Segir stjórnvöld ekki virða viðmið landlæknis um mönnun á hjúkrunarheimilum Gígja Hilmarsdóttir skrifar 15. júlí 2019 20:45 Áttatíu og sex ára gömlu kona sem dvelur á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu fær ekki viðeigandi aðhlynningu á stofnuninni að sögn dætra hennar. Þær telja það stafa af manneklu. Forstjóri Hrafnistu segir það hins vegar ekki vera vandamálið, heldur virði stjórnvöld ekki viðmið landlæknis um mönnun hjúkrunarheimila. Konan þarf aðstoð við öll dagleg verk. Hún veiktist og lá fyrir fyrstu vikur dvalarinnar á Hrafnistu. Dætur hennar segja líkamlegt ástand hennar hafa verið mjög slæmt eftir það. Hún hafi ekki verið þrifin reglulega og var með brunasár vísvegar um líkamann. Þær hafi setið þrjá fundi með stjórnendum hjúkrunarheimilisins en lítið breytist. „Það er hlustað, það er punktað niður það er sagt við okkur að þetta verði lagað og gengið í þessi mál en það hefur ekkert lagast,“ segir Olga Emilía Ágústsdóttir, dóttir konunnar. Olga segir fleiri starfsmenn vanta á deildina til að veita móður hennar og öðrum sem þar búa viðeigandi aðhlynningu. „Það er mikil umönnun sem þetta fólk þarf. Þær eru yfirleitt ekki nema tvær, og það hefur komið fyrir að það sé bara ein með níu manns,“ segir hún Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir hins vegar manneklu ekki vera vandamálið. „Á Hrafnistu í Laugarási er ekki skortur á starfsfólki sem slíkt en við á Hrafnistu heimilunum, rétt eins flestum öðrum hjúkrunarheimilum myndum gjarnar kjósa að stjórnvöld og alþingismenn virtu viðmið um mönnun á hjúkrunarheimilum,“ segir Pétur. Vísar hann þá í viðmið Embættis landlæknis frá árinu 2015. Olga vill álykta að ekki sé við starfsfólkið að sakast. „Þetta er ekki árás á starfsfólkið því við vitum að þau eru að gera sitt besta og við vitum að stjórn Hrafnistu er að gera sitt besta,“ segir Olga. Hún biðlar til stjórnvalda að gera eitthvað í málunum. „Það er kominn tími til að þið farið að hugsa um gamla fólkið,“ segir Olga. Heilbrigðismál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Sjá meira
Áttatíu og sex ára gömlu kona sem dvelur á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu fær ekki viðeigandi aðhlynningu á stofnuninni að sögn dætra hennar. Þær telja það stafa af manneklu. Forstjóri Hrafnistu segir það hins vegar ekki vera vandamálið, heldur virði stjórnvöld ekki viðmið landlæknis um mönnun hjúkrunarheimila. Konan þarf aðstoð við öll dagleg verk. Hún veiktist og lá fyrir fyrstu vikur dvalarinnar á Hrafnistu. Dætur hennar segja líkamlegt ástand hennar hafa verið mjög slæmt eftir það. Hún hafi ekki verið þrifin reglulega og var með brunasár vísvegar um líkamann. Þær hafi setið þrjá fundi með stjórnendum hjúkrunarheimilisins en lítið breytist. „Það er hlustað, það er punktað niður það er sagt við okkur að þetta verði lagað og gengið í þessi mál en það hefur ekkert lagast,“ segir Olga Emilía Ágústsdóttir, dóttir konunnar. Olga segir fleiri starfsmenn vanta á deildina til að veita móður hennar og öðrum sem þar búa viðeigandi aðhlynningu. „Það er mikil umönnun sem þetta fólk þarf. Þær eru yfirleitt ekki nema tvær, og það hefur komið fyrir að það sé bara ein með níu manns,“ segir hún Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir hins vegar manneklu ekki vera vandamálið. „Á Hrafnistu í Laugarási er ekki skortur á starfsfólki sem slíkt en við á Hrafnistu heimilunum, rétt eins flestum öðrum hjúkrunarheimilum myndum gjarnar kjósa að stjórnvöld og alþingismenn virtu viðmið um mönnun á hjúkrunarheimilum,“ segir Pétur. Vísar hann þá í viðmið Embættis landlæknis frá árinu 2015. Olga vill álykta að ekki sé við starfsfólkið að sakast. „Þetta er ekki árás á starfsfólkið því við vitum að þau eru að gera sitt besta og við vitum að stjórn Hrafnistu er að gera sitt besta,“ segir Olga. Hún biðlar til stjórnvalda að gera eitthvað í málunum. „Það er kominn tími til að þið farið að hugsa um gamla fólkið,“ segir Olga.
Heilbrigðismál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Sjá meira