Hótaði því að drekka blóð lögreglumanns og nefbraut konu í Keiluhöllinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2019 17:48 Landsréttur sneri við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Landsréttur úrskurðaði í gær karlmann í gæsluvarðhald til 9. ágúst næstkomandi en maðurinn er m.a. grunaður um tvær líkamsárásir, hótanir, fjögur þjófnaðarbrot og valdstjórnarbrot. Landsréttur sneri þannig við úrskurði héraðsdóms frá því í síðustu viku þar sem kröfu ákæruvaldsins um gæsluvarðhald yfir manninum var hafnað.Hótaði starfsmönnum Smáralindar lífláti Maðurinn er hælisleitandi hér á landi en í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 13. júlí segir að maðurinn hafi verið handtekinn daginn áður grunaður um þjófnað í Vínbúðinni í Skútuvogi. Þá lagði lögregla einnig hald á hjól sem maðurinn hafði lagt fyrir utan verslunina þar sem talið var að hann hefði stolið því. Þá haldlagði lögregla einnig hníf sem maðurinn var með í bakpoka sínum. Maðurinn er einnig grunaður um að hafa stolið fatnaði að verðmæti rúmlega 131 þúsund krónum úr verslun Herragarðsins í Smáralind þann 12. mars síðastliðinn og í framhaldi af afskiptum starfsmanns hótað honum líkamsmeiðingum og lífláti, svo og öryggisvörðum Smáralindar. Nefbraut konu í Keiluhöllinni og reyndi að skalla lögreglumann Sama dag er manninum gefið að sök að hafa hótað lögreglumanni lífláti í lögreglubíl á leið úr Smáralind og á lögreglustöð. Á maðurinn að hafa heitið því að taka af honum höfuðið og sagst hafa „alltaf langað til þess að drepa kristna manneskju og þegar það yrði þá ætlaði hann að skera höfuð hennar af og drekka blóðið úr henni því til fögnuðar“, líkt og segir í úrskurði. Þá er manninum einnig gefið að sök að hafa ráðist á konu í Keiluhöllinni í Egilshöll þann 27. apríl síðastliðinn, klipið hana í vinstri kinn, slegið hana í andlitið með krepptum hnefa með þeim afleiðingum að hún m.a. nefbrotnaði. Maðurinn hefur viðurkennt að hafa ýtt konunni og klipið hana en neitar því að hafa slegið hana. Maðurinn er einnig grunaður um að hafa í lögreglubifreið á leiðinni frá Keiluhöllinni eftir áðurnefnt atvik hótað lögreglumönnum lífláti og barsmíðum og að hafa reynt að skalla lögreglumann sem sat við hlið hans í bílnum. Sló lottókassa í andlit manns Þá er maðurinn grunaður um líkamsárás með því að hafa slegið hendi í lottóstand í verslun 10-11 við Barónsstíg þann 30. apríl, með þeim afleiðingum að þolandi hlaut opið sár á nefi sem þurfti að sauma saman. Öryggismyndavélar frá vettvangi sýna manninn slá kassanum í andlit brotaþola svo blæðir út en maðurinn hefur ekki mætt í skýrslutöku vegna málsins. Maðurinn er einnig grunaður um ítrekaðan þjófnað í verslunum á höfuðborgarsvæðinu síðustu mánuði. Leitaði sér að vopnum Í úrskurði héraðsdóms er vísað í mat lögreglustjóra, sem segir að yfirgnæfandi líkur séu á því að maðurinn haldi áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinni. Það sé því brýnt að hann sæti gæsluvarðhaldi, hann hafði sýnt af sér grófa ofbeldisfulla hegðun gagnvart almennum borgurum og lögreglumönnum. Þá hafi hann verið ógnandi og hótað öryggisvörðum í búsetuúrræðinu sem hann er í. Jafnframt hafi hann orðið uppvís að því að leita sér að eggvopnum, skotvopnum og fíkniefnum frá því að hann kom til landsins. Gæsluvarðhald ekki nauðsynlegt til að verja aðra árásum Héraðsdómur lítur m.a. til þess í úrskurði sínum að ekki sé nauðsynlegt að svipta manninn frelsi með gæsluvarðhaldi til að verja aðra árásum. Þá liggi ekki fyrir læknisfræðileg gögn um andlegt ástand hans sem styðja að um „aðsteðjandi hættu sé að ræða“. Þegar litið sé til eðlis hegningarlagabrotanna sem maðurinn er sakaður um, með hliðsjón af hreinum sakaferli kærða og dómaframkvæmdar, megi ætla að maðurinn verði aðeins dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. Því beri að hafna kröfu ákæruvaldsins um gæsluvarðhald. Í úrskurði Landsréttar er hins vegar vísað til þess að fram sé kominn rökstuddur grunur um að maðurinn hafi gerst sekur um háttsemi sem varði fangelsisrefsingu, og einnig að skilyrði fyrir gæsluvarðhaldi séu uppfyllt. Verður manninum því gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til 9. ágúst næstkomandi. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Landsréttur úrskurðaði í gær karlmann í gæsluvarðhald til 9. ágúst næstkomandi en maðurinn er m.a. grunaður um tvær líkamsárásir, hótanir, fjögur þjófnaðarbrot og valdstjórnarbrot. Landsréttur sneri þannig við úrskurði héraðsdóms frá því í síðustu viku þar sem kröfu ákæruvaldsins um gæsluvarðhald yfir manninum var hafnað.Hótaði starfsmönnum Smáralindar lífláti Maðurinn er hælisleitandi hér á landi en í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 13. júlí segir að maðurinn hafi verið handtekinn daginn áður grunaður um þjófnað í Vínbúðinni í Skútuvogi. Þá lagði lögregla einnig hald á hjól sem maðurinn hafði lagt fyrir utan verslunina þar sem talið var að hann hefði stolið því. Þá haldlagði lögregla einnig hníf sem maðurinn var með í bakpoka sínum. Maðurinn er einnig grunaður um að hafa stolið fatnaði að verðmæti rúmlega 131 þúsund krónum úr verslun Herragarðsins í Smáralind þann 12. mars síðastliðinn og í framhaldi af afskiptum starfsmanns hótað honum líkamsmeiðingum og lífláti, svo og öryggisvörðum Smáralindar. Nefbraut konu í Keiluhöllinni og reyndi að skalla lögreglumann Sama dag er manninum gefið að sök að hafa hótað lögreglumanni lífláti í lögreglubíl á leið úr Smáralind og á lögreglustöð. Á maðurinn að hafa heitið því að taka af honum höfuðið og sagst hafa „alltaf langað til þess að drepa kristna manneskju og þegar það yrði þá ætlaði hann að skera höfuð hennar af og drekka blóðið úr henni því til fögnuðar“, líkt og segir í úrskurði. Þá er manninum einnig gefið að sök að hafa ráðist á konu í Keiluhöllinni í Egilshöll þann 27. apríl síðastliðinn, klipið hana í vinstri kinn, slegið hana í andlitið með krepptum hnefa með þeim afleiðingum að hún m.a. nefbrotnaði. Maðurinn hefur viðurkennt að hafa ýtt konunni og klipið hana en neitar því að hafa slegið hana. Maðurinn er einnig grunaður um að hafa í lögreglubifreið á leiðinni frá Keiluhöllinni eftir áðurnefnt atvik hótað lögreglumönnum lífláti og barsmíðum og að hafa reynt að skalla lögreglumann sem sat við hlið hans í bílnum. Sló lottókassa í andlit manns Þá er maðurinn grunaður um líkamsárás með því að hafa slegið hendi í lottóstand í verslun 10-11 við Barónsstíg þann 30. apríl, með þeim afleiðingum að þolandi hlaut opið sár á nefi sem þurfti að sauma saman. Öryggismyndavélar frá vettvangi sýna manninn slá kassanum í andlit brotaþola svo blæðir út en maðurinn hefur ekki mætt í skýrslutöku vegna málsins. Maðurinn er einnig grunaður um ítrekaðan þjófnað í verslunum á höfuðborgarsvæðinu síðustu mánuði. Leitaði sér að vopnum Í úrskurði héraðsdóms er vísað í mat lögreglustjóra, sem segir að yfirgnæfandi líkur séu á því að maðurinn haldi áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinni. Það sé því brýnt að hann sæti gæsluvarðhaldi, hann hafði sýnt af sér grófa ofbeldisfulla hegðun gagnvart almennum borgurum og lögreglumönnum. Þá hafi hann verið ógnandi og hótað öryggisvörðum í búsetuúrræðinu sem hann er í. Jafnframt hafi hann orðið uppvís að því að leita sér að eggvopnum, skotvopnum og fíkniefnum frá því að hann kom til landsins. Gæsluvarðhald ekki nauðsynlegt til að verja aðra árásum Héraðsdómur lítur m.a. til þess í úrskurði sínum að ekki sé nauðsynlegt að svipta manninn frelsi með gæsluvarðhaldi til að verja aðra árásum. Þá liggi ekki fyrir læknisfræðileg gögn um andlegt ástand hans sem styðja að um „aðsteðjandi hættu sé að ræða“. Þegar litið sé til eðlis hegningarlagabrotanna sem maðurinn er sakaður um, með hliðsjón af hreinum sakaferli kærða og dómaframkvæmdar, megi ætla að maðurinn verði aðeins dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. Því beri að hafna kröfu ákæruvaldsins um gæsluvarðhald. Í úrskurði Landsréttar er hins vegar vísað til þess að fram sé kominn rökstuddur grunur um að maðurinn hafi gerst sekur um háttsemi sem varði fangelsisrefsingu, og einnig að skilyrði fyrir gæsluvarðhaldi séu uppfyllt. Verður manninum því gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til 9. ágúst næstkomandi.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira