Segir stjórnvöld ekki virða viðmið landlæknis um mönnun á hjúkrunarheimilum Gígja Hilmarsdóttir skrifar 15. júlí 2019 20:45 Áttatíu og sex ára gömlu kona sem dvelur á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu fær ekki viðeigandi aðhlynningu á stofnuninni að sögn dætra hennar. Þær telja það stafa af manneklu. Forstjóri Hrafnistu segir það hins vegar ekki vera vandamálið, heldur virði stjórnvöld ekki viðmið landlæknis um mönnun hjúkrunarheimila. Konan þarf aðstoð við öll dagleg verk. Hún veiktist og lá fyrir fyrstu vikur dvalarinnar á Hrafnistu. Dætur hennar segja líkamlegt ástand hennar hafa verið mjög slæmt eftir það. Hún hafi ekki verið þrifin reglulega og var með brunasár vísvegar um líkamann. Þær hafi setið þrjá fundi með stjórnendum hjúkrunarheimilisins en lítið breytist. „Það er hlustað, það er punktað niður það er sagt við okkur að þetta verði lagað og gengið í þessi mál en það hefur ekkert lagast,“ segir Olga Emilía Ágústsdóttir, dóttir konunnar. Olga segir fleiri starfsmenn vanta á deildina til að veita móður hennar og öðrum sem þar búa viðeigandi aðhlynningu. „Það er mikil umönnun sem þetta fólk þarf. Þær eru yfirleitt ekki nema tvær, og það hefur komið fyrir að það sé bara ein með níu manns,“ segir hún Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir hins vegar manneklu ekki vera vandamálið. „Á Hrafnistu í Laugarási er ekki skortur á starfsfólki sem slíkt en við á Hrafnistu heimilunum, rétt eins flestum öðrum hjúkrunarheimilum myndum gjarnar kjósa að stjórnvöld og alþingismenn virtu viðmið um mönnun á hjúkrunarheimilum,“ segir Pétur. Vísar hann þá í viðmið Embættis landlæknis frá árinu 2015. Olga vill álykta að ekki sé við starfsfólkið að sakast. „Þetta er ekki árás á starfsfólkið því við vitum að þau eru að gera sitt besta og við vitum að stjórn Hrafnistu er að gera sitt besta,“ segir Olga. Hún biðlar til stjórnvalda að gera eitthvað í málunum. „Það er kominn tími til að þið farið að hugsa um gamla fólkið,“ segir Olga. Heilbrigðismál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
Áttatíu og sex ára gömlu kona sem dvelur á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu fær ekki viðeigandi aðhlynningu á stofnuninni að sögn dætra hennar. Þær telja það stafa af manneklu. Forstjóri Hrafnistu segir það hins vegar ekki vera vandamálið, heldur virði stjórnvöld ekki viðmið landlæknis um mönnun hjúkrunarheimila. Konan þarf aðstoð við öll dagleg verk. Hún veiktist og lá fyrir fyrstu vikur dvalarinnar á Hrafnistu. Dætur hennar segja líkamlegt ástand hennar hafa verið mjög slæmt eftir það. Hún hafi ekki verið þrifin reglulega og var með brunasár vísvegar um líkamann. Þær hafi setið þrjá fundi með stjórnendum hjúkrunarheimilisins en lítið breytist. „Það er hlustað, það er punktað niður það er sagt við okkur að þetta verði lagað og gengið í þessi mál en það hefur ekkert lagast,“ segir Olga Emilía Ágústsdóttir, dóttir konunnar. Olga segir fleiri starfsmenn vanta á deildina til að veita móður hennar og öðrum sem þar búa viðeigandi aðhlynningu. „Það er mikil umönnun sem þetta fólk þarf. Þær eru yfirleitt ekki nema tvær, og það hefur komið fyrir að það sé bara ein með níu manns,“ segir hún Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir hins vegar manneklu ekki vera vandamálið. „Á Hrafnistu í Laugarási er ekki skortur á starfsfólki sem slíkt en við á Hrafnistu heimilunum, rétt eins flestum öðrum hjúkrunarheimilum myndum gjarnar kjósa að stjórnvöld og alþingismenn virtu viðmið um mönnun á hjúkrunarheimilum,“ segir Pétur. Vísar hann þá í viðmið Embættis landlæknis frá árinu 2015. Olga vill álykta að ekki sé við starfsfólkið að sakast. „Þetta er ekki árás á starfsfólkið því við vitum að þau eru að gera sitt besta og við vitum að stjórn Hrafnistu er að gera sitt besta,“ segir Olga. Hún biðlar til stjórnvalda að gera eitthvað í málunum. „Það er kominn tími til að þið farið að hugsa um gamla fólkið,“ segir Olga.
Heilbrigðismál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira