Mátti ekki tæpara standa þegar mannlaus bíll rann í veg fyrir hjólreiðakonu Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2019 19:43 Bíllinn hafnaði næstum því á konunni, sem smeygði sér þó undan með naumindum. Mynd/Skjáskot Betur fór en á horfðist þegar mannlaus bíll rann af vinnusvæði við Súðarvog, yfir á nærliggjandi bílastæði og í veg fyrir hjólreiðakonu sem átti þar leið hjá í dag. Upptaka af atvikinu náðist á öryggismyndavél. Búi Baldvinsson kvikmyndagerðarmaður rekur framleiðslufyrirtækið Hero productions í Súðarvogi. Mikil uppbygging er á svæðinu um þessar mundir og framkvæmdir víða á lóðunum í kringum fyrirtækið, þar sem hin nýja Vogabyggð á að rísa. Búi segir í samtali við Vísi að atvikið í dag hafi náðst á öryggismyndavél sem beinist út að bílastæðinu fyrir utan Hero productions. Hann segir bílnum hafa verið lagt við nærliggjandi vinnusvæði og ökumaðurinn, einn verkamanna á svæðinu, hafi gleymt að setja hann í handbremsu með áðurgreindum afleiðingum. Í myndbandinu, sem Búi birti á Facebook-síðu sinni í dag, sést hvernig bíllinn rennur inn á bílastæðið en hjólreiðakonan nær rétt svo að smeygja sér undan honum. Bíllinn rennur svo áfram þangað til hann lendir á vegg. Vilius Petrikas, starfsmaður Hero Productions, var á staðnum þegar óhappið varð og kannaði málið ásamt samstarfsmanni sínum þegar bíllinn skall á húsinu. Vilius segir í samtali við Vísi að konunni hafi verið brugðið þegar hún sá bílinn koma en hún slapp blessunarlega ómeidd frá óhappinu. „Hún var svolítið stjörf eftir þetta en sem betur fer fór þetta ekki í hana. Þetta var ógeðslega tæpt.“ Töluverðar skemmdir urðu á bílnum, að sögn Viliusar. Þannig rispaðist önnur hlið bílsins við ferðalagið og framhliðin var illa leikin eftir áreksturinn við vegginn. Bílnum var svo komið aftur í hendur eiganda síns eftir óhappið. „Bíllinn rann frá iðnaðarsvæðinu fyrir ofan. Eftirleikurinn var þó svolítið „anti-climatic“, hún [hjólreiðakonan] fór og lét þau vita að bíllinn hefði runnið yfir götuna. Hann rann langt, að minnsta kosti hundrað metra,“ segir Vilius. Reykjavík Samgönguslys Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Betur fór en á horfðist þegar mannlaus bíll rann af vinnusvæði við Súðarvog, yfir á nærliggjandi bílastæði og í veg fyrir hjólreiðakonu sem átti þar leið hjá í dag. Upptaka af atvikinu náðist á öryggismyndavél. Búi Baldvinsson kvikmyndagerðarmaður rekur framleiðslufyrirtækið Hero productions í Súðarvogi. Mikil uppbygging er á svæðinu um þessar mundir og framkvæmdir víða á lóðunum í kringum fyrirtækið, þar sem hin nýja Vogabyggð á að rísa. Búi segir í samtali við Vísi að atvikið í dag hafi náðst á öryggismyndavél sem beinist út að bílastæðinu fyrir utan Hero productions. Hann segir bílnum hafa verið lagt við nærliggjandi vinnusvæði og ökumaðurinn, einn verkamanna á svæðinu, hafi gleymt að setja hann í handbremsu með áðurgreindum afleiðingum. Í myndbandinu, sem Búi birti á Facebook-síðu sinni í dag, sést hvernig bíllinn rennur inn á bílastæðið en hjólreiðakonan nær rétt svo að smeygja sér undan honum. Bíllinn rennur svo áfram þangað til hann lendir á vegg. Vilius Petrikas, starfsmaður Hero Productions, var á staðnum þegar óhappið varð og kannaði málið ásamt samstarfsmanni sínum þegar bíllinn skall á húsinu. Vilius segir í samtali við Vísi að konunni hafi verið brugðið þegar hún sá bílinn koma en hún slapp blessunarlega ómeidd frá óhappinu. „Hún var svolítið stjörf eftir þetta en sem betur fer fór þetta ekki í hana. Þetta var ógeðslega tæpt.“ Töluverðar skemmdir urðu á bílnum, að sögn Viliusar. Þannig rispaðist önnur hlið bílsins við ferðalagið og framhliðin var illa leikin eftir áreksturinn við vegginn. Bílnum var svo komið aftur í hendur eiganda síns eftir óhappið. „Bíllinn rann frá iðnaðarsvæðinu fyrir ofan. Eftirleikurinn var þó svolítið „anti-climatic“, hún [hjólreiðakonan] fór og lét þau vita að bíllinn hefði runnið yfir götuna. Hann rann langt, að minnsta kosti hundrað metra,“ segir Vilius.
Reykjavík Samgönguslys Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira