindranir inn á leigubílamarkað á Íslandi. Áður hafði eftirlitsstofnunin gefið út rökstutt álit um leigubílalöggjöf í Noregi og komist að þeirri niðurstöðu að lögin brytu gegn EES-samningnum. Norsku lögin eru svipuð þeim íslensku.Barist gegn breytingum Í núgildandi löggjöf er að finna ákvæði um hámarksfjölda þeirra sem hafa leyfi til að keyra leigubíl á Íslandi. Engin önnur atvinnugrein býr við slíkar aðgangshindranir, þótt þær megi finna í öðru formi víðar. Í nýju frumvarpi, sem byggir á tillögum starfshóps, er gert ráð fyrir að þessi múr verði felldur. Það er vel. Sömuleiðis er að finna aðrar jákvæðar breytingar í frumvarpinu. Þar eru hins vegar einnig sjáanleg fingraför leyfishafa, sem hafa barist gegn breytingum í frjálsræðisátt. Þannig eru í frumvarpinu aðgangshindranir sem tryggja að farveitur á borð við Uber, Lyft og sambærilegar, geti ekki boðið upp á þjónustu sína hér á landi. Fjötrar fyrir fjarveitur Ein þessara aðgangshindrana er skylda um að í öllum leigubifreiðum skuli vera löggiltir gjaldmælar. Gjaldmælar eru tæki sem eru tengdir vél og hjólabúnaði bílsins og mæla ekna vegalengd og tíma. Mælirinn reiknar gjaldið jafnóðum þar sem hann er tengdur verðskrá. Þótt gjaldmælar þjóni sínum tilgangi eru þeir tæplega 130 ára gömul uppfinning, frá tíma þegar staðsetningarbúnaður í símum og tölvum voru vísindaskáldskapur. Aftur á móti er gerð undantekning á þessari skyldu, enda sé þá samið um heildargjald ferðarinnar fyrir fram. Þeir sem þekkja til þjónustu farveitna vita að við pöntun á fari er gefið upp áætlað heildarverð sem er breytilegt eftir stöðu framboðs og eftirspurnar (e. surge pricing) áætlaðri vegalengd og tíma, sem aftur byggir á upplýsingum um umferð. Vegalengd og tími ferðarinnar eru ekki mæld með gjaldmæli, heldur staðsetningarbúnaði. Þrátt fyrir að áætlað heildarverð sé yfirleitt mjög nærri lagi, liggur eiginlegt heildarverð ekki fyrir fyrr en við lok ferðar. Ekki frekar en í hefðbundnum leigubíl nema á sérvöldum ferðum, eins og til og frá Keflavíkurflugvelli. Frjálsmundar sameinist Fleiri sambærilegar aðgangshindranir eru fyrirhugaðar í nýjum lögum. Verði frumvarpinu ekki breytt í meðförum þingsins er vandséð hvernig farveitur geti tekið þátt á íslenskum leigubílamarkaði. Ef ætlunin er virkilega að gera breytingar í þágu samfélagsins í heild, er brýnt að þessu ákvæði verði breytt. Reynum nú að láta sérhagsmuni ekki verða ofan á, fyrst við höfum tækifæri til þess.Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Lög um leigubíla eru að fara að breytast. Ástæðan er sú að eftirlitsstofnun EFTA, sem fylgist með því að aðildarþjóðir fylgi ákvæðum EES-samningsins, gerði athugasemdir við aðgangshindranir inn á leigubílamarkað á Íslandi. Áður hafði eftirlitsstofnunin gefið út rökstutt álit um leigubílalöggjöf í Noregi og komist að þeirri niðurstöðu að lögin brytu gegn EES-samningnum. Norsku lögin eru svipuð þeim íslensku.Barist gegn breytingum Í núgildandi löggjöf er að finna ákvæði um hámarksfjölda þeirra sem hafa leyfi til að keyra leigubíl á Íslandi. Engin önnur atvinnugrein býr við slíkar aðgangshindranir, þótt þær megi finna í öðru formi víðar. Í nýju frumvarpi, sem byggir á tillögum starfshóps, er gert ráð fyrir að þessi múr verði felldur. Það er vel. Sömuleiðis er að finna aðrar jákvæðar breytingar í frumvarpinu. Þar eru hins vegar einnig sjáanleg fingraför leyfishafa, sem hafa barist gegn breytingum í frjálsræðisátt. Þannig eru í frumvarpinu aðgangshindranir sem tryggja að farveitur á borð við Uber, Lyft og sambærilegar, geti ekki boðið upp á þjónustu sína hér á landi. Fjötrar fyrir fjarveitur Ein þessara aðgangshindrana er skylda um að í öllum leigubifreiðum skuli vera löggiltir gjaldmælar. Gjaldmælar eru tæki sem eru tengdir vél og hjólabúnaði bílsins og mæla ekna vegalengd og tíma. Mælirinn reiknar gjaldið jafnóðum þar sem hann er tengdur verðskrá. Þótt gjaldmælar þjóni sínum tilgangi eru þeir tæplega 130 ára gömul uppfinning, frá tíma þegar staðsetningarbúnaður í símum og tölvum voru vísindaskáldskapur. Aftur á móti er gerð undantekning á þessari skyldu, enda sé þá samið um heildargjald ferðarinnar fyrir fram. Þeir sem þekkja til þjónustu farveitna vita að við pöntun á fari er gefið upp áætlað heildarverð sem er breytilegt eftir stöðu framboðs og eftirspurnar (e. surge pricing) áætlaðri vegalengd og tíma, sem aftur byggir á upplýsingum um umferð. Vegalengd og tími ferðarinnar eru ekki mæld með gjaldmæli, heldur staðsetningarbúnaði. Þrátt fyrir að áætlað heildarverð sé yfirleitt mjög nærri lagi, liggur eiginlegt heildarverð ekki fyrir fyrr en við lok ferðar. Ekki frekar en í hefðbundnum leigubíl nema á sérvöldum ferðum, eins og til og frá Keflavíkurflugvelli. Frjálsmundar sameinist Fleiri sambærilegar aðgangshindranir eru fyrirhugaðar í nýjum lögum. Verði frumvarpinu ekki breytt í meðförum þingsins er vandséð hvernig farveitur geti tekið þátt á íslenskum leigubílamarkaði. Ef ætlunin er virkilega að gera breytingar í þágu samfélagsins í heild, er brýnt að þessu ákvæði verði breytt. Reynum nú að láta sérhagsmuni ekki verða ofan á, fyrst við höfum tækifæri til þess.Höfundur er lögmaður
Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar